Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985
19
Náttúruspjöll á
friðlýstu landi
— eftir Kristján
Bersa Ólafsson
Þegar menn óttast að hætta
steðji að einhverjum þeim stað,
sem er talinn merkilegur vegna
náttúru sinnar, sögu eða einhvers
annars, þá er gjarnan gripið til
friðlýsingar. En friðlýsing á stað
felur það í sér að hann eigi að fá
að vera áfram eins og hann er, þar
megi engu hrófla nema að vand-
lega yfirveguðu ráði og með sam-
þykki sérstakra eftirlitsaðila.
Þetta ætti að vera nokkuð örugg
vörn, en virðist því miður ekki
vera það alltaf.
Á 75 ára afmæli Hafnarfjarð-
arbæjar fyrir tveimur árum sam-
þykkti bæjarstjóm að óska eftir
því að Hamarinn væri friðlýstur
sem náttúruvætti og var formlega
frá friðlýsingunni gengið á liðnum
vetri. Þetta var gert án þess að
sjáanleg væri nein sérstök hætta
sem að Hamrinum gæti steðjað.
Hann hafði fengið að vera í friði
alla tíð, ef undan er skilið það rask
sem var gert á sinum tíma, þegar
til stóð að reisa þar húsmæðra-
skóla, en þá var hamarsbrúnin
stórskemmd á einum stað.
{ brekkunni suður af hamars-
brúninni milli húsmæðraskóla-
grunnsins og nýbyggingar Flens-
borgarskólans hefur frá aldaöðli
verið svolítill hvammur, að visu
svo grunnur að ekki fannst vel hve
skjólsæll hann var nema lagst
væri niður. Hann var hluti af túni
Hamarskots, en bæjarhúsin stóðu
nokkurn veginn þar sem Flens-
borgarskólinn er núna og í þessum
hvammi mátti sjá minjar um
gömul útihús og raunar lika um
byssustæði frá stríðsárunum. Að
sjálfsögðu var hvammurinn þýfð-
ur eins og mest allt túnið, enda
hafði búskapur lagst niður i Ham-
arskoti áður en sú tiska komst á
að rifa öll tún upp og gera úr þeim
véltækar grassléttur.
Ég nota hér þátið, af þvi að
þessi hvammur er ekki lengur til.
Jónsmessudaginn 24. júni sl. birt-
ist allt i einu jarðýta á staðnum
sem fór að róta þar til og stór
vörubíll ók að henni hverjum
farminum af öðrum af mold. Jarð-
ýtan rótaði upp grjóti og sléttaði
yfir allt með moldinni, og eftir
tveggja daga vinnu var í stað
hvammsins góða komið allstórt
moldarflag, engu likara en ný-
ræktarsléttu á sveitabýli. Þetta er
framkvæmd af því tagi sem er
næsta eðlileg þar sem menn hafa
atvinnu af grasrækt, en hún ætti
að vera óþörf á útivistarsvæði og
óhugsandi á friðlýstu landi.
Það má vel vera að menn venjist
þessari sléttu þegar hún grær upp,
alveg eins og menn hafa á rumura
mannsaldri vanist húsmæðra-
skólagrunninum og eru jafnvel
farnir að lita á hann sem hluta af
sjálfum Hamrinum, sem sögu-
legar minjar er friðlýsingin hljóti
einnig að taka til. Því að þrátt
fyrir allt er grunnurinn vitnisb-
Kristján Bersi Ólafsson
„Nýræktarsléttan verð-
ur sennilega aldrei ann-
aö en vitnisburður um
smekkleysi og skiln-
ingsleysi á gildi þess að
varðveita náttúruna
ósnortna eftir því sem
föng eru á.“
urður um hugsjónir og hann
endurspeglar hluta af íslenskri
skólasögu á sinn þögula hátt. En
nýræktarsléttan verður sennilega
aldrei annað en vitnisburður um
smekkleysi og skilningsleysi á
gildi þess að varðveita náttúruna
ósnortna eftir því sem föng eru á.
