Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985
Lætur af kennslu
eftir 45 ára starf
Spjallaö við Þórð Gíslason, sem hefur ver-
ið skólastjóri Barnaskóla Gaulverja í 40 ár
— eftir Valdimar
Guðjónsson
Kennarastéttin hefur oft verið
til umræðu sl. vetur. Vandamál
hennar eru vafalaust mörg og ekki
dregin í efa hér. f þeirri umræðu
hefur kannski hvað mest borið á
þeim yngri eða nýgræðingum í
stéttinni. Ég tók hins vegar tali
Þórð Gíslason er langa starfs-
reynslu hefur að baki. Til glöggv-
unar hefur hann kennt þrem kyn-
slóðum sem er einsdæmi hér í
sveit — og þó víðar væri leitað.
Þórður hætti kennslu nú í vor.
— Fyrst langar mig að spyrja
um ætt og æskustöðvar.
-Ég er fæddur og uppalinn á
Torfastöðum í Grafningi. Þar
bjuggu foreldrar mínir lengi. Móð-
ir mín, Árný Valgerður Einars-
dóttir, var frá Litla-Hálsi í Grafn-
ingi, en faðir minn, Gísli Snorra-
son, var frá Þórustöðum í Ölfusi."
— Hvað um nám eða skóla-
göngu á uppvaxtarárunum?
„I sveitinni var farkennsla öðru
hverju veturna fyrir fermingu.
Það var mér og öðrum börnum til-
hlökkunarefni, þó að stundum
þyrfti að ganga nokkuð langa leið
í skólann. Ég hefði viljað halda
áfram skóla eftir fermingu, en
þess var enginn kostur. Ég ólst
upp við kröpp kjör á krepputím-
um. Lífsbaráttan var hörð. Við
vorum tíu systkinin. Ég vandist
snemma vinnu bæði heima og að
heiman. Á unglingsárunum var ég
tvær vertíðir til sjós. Ég vann mér
inn þó nokkra peninga að mér
fannst þá. Mér fannst þeim best
varið ef ég gæfi þá með mér í
skóla. Ég fór í Laugarvatnsskól-
ann og var þar í tvo vetur. Það var
fóður skóli og kennarar ágætir.
)g kynntist jafnöldrum hvaðan-
æva af landinu, féll námið vel og
ákaflega gaman að lifa. Svo fór ég
í Kennaraskólann og lauk kenn-
araprófi vorið 1940.“
— Hvenær byrjaðir þú svo að
kenna og hvar kenndirðu áður en
þú komst hingað?
„Ég byrjaði kennslu haustið
1940. Var tvo vetur í farkennslu
vestur í Dalasýslu. Þar kynntist ég
ágætu fólki og hafði góða nemend-
ur. Margir lærðu ótrúlega mikið á
stuttum tíma. Síðan þoli ég helst
ekki að illa sé talað um farkennsl-
una. Mig langaði að sjá mig víðar
um en í Dölunum. Ég kenndi því
næst í Grundarfirði á Snæfells-
nesi. Þar var gott að vera. Þar
mátti sjá, hvernig duglegt fólk
byggir upp sjávarpláss á stuttum
tíma.
Ekki hafði ég samt hug á að
ílengjast þar. Átthagarnir höfðu
visst aðdráttarafl. Ég vildi helst
starfa í Árnessýslu. Það átti líka
fyrir mér að liggja. Haustið 1943
var ég beðinn að kenna í Flúða-
skóla í Hrunamannahreppi f veik-
indaforföllum Unnar Kjartans-
dóttur. Þar kenndi ég svo um vet-
urinn. Það var lærdómsríkt að
starfa þar. öll börnin í heimavist.
Barnaskóli Gaulverja
Mikið nám og starf, fáar frístund-
ir. Þarna kunni ég mjög vel við
mig. Eignaðist marga vini og
kunningja.
Næst lá leiðin í Hveragerði. Sig-
valdi Hjálmarsson, ágætismaður,
nú nýlátinn, kenndi þá í forföllum
Helga Geirssonar, skólastjóra. Við
Sigvaldi, ásamt Hermanni Eyj-
ólfssyni, kenndum við skólann
þann vetur.
