Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 3
______________________________________________MORGUNKLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 8. JÚLÍ 1985 Sávarútvegsráðherra um álagningu olíufélaganna: 3 : Staðið var við fyrirheit um olíuverðslækkun „Þetta mál er fyrst og fremst mál Verðlagsráðs, og þar situr m.a. full- trúi Vinnuveitendasambandsins, sem á að sjálfsögðu að gæta hags- muna aðildarfélaga sinna, og þar með talið Landsambands íslenskra útvegsmanna,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, er hann var spurður álits á hækkun álagningar á gasolíu og svartolíu. Halldór sagði að menn hlytu náttúrlega að spyrja hvort þörfin hefði verið meiri hjá olíufélögun- um en útgerðinni. „Ég veit hver þörfin er hjá útgerðinni og hún er afar mikil," sagði Halldór, „og ég get ekki lagt mat á þörf olíufélag- anna. Hins vegar finnst mér erfið- leikar olífélaganna ekki koma fram í rekstri þeirra út á við. Það er ljóst að ríkisstjórnin ákvað að skapa svigrúm til lækk- unar á olíu, þegar opinberu gjöld- in voru lækkuð. Það svigrúm var skapað, en síðan breyttist gengi og því er haldið fram að ef þetta svigrúm hefði ekki verið skapað, hefði þurft að koma til olíuverðs- hækkun núna,“ sagði sjávarút- vegsráðherra. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir aftur á móti að það hafi ekkert tilefni gefist til hækkunar álagningar vegna gengis- eða verðlagsbreytinga erlendis. „Gengið hefur ekki breyst, og verðið hefur lækkað. Því var unnt að lækka verðið, en það var ein- faldlega ekki gert, heldur var lækkunin og niðurfelling opinberu gjaldanna látin renna til olíufé- laganna," sagði Kristján. Líkfundur út af Hellissandi LÍK síðasta skipverjans af Bervík- inni, sem saknað var og fórst síðla vetrar, er skipið átti skammt eftir inn til Ólafsvíkur, fannst í gær. Það var lík Freys Hafþórs Guðmunds- sonar, vélstjóra, sem fannst nú, en fyrir helgina fannst Ifk Steins Jó- hanns Randverssonar eins og raunar var skýrt frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Freyr Hafþór fannst út af Hellis- sandi og eru þá allir skipverjarnir 5 fundnir. Horgunblaðið/ól.K.M. Það er ekki vandalaust að vera köttnr við Holtsgötuna. Því fylgja hremmingar af ýmsu tagi, eins og sjálfsagt því að vera köttur við aðrar götur í henni veröld. Útlitið er þó sjaldnast jafn slæmt og hægt er að hugsa sér og hjálpin á næsta leiti. Þessum ketti var bjargað úr sjálfbeldunni af þaki við Holtsgötuna. Þegar sólrisurúsínur frá Kaliforníu, enskættaðar hrískúlur og hnöttóttar karamellukúlur frá Nóa hafa verið hjúpaðar hreinu Síríus súkkulaði eru örlögin ráðin. Kúlur, kropp og rúsínur eru ómótstæðilegt sælgæti. JMÖ a Mw Veldu íslenskt. . . ef það er hetra! / þeim rauða er kroppið sem mörgum þykir þeim mun þetra sem það er þoröaö hraöar. Sérhannaöur skrjáfpoki. Hljóöbylgjurnar sem hann gefur frá sér, t.d. í kvikmynda- húsum vekja óskaplega sælgætisþörf hjá nærstöddum. i þeim græna eru súkkulaðihjúpaðar rúsinur- fyrir þá sem aldrei fá nóg af þeim f rúsínusúkkulaði. í þeim bláa eru karamellukúlur hjúpaöar súkkulaöi. Óráðlegt þykir aö reyna sam- ræöur með fleiri en tvær upp í sér. o/4-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.