Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULÍ 1985
Sundurleit
tíðindi úr
borgarstjórn
Magnns Elíasson fyrir framan ráðhúsið í Winnipeg.
— eftir Harald
Bessason
í borgarstjórninni í Winnipeg
hafa löngum setið fulltrúar af ís-
lenskri ætt. Er það síst að furða
því að íslensk búseta í borginni er
næstum því jafngömul henni
sjálfri. Þótt fyrstu íslensku land-
nemarnir í Vestur-Kanada settust
flestir að úti á landsbyggðinni,
urðu þó drjúgmargir til þess að
leita sér atvinnu í Winnipeg. Saga
þeirrar borgar hófst fyrir meira
en öld. Þá var Winnipeg smáþorp.
Á veturna nísti kuldinn þorpsbúa,
og hitinn gerði þeim erfitt um vik
á sumrin. Híbýlakostur var frum-
stæður og lífsþægindi alls þorra
fólks engin. Þannig voru sléttur
Norður-Ameríku óárennilegar
þegar vel viðraði, en þó oftast
óbyggilegar með öllu.
„Guð gaf landnemunum efni i
land, en engispretturnar kusu
fremur að svelta í hel í Suður-
Manitóba heldur en að fresta gæf-
unnar í Nýja íslandi.“ Þannig
komst Guttormur J. Guttormsson
að orði fyrir mörgum árum, og
svipaðar sagnir voru skráðar um
öfgar náttúrunnar. Var því eðli-
legt að hugmyndir þeirra sem að-
eins hlýddu á frásagnir eða lásu
um ógnir sléttunnar tengdust
nístandi kulda, steikjandi hita og
yfirþyrmandi stormsveipum sem
fyrr meir fluttu stórgripi langa
vegu um háloftin (sagnir af þeim
umsvifum kunna margir): Eitt-
hvað þessu líkar voru sögurnar frá
æskulskeiði Winnipegborgar, og
galt hún þess löngum. Nú er öldin
vitaskuld nokkuð önnur, húsa-
kynni hentugri en áður fyrr og
samgöngur greiðari. Þó grípa hin-
ir eldri oft til þeirrar skýringar að
veðurfar hafi mildast frá því sem
var í gamla daga. „Þú hefðir átt að
vera hérna um síðustu aldamót,"
segir fólkið.
Þorpið Winnipeg varð smám
saman að stórborg án þess að
nokkur tæki sérstaklega eftir því.
íslendingar lögðu þar fram sinn
skerf. Enn má sjá glögg merki
handverka þeirra Ásmundar Jó-
hannessonar frá Bjargi í Miðfirði,
Halldórs Sigurðssonar frá Rauða-
mel, Þorsteins Borgfjörðs og
margra fleiri. Þeir höfðu lært að
handleika hamar og sög heima á
íslandi og skiluðu drjúgu dags-
verki í Winnipeg. Landar þeirra
fengu atvinnu hjá þeim. Sumum
féll vistin vel. Aðrir sögðu vinnu-
hörku úr hófi fram, en karlarnir
settu samt svip sinn á bæinn. Þeir
voru íelenskir í háttum og töluðu
ensku með hreim. Þeir vildu ís-
landi vel. Hugurinn var þar löng-
um, og þegar þeir voru búnir að
öngla einhverju saman, keyptu
þeir hlutabréf í Eimskipafélaginu.
Ekki nægir að byggja eina borg.
Það þarf líka að stjórna henni, og
eins og fyrr greinir hafa margir
íslendingar komið þar við sögu í
Winnipeg. Má í því sambandi
nefna nöfn þeirra Árna Eggerts-
sonar eldra og Páls Bárdals. Árni
var á sinni tíð kunnur heima á
íslandi vegna stuðnings síns við
Eimskipafélagið, en ekki dugir að
þylja nöfnin tóm. Nægir að geta
þess að enn sitja íslendingar í
borgarstjórninni í Winnipeg. Ei-
ríkur Stefánsson lætur þar oft til
sín heyra. Hann er ungur maður
og því íslensk tunga honum frem-
ur ótöm. Meðal starfsbræðra Ei-
ríks er Magnús Elíasson. Hann er
gamalreyndur í sínu starfi. Að
vísu hefur það hent hann að tapa í
kosningum, en þá hefur hann
komið aftur fram á sviðið tvíefld-
ur í næstu kosningum. Magnús er
harðskeyttur stjórnmálamaður og
lætur ósjaldan til sín heyra á
mannþingum og í fjölmiðlum.
