Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 43

Morgunblaðið - 29.06.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 —-----------|---|---- - ----------- Málstefna og skákfræði Ingólfur Pálmason skrifar: Allir skákmenn og hernaðar- fræðingar vita að í tvísýnni stöðu er baráttan vonlítil, ef enginn er kostur sóknar; vörnin ein saman bilar oftast fyrr eða síðar. Eins og allir vita eiga tungur smáþjóða um þessar mundir mjög í vök að verjast víða um heim, is- lenskan ekki undan skilin. Miklar umræður hafa nýlega farið fram í blöðum um málstefnu á landi voru, og er það gleðilegur vottur þess, að enn lætur þjóðin afdrif tungu sinnar sig miklu varða. Margir menn halda að íhalds- semi, jafnvel „gífurleg íhalds- semi“ séu fyrsta og annað boðorð málverndar, ef ekki hin einu boð- orð hennar. Morgunblaðið hefur vitnað í hin auðkenndu orð hér á undan — í forustugrein, ef ég man rétt, og virðist ánægt með að gera þau að kjörorði íslenskrar mál- stefnu. Þetta tel ég fjarri lagi. Málrækt þarf að vísu á hóflegri íhaldssemi að halda eins og menningarstefn- ur yfirleitt, en framsókn og endur- nýjun eru engu ónauðsynlegri þættir. Ég er hræddur um að örlög íslenskrar tungu yrðu senn ráðin, ef málræktarmenn yrðu að láta sér vörnina eina nægja. En sem betur fer er ekki svo illa komið. Sú nýyrðamyndun sem nú fer fram undir forustu íslenskrar mál- nefndar og fleiri stofnana er e.t.v. ljósasti votturinn um lífsmagn ís- lenskunnar. Þar er sókn í fullum gangi sýnist mér. Ég held að það gæti orðið dragbítur á íslenskri málrækt og lítt til þess fallið að laða æsku landsins að máiefninu, ef aðal- áherslupunktar stefnunnar eru óskilgreind íhaldsemi. „Iss, þetta er bara nöldur í gömlum karl- fauskum," er pískrað í ýmsum hornum og skúmaskotum. En sem betur fer mætir starf- semi málræktarmanna líka skiln- ingi hjá unga fólkinu. Ég hef til dæmis góða reynslú af samstarfi mínu við nemendur í Kennara- háskóla tslands og tel að af þeim gróðri mætti nokkurs vænta, ef að honum væri hlúð á réttan hátt. Tungumál þurfa sífelldrar endurnýjunar við. Orð slitna og missa ferskleika sinn og fyllingu; auk þess sem ekki er alltaf hægt að vera hátíðlegur og formlegur. Slanguryrði gegna sínu hlutverki í málinu, þó að margur geri sig að angurgapa með ofnotkun þeirra. Miklu hættulegri en hneigð ungu kynslóðarinnar fyrir „götumál“ er vangeta sumra langskólamanna og hálærðra, karla bæði og kvenna, að hugsa og ræða fræði- grein sína á íslensku. Á þetta hafa góðir menn bent. Hér þarf aukið vandlæti að koma til. Ungir fræðimenn og rit- höfundar verða að taka sjálfum sér tak og verða ekki eftirbátar bestu fyrirrennara sinna. Mörg lausatök, sem nú eru á ýmsum rit- verkum, mætti laga með betri vinnubrögðum. Þar höfum við til viðmiðunar þau stórvirki sem unnin hafa verið í íslenskum bókmenntum á þessari öld. En í öllum bænum, kallið það ekki ihaldssemi að sækja í smiðju for- tíðarinnar. Það er aðeins skylda og kvöð þess fólks sem á fornar bókmenntir og göfuga þjóðtungu að móðurmáli. ✓ Iþróttastyrkur Sambandsins Um íþróttastyrk Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 1986 ber að sækja fyrir júlílok 1985. Aðildarsambönd ÍSÍ og önnur landssamhönd er starfa að íþróttamalum, geta hlotið styrkinn. Umsóknir óskast sendar Kjartani P. Kjartanssyni, framkvæmdastjóra, Fræðslu- og kaupfélagsdeild Sam- bandsins, Sambandshúsinu, Reykjavík. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Járnsagir fyrir prófíla, rör, vinkla. flatjárn og massíft stál ★ eins og þriggja fasa ★ skífur 355 og 405 mm ★ skurðarþvermál 110—150 mm L-1405 x þyngd 18—32 kg L-150C Verö frá kr. 12.190,- G.J. Fossberg, vélaverzlun hf. Skúlagötu 63, Reykjavík. Sími18560. Blaí)burdarfólk óskast! Konur, skrifið undir friðarávarpið Sjálfstæóiskona í Austurbænum skrifar: Sjálfstæðiskonur, takið undir með Salóme, skrifið undir friðar- ávarp íslenskra kvenna. Er Salóme undirskrifaði ávarp- ið, sagði hún í viðtali við Mbl: „I þessu ávarpi er ekkert, sem allar friðelskandi konur geta ekki verið sammála um, hvar í flokki sem þær standa..." Hvort sem konur eru á hægri eða vinstri væng íslenskra stjórn- mála og alls staðar þar á milli geta þær allar skrifað undir þetta ávarp, sem hvetur til minnkandi vígbúnaðar og sérstaklega minnk- andi kjarnorkuvígbúnaðar beggja risaveldanna og jafnvel minnk- andi vígbúnaðar allra valdasvæða og allra landa, einkum kjarnorku- vígbúnaðar. Konur, lesið ávarpið, kynnið ykkur efni þess og skrifið undir. Otvecsmenn Handfæravindan frá DNG hefur nú sýnt þaö og sannaö aö hún er sú fullkomnasta og besta sem fáanleg er í heiminum í dag. Einn maöur með 2 vindur fiskar auðveld- lega 3 tonn af fiski á dag. Með þessum gifurlegu afköstum ætti hver maður að geta séð að hagstæðari kaup er vart hægt að hugsa sér. DNG handfæravindan er al- sjálfvirk og með beinu drifi, enga kúplingu eða gír og er sérstaklega einföld og örugg í notkun. 2ja ára ábyrgð. Verðið er ótrúlega hagstætt, eða 2—4 tonn af fiski! Hafið samband og kynnið ykkur kjörin. SÍMI 96-26842 AKUREYRI Leifsgata Sörlaskjól Fornastekkur o.fl. r Austurbær Úthverfi JHttgnnfrlfiMfc Þú svalar lestrarþörf dagsins ' jKfum Moggam!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.