Mér féll dvölin í Hveragerði vel.
Með okkur Sigvalda tókst fljótt
ágætur kunningsskapur sem aldr-
ei bar skugga á. Hveragerði var þá
af sumum talið eins konar skálda-
þorp. Þar voru þjóðkunnir menn
eins og Jóhannes úr Kötlum og
Kristmann. Ég kynntist þeim báð-
um dálítið. Kristmann hafði mik-
inn áhuga á guðspeki og ræddi þau
mál mikið við Sigvalda. Þá kynnt-
ist ég nokkuð þeim sr. Helga
Sveinssyni og Gunnari Bene-
diktssyni, rithöfundi. Sr. Helgi
var formaður skólanefndar og
prófdómari hjá okkur. Ég var auk
þess í aukatímum í þýsku hjá hon-
Þórður Gíslason
um um veturinn. Ljóðabók hans,
Raddir um nótt, var þá nýlega
komin út, en hún vakti ekki mikla
athygli. Það var gaman að ræða
við sr. Gunnar Benediktsson, ef
umræðuefnið var eitthvað annað
en pólitík. Hið pólitíska spjall
hans verkaði neikvætt á mig. En
hann var vel að sér í íslenskum
bókmenntum. Naut þess vel að
tala um Sturlungu og aðrar fornar
sögur. Ég hefði kosið að hann
hefði skrifað meira um bókmennt-
ir en minna um pólitísk mál. Hann
átti hæfileika sagnfræðingsins f
rfkum mæli.“
— Og síðan kemur þú hingað í
Gaul verj abæj arhreppinn ?
„Já, ég kom hingað haustið 1945
og hef verið hér síðan. Ég kunni
alls staðar vel við mig hvar sem ég
var. En hér hef ég verið lang
lengst eða bráðum 40 ár. Hér hef
ég haft marga mjög góða nemend-
ur og kynnst ágætu fólki. Ég hef
líka verið heppinn með skóla-
nefndarformenn og átt við þá alla
gott samstarf. Þeir voru lengst
Bjarni Halldórsson f Króki, Tóm-
as á Fljótshólum og Guðjón f
Gaulverjabæ. Tómas og Guðjón
voru jafnframt oddvitar. Það
fannst mér heppilegt. Ég átti við
þá báða iangt og gott samstarf.
Þess má lfka geta að Kristján,
bóndi i Skógsnesi, var prófdómari
hér fyrstu áratugina, eða þangað
til það embætti var lagt niður.
Hann hefur líka verið samfleytt í
skólanefnd siðan 1946.“
— Hvernig var kennslunni
háttað hérna fyrstu árin?
„Ég kenndi á tveimur stöðum
fyrstu tvo veturna áður en við
fluttum í þetta hús. Kennslustaðir
voru Fljótshólar og Gaulverjabær.
Þetta var með farkennslusniði.
Eldri og yngri nemendur samtimis
f skóla. Þegar kennsla hófst f
þessu húsi var fljótlega tekinn upp
annars dags skóli. Þó að slíkt tfðk-
ist ekki lengur get ég af reynslu
mælt með annars dags kennslu.
Börnin lærðu þá oft mikið heima.
Það tiðkaðist þá. Nú er mér sagt
að heimanám fari stöðugt minnk-
andi.“
— Var ekki erfitt að vera með
marga aldurshópa samtimis?
„Það halda vfst flestir að
óreyndu. En þetta vandist furðu
fljótt. Áður en varði höfðu allir
verk að vinna, hver við sitt hæfi.
Þegar kennarar urðu tveir hérna
við skólann lagðist annars dags
kennsla niður.“
— Hvert var námsefnið fyrstu
árin?
„Það var nú svipað því sem nú
tíðkast. Þá var ekki leyfilegt að
kenna erlend mál. Ég lagði alltaf
mesta áherslu á íslensku og reikn-
ing. Ég tel að flest börnin hafi ver-
ið nokkuð vel að sér í þeim grein-
um þegar þau útskrifuðust 13 ára
með fullnaðarprófi. Oft gerðist
það á vorin að nokkur fengu 10 í
reikningi eða íslensku og skrifuðu
stafsetningarverkefnið villulaust.
