Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
146. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ísraelar sleppa
brátt shítunum
Bandarísku gíslarnir lausir úr 17 daga prísund
Washington, JerúsaJem, 1. júlf. AP.
ÍSRAELAR hafa ákveðið að láta lausa 300 shíta af um 700, sem þeir hafa í
haldi, fyrir miðvikudagskvöld, að sögn embettismanna í Jerúsalem. Þess var
krafizt, að fangarnir yrðu leystir úr haldi í skiptum fyrir 39 Bandaríkjamenn,
sem amal-shítar í Líbanon tóku gíslingu er þeir rendu þotu TWA fyrir 17
dögum.
Reagan Bandaríkjaforseti til-
kynnti i kvöld „lokun“ flugvallar-
ins i Beirút í þeim tilgangi að
stöðva hryðjuverkastarfsemi það-
an, en langflest flugrán í seinni tíð
byrja þar ýmist eða lýkur. öllum
bandarískum flugfélögum hefur
verið bannað að fljúga til Beirút
og önnur riki, þ.á m. Sovétrikin,
verða beðin að stöðva flug þangað.
Líbönsk flugfélög hafa verið svipt
lendingarleyfi í Bandaríkjunum.
Gíslarnir 39 komu í morgun til
Frankfurt frá Damaskus í Sýr-
landi á leið sinni til Bandarikj-
anna. George Bush varaforseti
Bandaríkjanna tók á m óti gislun-
um í Frankfurt. Við það tækifæri
fordæmdi hann ránið á TWA-þot-
unni og sagði verknaðinn sýna enn
betur fram á nauðsyn þess að upp-
ræta hryðjuverkastarfsemi.
Gíslarnir skýrðu frá því að þeir
hefðu verið lamdir og barðir fyrst
eftir flugránið, en læknisskoðun í
Frankfurt leiddi í ljós að þeir
væru við hestaheilsu. Flestir báru
shitunum vel söguna og þökkuðu
þeim að þeir væru í tölu lifenda.
Shimon Peres, forsætisráðherra
Ísraels, hrósaði Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseta, fyrir hvernig
Bandaríkjamenn tóku á gíslamál-
inu, og kvaðst ánægður að gíslarn-
ir væru á brott úr hinu ótrygga
landi, sem Líbanon væri.
Sjá nánar fréttir af lyktum
gíslamálsins á bls. 30—31.
AP/Símamynd
Kampakátir gislar komnir til Frankfurt eftir 17 daga í haldi amal-shíta í Líbanon. I prísundinni stökk gíslunum
ekki bros á vör en hér sýna þeir ánægju sína. Einn þeirra veifar nelliku til velunnara, sem mættir voru í
Rín-Main-flugstöðinni að fagna frelsi þeirra.
Harðar efnahagsaðgerðir í ísrael:
AP/Símamynd
Sprengt í Madrid
Kona fórst og 23 menn slösuðust þegar sprengja sprakk í skrifstofu-
húsi bandarísku og bresku flugfélaganna Trans World Airways og British
Airways í Madrid, höfuðborg Spánar, í gær. Skrifstofurnar eru í miðborg-
inni og við fjölfarna verzlunargötu, sem krökk var af fólki. Stuttu eftir
sprenginguna hjá TWA og BA sprungu tvær sprengjur í skrifstofu jórd-
anska flugfélagsins, í næsta nágrenni. Engan sakaði í þeirri sprengingu.
Neyðaráætlun gegn
300%
JerúnJem, 1. jálf. AP.
RÍKISSTJÓRN ísraels beitti neyð-
arlögum í fyrsta sinn í sögu ríkisins
til að koma í kring ýmsum efnahags-
ráðstöfunum, sem ætlað er að draga
úr verðbólgu. Ríkisútgjöld verða
skorin niður sem nemur 750 millj-
ónum dollara, en fjárlög hljóðuðu
upp á jafnvirði 23 milljarða dollara.
Tilkynnt var um ráðstafanirnar eftir
sólarhringsfund ríkisstjórnarinnar.
Ráðherrar Likud-bandalagsins lögð-
ust gegn neyðaráætluninni í stjórn-
inni. Boðað hefur verið allsherj-
arverkfall á morgun, þriðjudag, í
mótmælaskyni við neyðaráætlun
stjórnarinnar. Þýðir það m.a. lokun
flugvalla landsins og fjölmiðla.
Meðal ráðstafana stjórnarinnar
eru 18,8% gengislækkun og afnám
vísitölubindingar launa, sem olli
víxlhækkun verðlags og launa.
verðbólgu
Lenti indverska þotan
í heilu lagi í sjónum?
Cork, London, l.júll. AP.
Lundúnablaðið Obaerver segir
rannsókn á líkum farþega ind-
versku þotunnar, sem fórst undan
írlandsströndum, og braki úr
henni ekki benda til þess að um
skemmdarverk hafi verið að ræða,
heldur fremur að þotan hafi hrap-
að í hafið í heilu lagi. Embættis-
menn, sem fást við rannsóknina,
vildu ekki tjá sig um frétt blaðsins
ídag.