Hann er líka rímnamaður og hef-
ur á einn eða annan hátt lifað og
hrærst í íslenskum bókmenntum á
langri ævi. Þau tíðindi sem hér
fylgja eru að meira eða minna
leyti frá honum runnin. Sumt hef-
ur hann sagt undirrituðum í við-
tölum. Um annað hefur hann
sjálfur skrifað. Verður þó að slá
þann varnagla að ekki ber Magnús
sjálfur ábyrgð á því sem hér er
fest á blað. Fer svo tíðum um sög-
ur sem einn segir öðrum að þær
breytast eitthvað. Sumir auka í.
Aðrir fella úr. Fáum er það gefið
að hafa nákvæmlega rétt eftir
þótt þeir leitist við að hagga ekki
um of þeim staðreyndum sem höf-
uðmáli skipta.
Magnús er sjötugur að aldri og
fáeinum árum betur, fæddur að
Laufási í Árnesbyggð við Winni-
pegvatn. Á æskuárum hans báru
um fjörutíu bæir íslensk nöfn í
Árnesbyggð. Sum nöfnin höfðu
rómantískt ívaf, eins og til dæmis
Blómsturvellir, önnur voru valin
af raunsæi, eins og Svalbakki, en
þar reisti sér bú móðurbróðir
Magnúsar, Þorsteinn Sveinsson.
Hann var þjóðhagasmiður og upp-
finningamaður. Vesturíslenskri
menningu lagði hann meðal ann-
ars nýja gerð af spunarokk sem
auðveldaði fólki tóvinnu. Hálf-
bróðir Magúsar, Ágúst, var völ-
undur á bæði tré og járn. Hann
hafði mjög ákveðnar skoðanir í
stjórnmálum sem hann reifaði á
eftirminnilegan hátt milli þess
sem hann lúði járnið. Að honum
látnum var efnt til sérstaks
minjasafns í Árborg til minningar
um hann, og ber safnið glöggan
vott um drjúgt framlag Águsts til
tæknivæðingar í Nýja íslandi.
Annar bróðirinn, Helgi, sem lát-
inn er fyrir nokkrum árum, tók
lítinn þátt í pólitískum umræðum,
en gaf þeim mun meiri gaum að
eilífðarmálunum og gerðist trú-
boði. Ekki man ég hvað Helgi var
búinn að lesa heilaga ritningu á
mörgum tungumálum, en víst er
að málakunnátta hans var furðu
víðtæk þrátt fyrir takmarkaða
skólagöngu. Fjórði bróðirinn,
Frank, sem nú er nokkuð við ald-
ur, þræddi sömu slóð og Helgi
bróðir hans og varði talsverðum
hluta ævi sinnar í trúboð í Suður-
Ameríku. Frank er fullfær á ís-
lensku en stundum blandast þó
inn í málfar hans auk enskunnar
rómanskar tungur að sunnan.
Virk þátttaka Magnúsar Elías-
sonar í stjórnmálum á sér meira
en hálfrar aldar sögu. Síðustu ára-
tugina hefur hann verið einn
þeirra sem unnið hafa að mótun
flokks nýdemókrata í Kanada. Sá
flokkur hefur annað veifið orðið
þess megnugur að mynda fylkis-
stjórnir en átt erfiðara uppdráttar
á sambandsþinginu í Ottawa.