En í tilefni af þessu langar mig
til að varpa fram fáeinum spurn-
ingum til bæjaryfirvalda i Hafn-
arfirði og náttúruverndaryfir-
valda í landinu. Þær eru:
1. Hvenær var skipulagi Hamars-
svæðisins breytt frá þeirri teikn-
ingu sem samþykkt var fyrir
nokkrum árum?
2. Hver eða hverjir tóku ákvörðun
um að fara með Hamarinn á þann
hátt sem nú hefur verið gert?
3. Hafa Náttúruverndarnefnd
Hafnarfjarðar og Náttúruvernd-
arráð lagt blessun sína yfir þessar
framkvæmdir?
Ég geri ráð fyrir að fleiri Hafn-
firðingum en mér leiki hugur á að
fá svör við þessum spurningum og
þess vegna set ég þær opinberlega
fram og vænti þess að svörin verði
gefin á sama hátt.
Höíundur er skólameistari Flens-
borgarskóla í Hafnartírdi
Brynjólfur heitinn Ingólfsson, en
gjöfin er gefin til minningar um
hann.
Borgarbóka-
safnið fær
tónlistargjöf
HJÓNIN, Ingólfur Th. Guðmundsson
og Laufey Halldórsdóttir, Fornhaga
23 í Reykjavík, hafa gefið Borgar-
bókasafni Reykjavíkur 1040 hljóm-
plötur og 40 snældur ásamt 150
nótnabókum og öðrum bókum og
tímaritum sem fjalla um tónlist. Gjöf-
in er í minningu sonar þeirra, Brynj-
ólfs Ingólfssöltar, sem lést 17. nóv-
ember 1984. Var gjöfin afhent í Borg-
arbókasafni, laugardaginn 15. júní sl.
Stjórnarformaður Borgarbóka-
safns, Elín Pálmadóttir, þakkaði
fyrir hönd safnsins og Reykjavík-
urborgar, þessa höfðinglegu gjöf og
mætu minningargjöf um soninn,
Brynjólf Ingólfsson, sem unni æðri
tónlist og var vel heima í öllu sem
henni viðkom. En svo vel háttar til
þegar Borgarbókasafni berst þetta
mikla og dýrmæta plötusafn með
verkum mestu tónskálda veraldar
og flutt af frægustu hljómsveitum
og söngvurum, jafnvel heilu óper-
urnar, þá er verið að útbúa í nýju
útibúi í Gerðubergi, í fjölmennasta
hverfi borgarinnar, aðstöðu til að
hlusta á hljómlist í góðum tækjum
og í ró og næði, en hljómplötukost-
ur safnsins var fyrir sárafátækleg-
ur. Setja bókaverðir þá hljómplöt-
urnar á hjá sér, en gestir safnsins
hlusta í sérstökum hlustunarkróki
í heyrnartækjum eða hægt er að
leika fyrir stærri hópa. Fylgja gjöf-
inni nótnabækur með partitúrum
af sumum óperunum, og m.a. hægt
að lesa þær með eða sérstaklega.
(FréU fr« Borgarbókasafni Keykjavíkur.)
Nýr eða notaður?
Alla sem reynslu hafa af bílavið-
skiptum langar að eignast nýjan bíl.
Hvers vegna?
Ekki endilega vegna slæmrar reynslu
af notuðum bílum. Notaðir bílar geta
verið nánast eins góðir og nýir. Þú
getur verið mjög heppinn og fengið
vel með farinn bíl á verði sem er í litlu
samræmi við aldur og útlit.
En þú getur líka verið óheppinn. Þú
veist aldrei fullkomlega hvort bíllinn er
í því ástandi sem hann Ktur út fyrirað
vera. Þú ert ekki öruggur. Og það er
kjarni málsins. Þú tekur áhættu.
Með nýjum bíl kaupirðu öryggi. Auk
þess fylgir því sérstök án^egja að
setjast undir stýri í bíl sem kemur
„beint úr kassanum". Bíl sem þú
kynnist betur en nokkur annar.
Við bjóðum greiðslukjör sem jafnast
fyllilega á við það besta sem gerist á
markaði notaðra bíla - og tökum
notaða bílinn þinn upp (.
Láttu okkur um að taka áhættuna!
BÍLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300