Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.06.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarson VINDHÖGG Vindhögg Skyldi nokkur íslensk stofnun nokkru sinni hafa verið lítillækk- uð í stærri stíl og af minna tilefni en Alþingi Islendinga í bjórmálinu á dögunum. Bkki einasta mun þetta þing verða að athlægi um víða veröld þegar timar fram líða, heldur hef- ur því tekist að forfæra drykkju- siði yngri kynslóðarinnar ... e.t.v. varanlega. Var beinlínis stórbrotið að sjá hinar öldnu kempur forsjárhyggj- unnar staðráðnar í því að brjóta unga fólkið til hlýðni við sínar eig- in alræmdu áfengisvenjur. Fall bjórsins var að sjálfsögðu vindhögg. Krárnar verða aldrei lagðar niður. Það sem máli skiptir er einungis áhrif þessa atburðar á innra umhverfi þeirra. Afleiðingin Svarið er augljóst. Bjórlíkið hef- ur lengi staðið höllum fæti. Af eðlilegum ástæðum hefur neyslan því beinst jafnt og þétt yfir á hina sterkari drykki. Þetta hefur kallað á meiri ofur- ölvun og tíðari ofbeldisdrykkju, þ.e. það neyslumynstur sem ís- lendingar hafa gert frægt að end- emum um meira en 100 ára skeið. En nú hafa orðið þáttaskil. Eng- inn getur með góðri samvisku full- yrt framar að Alþingi sé starfi sínu vaxið. Frjálslyndir íslend- ingar þurfa því að taka til sinna ráða. Hvað skal til ráða? Allir sem koma á íslenskar krár verða framvegis að hafa í huga að framundan er andóf gegn stjórn- völdum landsins allt þangað til bjórinn kemst í gegn. Til þess að sem flestum sé gert fært að þreyja þorrann beini ég eindregið þeirri ósk til kráareig- enda að þeir endurbæti bjórlíki sitt eftir fremsta megni. í öðru lagi þarf að gera miklu meira af því að gera þeim auðveld- ara sem vilja drekka iéttvín að kaupa það í glösum og að hafa ávallt eina góóa tegund í því formi af rauðu, hvítu og rósavíni. Almenning hvet ég svo eindreg- ið til að hafna í eitt skipti fyrir öll þeim sterku og stórhættulegu drykkjum sem Afengisvarnarráð og heilbrigðisyfirvöld reyna að troða upp á hann. Að hafna brennivíni Að hafna brennivíni er ekki ein- asta andóf gegn gjörspilltum drykkjusiðum Islendinga um alda- bil, heldur sjálfsagður þáttur í sókn okkar til aukinnar heilbrigði. Það er óaðskiljanlegur liður í hollustubyltingu nútímans að hafna þeim drykkjum sem hafa komið nærri því tíunda hverjum íslendingi á kaldan klaka. Sterkir drykkir kalla nær und- antekningalaust á ofurölvun með öllum þeim leiðindum, ölæði og ofbeldi sem til skamms tíma var fastur liður í skemmtanalífinu. Þetta neyslumynstur mun nú smám saman verða ríkjandi á nýj- an leik og mun verða notað sem rök gegn bjórnum. En allt fólk með óbrenglaða dómgreind veit betur. Að sjálfsögðu er hægt að verða ofurölvi af léttum vínum og jafn- vel bjór, en sé sterku drykkjunum gjörsamlega hafnað minnka lík- urnar á því um allan helming. Að sjálfsögðu er hægt að nota bjór og léttvín sem stökkpall yfir í sterkari drykki og þar með alkó- hólisma, en sú leið er miklu tor- sóttari ^n sú hefðbundna. Lokaorö Hittir þú á förnum vegi, lesandi góður, Alþingismann á götu skaltu beina talinu inn á aðrar brautir. Viljir þú hins vegar endilega beina umræðunni að bjórnum ráð- legg ég þér eindregið að snúa þá talinu að næstu frumvörpum í framtíðinni. Því er nefnilega þannig varið að sá lærdómur sem maður dregur af þessum tímamótum er ekki í því fólginn að tala af sér. Hann er fólginn í aðgerðum. TJALDSÝNING verður haldin í Seglagerðinni Ægi um helgina 28.—30. júní. 1 —26 manna hústjöld, Ægistjöld, göngutjöld og samkvæmistjöld. 5 manna tjald, verfl kr. 7,669,- fleygahiminn, verð kr. 8,688,- Samkvæmistjöld fyrir félagasamtök, ættarmótin, garðveisluna, skátana og sem sölutjöld. Hellas, 2ja manna, kr. 2.730. 3ja manna kr. 3.550. Montana, 4ra manna, verð kr. 14.950. rfED rfnTO> rfOPpi =•- 22.260. 31.360. 40.460. Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu Úrvali. Hagstætt verö. e^ager</y æ g 1 r Eyiaslód 7, Reyk|avik PósthóH 659 Simar 14093 - 13320 Nafnnr 9879 - 1698 Askriftcirsíminn er 83033 W\iyaé er svona merkilegt við Þér er boöiö upp á ef þú finnur . veitingahúsiö viö Fischersund, sem liggur _ upp meö Geysi og er viö hliöina á Gullfiskabúöinni. Viö bjóöum ávallt Ijúffenga, ferska rétti og afbragös drykki — nánast hvaö sem er. Opið kl. 12—14.30 og frá kl. 18 á kvöldin. Því ekki aö reyna eitthvaö nýtt og ferskt — sumir segja bezta pubbmat í bænum. VELKOMIN I -HUS DANSNEISTINN & GYLFI ÆGISSON FT?T7TTTTi7!TíTíT] STAÐUR ÞEIRRA SEM AKVEONIR ERUI ÞVIAÐ SKEMMTA SÉR Aftur í kvöld munu þær stöllur í Dansneistanum skemmta gestum okkar, en í gærkvöldi gerðu þær stormandi lukku, einnig verður plata Gylfa Ægissonar, Sumarplata sjómannsins kynnt en hún er ný komin út, góð plata sem slær í gegn. imMMM), FhÆ "85 ."ISS5SSREYKJAVIK ZJ 30 JUN) Við bjóðum velkomna kepp- endur og gesti fjórðungsmóts hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hittumst ( Klúbbnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.