Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 16

Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 í Ásmundarsafni Hér á árunum þegar Ásmund- ur Sveinsson var upp á sitt bezta, síungur í anda og vinn- andi að list sinni myrkranna í milli, kom ég stundum í vinnu- stofu hans og heimili. Þessi mikli lífsspekúlant og völundur var í huga manns eitt af furðu- verkum samtímans. Heimili þeirra Ingrid var innan sömu veggja og vinnustofan og bar svip þessara óvenjuleg hjóna öðru fremur. Það var eins og að koma i annað land og annan heim að drekka kaffi og ræða við þau frú Ingrid og Ásmund. Þar var allt við hendina, og öllu ægði saman í einkennilega heild. Stundum var heimilisfaðirinn niðursokkinn í að koma saman vélum til að stækka myndir sín- ar eða til að þvo þvott, svo að einhver hugmynd sé veðruð. Það var mannlegt og heimilislegt bæði í kringlunni og í stofunni neðanundir. En nú hefur aldeilis verið tek- ið til hendi í Sigtúninu, komið parket á gólf og allt í röð og reglu. Heimilinu verið breytt í safn, en enn hefur sjálft húsið sína auðsjáanlegu byggingar- galla, sem þarf að huga að við tækifæri. f tilefni af þeirri sýn- ingu sem nú er í safni Ásmundar leit ég þar við á dögunum. Fátt kom mér á óvart á þessari sýn- Myndlist Valtýr Pétursson ingu, því að flest verkin voru mér kunn frá fyrri tíð. öll upp- setning og frágangur á þessari sýningu er mjög þokkalegur og maður verður svolítið hissa á hve vel er hægt að hlúa að þess- um verkum Ásmundar, þegar amstur daganna hefur verið fjarlægt og smekkvísin hefur fengið að ráða. Þetta er til fyrir- myndar og mega vinir og ættfólk Ásmundar vel við una. Sýningin ber titilinn „Konan í list Ás- mundar Sveinssonar". Þetta er þema sem flestum ef ekki öllum listamönnum hefur orðið að við- fangsefni frá ómunatíð og er ekki mikið um það að segja í sjálfu sér, en þetta er ríkur þátt- ur í list Ásmundar og kemur það vel fram á þessari sýningu. Á sama tíma og umrædd sýn- ing er opnuð kemur út hjá safn- inu litskyggnumyndröð með 36 verkum Ásmundar. Skyggnurn- ar eru í plastmöppu og einnig prentað mál með ljósmyndum og skýringum á viðkomandi verk- um. Einnig eru 9 litpóstkort gef- in út af völdum verkum, og finnst mér þetta til mikillar fyrirmyndar og gefa safninu nýja og endurbætta merkingu, en eins og allir vita hefur mikill fjöldi útlendra ferðamanna sótt safnið heim á undanförnum ár- um og ætti þessi mappa að bæta úr hvað myndgripi frá safninu snertir. Það gildir auðvitað fyrir alla sem ánægju hafa af verkum Ásmundar og ætti fólk að not- færa sér þetta tækifæri meðan það gefst, því að ég yrði ekki hissa þótt þessi mappa seldist upp á skömmum tíma; hún er bæði falleg og fróðleg og mynd- irnar sérlega vel teknar. Mig langar til svona í lokin á þessum línum að segja frá smá- atviki, er átti sér stað fyrir nokkrum árum. Ég var leiðsögu- maður með frönskum hópi er var hér á ferð og flestir í hópnum voru Parísarbúar. í ferð um Reykjavík komum við við hjá Ásmundi og hann tók sjálfur á móti okkur og fyrst af öllu bauð hann í nefið og sagði síðan frá veru sinni í París um leið og hann útskýrði verkin fyrir gest- um. Þegar við höfðum lokið heimsókninni og vorum komin á leið austur fyrir fjall, sagði full- orðinn maður úr hópnum við mig: Er það ekki einkennilegt. Ég hef búið í Montmartre- hverfinu allt mitt líf og aldrei hitt listamann fyrr en hér úti á fslandi. Þannig varð Ásmundur Sveinsson þjóðsaga í lifanda lifi. 007 ekur a RENAULT11 RENAULT11 meiriháttar bíll á gódu verði KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 Óborganlegi Benoní Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Knut Hamsun: Benoní Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Andrés Björnsson þýddu. Útg. Almenna bókafélagið 1985. Benoní Hartvigsen er ein þekktasta persónan i skáldverk- um Knuts Hamsun. Benoní svip- ar í ýmsu til annarra persóna Knut Hamsun hans frá þessum árum en i ein- faldleika sínum er Benoní þeim margslungnari, hann hefur i sér meiri ábyrgðartilfinningu en fé- lagar hans. Hins vegar er hann jafn óborganlega grobbinn og drýldinn, spéhræddur og húð- vænn, yndislega raunsær, óraunsær og rómantískur. Úr Benoníbókunum kemur því framúrskarandi snjöll mannlýs- ing; Benoní er líka alltaf sam- kvæmur sjálfum sér í ósam- kvæmni sinni. Aðrar persónur eins og bragðarefurinn Mack, smákallarnir Mons og Friðrik Mensa, að ógleymdum Sveini vaktara og lappanum, svo að nokkrir séu nefndir, eru eftir- minnilegar og allt er þetta litrík hjörð. Þjóðlífslýsing Hamsuns í Benoní skilar sér. Að því leyti sem höfundur ætlar sér. Því að Hamsun er sá sem ferðinni ræð- ur og lætur persónur aldrei taka af sér ráðin. Bókin mun hafa komið út í fyrsta sinn fyrir sjö- tíu og sjö árum. Og hefur því skyldleika við rómantíska tíma- bilið hjá Hamsun og ber þó í sér líkindin við persónur í „samfé- lagsbókunum", sem brátt tóku við . Hamsun er með ólíkindum agaður í Benoní bókunum, hér er talað hljótt og tyrfið orðalag sést ekki: einfaldleikinn, áreynslulaus eins og meistarar einir hafa vald á, ræður hér ríkjum. Þýðingar Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi á nokkrum öndvegisverka Hamsuns hafa verið lofaðar — og þær verða seint oflofaðar. Það er fátítt og fjarska ánægjulegt að bók jaðri við að vera jafnsnjöll í þýðingu og á frummáli. Ekki sízt bók eft- ir Hamsun. Ekki er tekið fram hvernig þeir Jón og Andrés unnu að þýð- ingu þessarar bókar, enda skipt- ir það ekki meginmáli. Það sem ræður úrslitum er að verkið er vel unnið. Og það er tilhlökkun- arefni að heyra að Andrés Björnsson sé að þýða síðari bók- ina, „Rósu“, og hún komi út á íslenzku innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.