Þá voru prófverkefni í þessum
greinum send úr Reykjavík og
ekki opnuð fyrr en að morgni
prófdags. Nú eru þeir hættir að
senda okkur prófgögn. Það finnst
mér mikil afturför. Þetta var til-
hlökkunarefni fyrir nemendur og
prófdómendur að brjóta pakkann
upp í byrun prófsins og hafa ekki
hugmynd um innihaldið."
— Þú varst hér lengi vel einn
með stóran hóp og skilaðir góðum
nemendum. Þeir elstu fyrir löngu
orðnir afar og ömmur.
„Já, marga veturna voru nem-
endur þetta 35—40. Margt prýðis
námsfólk sem síðar lauk háskóla-
prófum. Nú eru hér helmingi færri
í skóla. Bæir hafa fallið úr byggð
og að jafnaði færri börn á bæj-
um.“
— Ég man eftir því einu sinni,
þegar ég var hjá þér í skóla að þú
lést þá skoðun í ljós — sennilega í
gamni — að ráðlegt væri að allir
fengju frí úr skólum í eitt eða tvö
ár. Hvað lá að baki?
„Já, ég hafði heyrt það hjá sum-
um nemendum, sem stunduðu
nám i framhaldsskólum að margir
að loknum skóla á vorin spörkuðu
í skólann og hefðu uppi ókvæðis-
orð um námsefnið, kennslubæk-
urnar og jafnvel kennarana. Hér
fannst mér að eitthvað alvarlegt
yrði að koma á móti. Ég hugsaði
til þess með hryllingi, ef svona sið-
ir festu rætur i skólalífinu. Ég
bjóst ekki við að margir yrðu mér
sammála. En svo heyrði ég eitt
sinn Einar Magnússon, þáverandi
rektor, viðra þessa sömu hug-
mynd. Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur, segir gamall
talsháttur. Ég var þá ekki lengur
einn á báti. Nú hefur þetta allt
jafnað sig. En ekki er víst að alltaf
verði sléttur sjór í kringum skóla-
skipið.“
— Hvað viltu segja um yfir-
menn þína i fræðslukerfinu?
„Menntamálaráðherrar hafa
verið margir. Þeir komu og fóru.
Ég kynntist engum þeirra. Af öðr-
um, lægra settum, eru mér minn-
isstæðastir þeir Helgi Elíasson,
fyrrum fræðslumálastjóri, Aðal-
steinn Eiríksson, Bjarni heitinn
Jónsson, námsstjóri, og núverandi
fræðslustjóri, Jón R. Hjálmars-
son. Þessa menn þekkti ég aðeins
að góðu einu, vinsemd og fullum
drengskap. Allir hæfileikamenn,
sem mörgu góðu hafa komið til
leiðar."
— Hvað viltu segja að lokum?
„Ég hefi víða verið og mörgum
kynnst. Það hefur verið lán mitt I
lífinu, ásamt mörgu öðru, að ég
hef yfirleitt ekki kynnst nema
góðu fólki. Að lokum þakkir til
allra hinr.a mörgu, bæði nemenda
og annarra sem ég hef umgeng-
ist.“
— Og nú flyst þú og konan þín,
Guðfinna Jónasdóttir, á Selfoss?
„Já, við hugsum gott til þess að
eiga þar heima. Þó að við eigum
margs að sakna héðan þá höfum
við minningarnar með okkur.
Þetta hafa verið okkur góð ár.“
Þessi lokaorð mætti orða þann-
ig:
Bráðum héðan burt ég fer,
besti tíminn liðinn er.
Þau af alhug þakka ber
þessi ár sem var ég hér.
Þar með kveð ég Þórð Gíslason.
Ævistarf hans hefur verið langt
og farsælt.
/ löíundur er íréttaritari Morgun-
hlaðsins.