.....enn sitja íslend-
ingar í borgarstjórninni
í Winnipeg. Eiríkur
Stefánsson lætur þar oft
til sín heyra. Hann er
ungur maöur og því ís-
lensk tunga honum
fremur ótöm. Meðal
starfsbræðra Eiríks er
Magnús Elíasson. Hann
er gamalreyndur í sínu
starfí. Að vísu hefur það
hent hann að tapa í
kosningum, en þá hefur
hann komið aftur fram
á sviðið tvíefldur í
næstu kosningum.“
Vegna starfs síns hefur Magnús
þurft að leggja á sig mikil ferðalög
og þannig öðlast mjög víðtæka
þekkingu á landi og þjóð. Hann
hefur gert sér far um að kynnast
íslenskum byggðum og er hafsjór
af fróðleik um þær. Ungur að ár-
um varð hann mjög handgenginn
verkum Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar, sem varð til þess að
vekja áhuga hans á Marklandi í
Nýja Skotlandi (Nova Scotia), en
það er í rauninni elsta íslenska
byggðin í Kanada, ef undan er
skilin landnámstilraunm á gjör-
samlega óbyggilegu svæði í Ontar-
íó. Landnám hófst í Marklandi ár-
ið 1875. Óblíð kjör ollu því að saga
nýlendunnar var stutt. Engu að
síður er sú saga greypt í huga
margra (slendinga vegna þess að
þar eiga helstn verk Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar rætur sín-
ar.
Meðal landnemanna í Mark-
landi var Jón Rögnvaldsson
fræðaþulur frá Hóli á Skaga, og
tók hann saman rækilega skrá um
alla þá íslendinga sem fluttust til
Marklands. Alls voru 30 bæir í
nýlendunni, og báru þeir allir ís-
lensk nöfn. Þar er að finna nöfn
eins og Vatnshlíð, Vindhæli, Lauf-
ás og Engihlíð. Greinargerð Jóns
var gefin út í Tímariti Þjóðrækn-
isfélagsins árið 1925. Rétt í þann
mund sem íslendingar fluttust
burt frá Marklandi, orti Halla
Jónsdóttir frá Svarfhóli í Mýra-
sýslu „Bæjavísur" um nýlenduna,
og lýkur þeim þannig:
Á Fljótsbrekku eru nú
Eina bæði og Halla.
Þá sem hirða hér um bú,
hef ég talið alla.
Magnús Elíasson hefur bent á
það að ekki hafi allir íslensku
landnemarnir í Marklandi horfið
brott frá Nýja Skotlandi þótt
Markland legðist í eyði. Erlendur
Höskuldsson frá Siglufirði og
kona hans, Guðbjörg Stefánsdótt-
ir, urðu til að mynda eftir, og hef-
ur einn afkomenda þeirra komið
mjög við stjórnmálasögu Nýja
Skotlands seinustu áratugina og
gegnt meðal annars ráðherraemb-
ætti í fylkisstjórninni.
Áhugafólk um sögulegar minjar
hyggst nú láta til skarar skríða og
hressa svo upp á eyðibyggðina
Markland að íslenska landnámið
þar falli ekki í gleymsku. Verður
þess sennilega skammt að bíða að
þar megi finna á skiltum íslensku
bæjaheitin sem Jón Rögnvaldsson
skráði og Halla Jónsdóttir felldi
inn í vísur sínar. Nöfnin sjálf eru
KAUPÞINGHF 68 69 88
Til sölu við Lágmúla
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á 1. og 2. hæö (út-
bygging) meö góöum útstillingargluggum, ásamt lager
meö innkeyrslu. Samtals 764 fm.
Verslunarhúsnaeöi á götuhaeð lofthæö ca. 4 metrar.
Skipting á húsnaeöinu kemur til greina. Samtals 532 fm.
Húsnæöiö afhendist eftir 8 mán. Sveigjanleg greiöslukjör.
Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
44 KAUPÞING HF
Hud v»roluo«rino«r 88 60 66
Makaskipti
Vantar raðhús tilb. undir tréverk
í makaskiptum fyrir fallega 4ra herb. íbúö í Kópavogi.
Fastetgnasalan SPOR tf.
Laugavegi 27, 2. hæö.
Sánar 216-30 og 216-35.
Sigurður Tómasson vUsk.fr.
Guömundur Daöi Agústsson, hs. 37272.
Sæviðarsund - Raðhús
Höfum i einkasölu glæsilegt 160 fm 6 herb. endaraðhús
á einnl hæð með innbyggöum bílskúr. Arinn í stofu. Mjög
vandaöar innréttingar.
Upplýsingar gefur:
Agnar Gústafsson hrl.
Eiríksgötu 4.
Símar 12600 og 21750.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
h%. 548 72