Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 27 Iár eru 90 ár liðin frá bygg- ingu vita á Dalatanga. En það mun vera ein elsta steinhlaðna bygging á Austur- landi og byggð af lærðum steinsmið. Hluti af þessum merka vita stendur enn og hefur Einar Vilhjálmsson, heimildar- maður Mbl. um vitann, tjáð okkur að margir hafi áhuga á þvi að gera vitann upp á þessum tímamótum. Og nú hefur safna- stofnun Austurlands nýlega samþykkt á fundi sinum á Egils- stöðum að láta gera vitann upp í sumar. Afmæli vitans fer á þessu ári saman við afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. En hlaðni vitinn er í umsjá Seyðis- fjarðar og hafnarsjóður Seyðis- fjarðar hefur alltaf lagt til fé þegar gert hefur verið við Dala- tangavita. Þetta mun vera elsti vitinn sem enn er til á landinu. Og tilkoma vita á ströndina markaði mikil tímamót í örygg- ismálum sjómanna. Á árinu 1895 lét Otto Wathne byggja vita á Dalatanga og ann- aðist Sigurður Sveinsson steinsmiður verkið. Landstjórn- in hafði þá látið byggja vita á Reykjanesi árið 1878 og var það fyrsti viti landsmanna. Þegar Sigurður lauk byggingu Dala- tangavita um haustið og kveikt var á honum 1. september 1895, þá voru vitarnir orðnir tveir. Al- þingi lagði síðan fram 300 krón- ur sem árslaun vitavarðar og 200 krónur fyrir olíu, kveikjum o.fl. Sigurður Sveinsson, sem fæddist 12. apríl 1860 i Smiðs- nesi í Grímsnesi, hafði lært fag sitt hjá danska steinsmiðnum Schou og vann m.a. við byggingu Alþingishússins. Sigurður flutt- ist til Seyðisfjarðar, setti þar upp verzlun og hóf útgerð auk þess scm hann stundaði iðn sína. Hann byggði þar fyrsta stein- steypta íbúðarhúsið, hús Niels Örum Nielsen við Hafnargötu. í bréfi sem Otto Wathne skrif- ar sumarið 1895 segir hann m.a.: „Vitinn mun með þeirri hæð yfir hafflötinn sem ég ætla að setja hann í, sjást 12 til 14 kvartmílur undan landi og sýna skært stöð- ugt ljós með rauðum eða svört- um geira, sem lýsir yfir grunnið (Reykjaboða), sem liggur Nö við Barðshorn. Vitinn er byggður úr steini með herbergi fyrir vita- vörðinn og nauðsynlega geymslu Gamli Dalatangavitinn. Ein elsta steinbygging á Austurlandi, byggd af lærðum steinsmið. Mynd af milverki eftir Sigfús Halldórsson. Dalatangaviti 90 ára — nú elsta vitabygging á landinu fyrir olíu o. fl. Hugmynd mín er að setja sterkan þokulúður í vit- ann. Til þess að þjóna vitanum og þokulúðrinum ætla ég að kenna og nota fólkið, sem býr skammt frá. Ég vil auðvitað ekki ábyrgjast að fólkið gæti hans nægilega ólaunað, en ég er viss um að hægt er að nota það.“ Að vísu varð ekki af því að þokulúð- urinn yrði settur við Dala- tangavita fyrr en 1918. En viti Ottos Wathne á Dalatanga var steinolíuviti með spegli, ljósa- búnaður frá Stetterhage-vitan- um í Danmörku. Fyrsti vitavörður á Dalatanga var Helgi Hávarðsson bóndi á Grund, sem annaðist vitann til 1922. Þá tók sonur hans Vil- hjálmur við í september 1888 og síðan sonur Vilhjálms. Núver- andi vitavörður er Erlendur Magnússon. Ekki er það þó gamli vitinn sem enn er notaður. Árið 1908 öamli DalaUngavitinn frá 18% uppi i hæðinni. Hrunið er ofan af var byggður nýr viti á Dala- tnrninum, svo sem sjá má. tanga. Var hann reistur nokkru neðar en sá gamli og nær sjón- um. Það var talið heppilegra vegna þokunnar sem tíð er við Austurland. Vitinn var leiftur- viti með 6. flokks ljósakrónu, olíulampa með tveim kveikjum og snúningstæki i kvika- silfurskál. Kom Brinch vitafræð- ingur til þess að setja ljósabún- aðinn upp. Jafnframt var jörðin Grund keypt og hýst til afnota fyrir vitavörðinn. Og 1918 var reist fyrsta þoku- lúðurstöðin hér á landi við vit- ann. Var byggt hús við vitann. Einar Vilhjálmsson lýsir þessu tæki þannig að húsið hýsti tvær níu hestafla dieselvélar með raf- kveikju i föstu sambandi sin við hvora loftþjöppuna, sem dæla lofti í 8 rúmmetra kúta. Þaðan fer loftið með tveggja loftþyngda þrýstingi með jöfnu millibili tvisvar á minútu inn í gúfu, sem sendir síðan hljóðið út um trekt. Tók stöðin til starfa 15. júli 1918 og hafði þá kostað kr. 40.258,21 og greiddi hafnarsjóður Seyð- isfjarðar helminginn. Jafnframt var byggt ofan á ibúðarhúsið, þar sem tilkoma þokulúðursins krafðist meira mannahalds og vaktar allan ársins hring, nótt sem dag. Sem dæmi um þörfina fyrir þokulúðurinn má nefna að árið 1920 gekk lúðurinn samtals í 1778 klukkutima og lengst sam- felit frá 5. april kl. 16.00 til kl. 9.00 í 113 klst. Sumarið 1926 voru vélar þokulúðursins endurnýjað- ar með 10 hestafla dieselvélum af betri gerð. Upplýsingar þessar hefur Ein- ar Vilhjálmsson tekið saman. En hann er hvatamaður þess að Dalatangavitinn verði gerður upp í sumar. Otto Wathne gefur á árinu 1895 lýsingu á honum: Hvit steinbygging, 16 feta löng, 14 feta breið með útbyggingu fyrir ljóshjálminn. Veggir um það bil 2 feta þykkur múr. Hann stendur á 65 gráðu og 17 minútu norður breiddar og 13 gráðu og 37 mínútu lengdar V.f. Green- wich. Hæð yfir sjó er 60 fet yfir fjöruborði. Sýnilegur er hann um það bil 12 kvartmílur í björtu veðri og er stöðugt hvitt ljós á honum. Kveikja skal á honum 1. september hvert ár. Mynd sú sem hér fylgir af gamla Dalatangavita er teiknuð af Sigfúsi Halldórssyni. — E-Pá. Reiönámskeiö í Geldingaholti Víða um land eru haldin reiðnám- skeið á sumrin fyrir börn og ungl- inga. Þar hefur margur kynnst hest- um i fyrsta sinn og sumir hafa orðið snjallir hestamenn. í sumar er kom- ið á þriðja áratug sfðan hjónin i Vestra-Geldingaholti i Gnúpverja- hreppi settu á stofn reiðskóla og hef- ur svo verið á sumrin æ síðan. Þessi mynd er tekin þar nýlega af börnum á einu námskeiðanna og það er dótt- ir þeirra Sigfúsar og Rosemarie, Annie Brynhildur, t.h. sem er leið- beinandi. Ljósm: SÍR.Sigm. Stórkostleg sumarútsala á barnafatnaöi afsláttur Ármúla 1 A. S. 91-686113.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.