Að sögn Observer eru rann-
sóknarmenn fremur að komast á
þá skoðun að annaðhvort hafi
brestur orðið í flugvélinni eða
hún farizt fyrir yfirsjón flug-
mannanna. Þeir haldi nú að þot-
an hafi lent i heilu lagi í sjónum.
Krufning líka farþega hafi leitt i
ljós að þeir hafi ýmist dáið
vegna skyndilegrar þrýstings-
minnkunar eða drukknað. Á lík-
unum fundust hvorki brunasár
né málmflísar, sem bent hefðu
til sprengingar.
Blaðið Sunday Times sagði að
sprengja i fremri farangurslest
hefði getað eyðilagt stjórntæki
þotunnar og gat á skrokknum
valdið þrýstingsfalli. Skortur á
brunasárum á likum sem fundizt
hafa megi ef til vill skýra með
þvi að viðkomandi hafi verið i
þeim hluta þotunnar, sem ekki
skemmdist i sprengingu.
Leit að flugritunum var stór-
aukin í dag, en ef þeir nást upp
munu þeir leiða i ljós hvað f raun
og veru gerðist. Sérbúnum skip-
um með leitar- og björgunartæki
fjölgaði á slysstaðnum um helg-
ina og leitin aö flugritanum því
ákafari en fyrr.
Bannaðar eru allar verð- og launa-
hækkanir f þrjá mánuði. Reyndar
hækka matvæli, s.s. brauð, mjólk
og kjötvörur, í dag um 45—75%,
þar sem dregið var úr niður-
greiðslum á þeim. Aðrar vörur og
þjónusta hækka að jafnaði um
17%. Bensínverð var hækkað um
27% og kostar lítrinn þá jafnvirði
29 króna islenzkra. Bönnuð var út-
tekt af gjaldeyrisreikningum og er
það áfall fyrir marga, sem notað
hafa slika reikninga til að verð-
tryggja sparnað sinn. Loks verður
opinberum starfsmönnum fækkað
strax um 3%. Launþegasamtökin
segja verðhækkanirnar þýða 30%
rýrnun kaupmáttar en stjórnin
segir hann minnka um aðeins
12%.
Shimon Peres forsætisráðherra
kveðst setja pólitíska framtíð sína
að veði til þess að árangur náist í
viðureigninni við verðbólguna.
Fyrri aðgerðir stjórnar hans hafa
reynst árangurslausar. Verðbólga
komst í 445% í fyrra og er nú um
Sprengja á
flugvellinum
í Rómaborg
Róauborx, I. júlí. AP.
ÖFLUG sprengja sprakk í flugstöðinni
á flugvellinum í Rómaborg f kvöld. Sex
manns a.m.k. slösuðust. Gifurleg
hræðsla greip um sig í flugstöðvarbygg-
ingunni.
Talið er að sprengjan hafi verið i
ferðatösku, sem átti að fara um borð
í flugvél Alitalia, sem heldur til Ind-
lands í fyrramálið, þriðjudag. Talið
er að það hafi komið i veg fyrir
manntjón að hlaðmenn voru f kvöld-
mat er sprengjan sprakk.
300%. Stefndi hún upp á við fyrir
neyðaráætlunina. Vegna verð-
hækkana mun verðbólgan aukast
um 30 prósentustig i júlí, miðað
við 6,8 í maí. Neyðaráætlunin ger-
ir hins vegar ráð fyrir talsverðri
hjöðnun síðsumars og er spáð að-
eins 3ja prósentustiga hækkun
verðbólgunnar í október.
Reyndi
Romanov
að flýja?
Moskra, l.júlí. AP.
GRIGORI Romanov, sem álitinn
var annar valdamesti maður Sovét-
ríkjanna og væntanlegur leiðtogi
Sovétmanna, var rekinn úr stjórn-
málaráði (forsætisnefnd) sovézka
kommúnistaflokksins. Blöð í ísrael
segja orðróm á kreiki í Moskvu um
að Romanov hafi verið settur af
eftir að sovézk herskip stöðvuðu
hann og hjákonu hans í finnskri
lögsögu á flótta á snekkju leiðtog-
ans.
Romanov var í hópi yngstu
manna í stjórnmálaráðinu, sem
er æðsta valdastofnun Sovétríkj-
anna. Við sæti hans tekur Edu-
ard Shevardnadze, 57 ára leiðtogi
kommúnistaflokksins í Georgíu,
en hann þykir hafa staðið sig vel
í baráttu gegn mútum og svarta-
markaðsbraski í heimahéraði
sínu.
Romanov hefur á stundum
valdið hneykslan með breytni
sinni og braut hann gegn flokks-
reglum nýlega er hann hóf sam-
búð með ungri og þekktri dæg-
urlagasöngkonu frá Leningrad.
Sjá nánar „Romanov vikið úr
forsætisnefndinni" á bls. 31.