Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 Evrópubandalagið: Saltfisktollar og fundurinn í Mflanó ÓZ Útgefandi nÞIiifeft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Raunsæi og skemmdar- verk í stóriðjumálum Birgir ísl. Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður stór- iðjunefndar, er þungorður í Morgunblaðsviðtali á sunnu- daginn, þegar hann ræðir um stjórnartíð Hjörleifs Gutt- ormssonar, Alþýðubandalagi, í iðnaðarráðuneytinu. Birgir ísl. Gunnarssonar segir, að Hjör- leifur Guttormsson hafi unnið mesta skemmdarverk í ís- ienskri pólitík á síðari árum með störfum sínum sem iðnað- arráðherra. í þessu efni lýsir Birgir ísl. sömu skoðunum og Morgunblaðið hefur haft á ráðherrastörfum Hjörleifs. Ber að fagna því að stefna al- þýðubandalagsmanna gegn stóriðju er sett í jafn skarpa pólitíska birtu og Birgir fsl. gerir í þessu viðtali, þessi niðurrifsstefna þolir ekki það Ijós. Eins og sjá má á því sem Birgir ísl. Gunnarsson segir, er auðvelt að leiða að því rök að neikvæð afstaða Hjörleifs Guttormssonar hafi valdið óbætanlegum töfum á fram- gangi stóriðjuframkvæmda í landinu. Af þessum töfum leiðir að nú er óvissa um hvernig staðið skuli að fram- kvæmdum við Blönduvirkjun. Tafirnar hafa það einnig í för með sér, að nú er verið að semja við stórfyrirtæki á óhentugum tíma fyrir orku- sala eins og okkur. Nú er meira framboð á orku en fyrir fáeinum árum og verðið á henni hefur lækkað. Öðrum þjóðum er það ljóst, sem Hjörleifur Guttormsson og skoðanabræður hans hér á landi hafa aldrei viljað viður- kenna, að það er margt annað sem stóriðja gefur af sér en verð fyrir raforku. Þar sem at- vinnuleysi ríkir sjá stjórnvöld sér hag af því að greiða niður raforku leiði það til þess að skapa atvinnu i iðjuverum. Töluverðar vangaveltur eru um það manna á meðal, hvers vegna Aþýðubandalagið njóti jafn lítilla vinsælda og raun ber vitni meðal almennings. í hugleiðingum um það mál staldra menn helst við upp- lausnina vegna öfgakenndrar stefnu að því er verkföll og kjaramál varðar. Ástæðulaust er að gera lítið úr þeim þætti í starfi flokksins en ekki er vafi á því að niðurrifsstefna Hjör- leifs Guttormssonar í iðnað- arráðuneytinu kemur Alþýðu- bandalaginu nú í koll. Það er langur vegur milli þess raunsæis sem kemur fram hjá Birgi Isl. Gunnars- syni, þegar hann metur kosti okkar í stóriðjumálum, og þeirrar pólitísku skemmdar- starfsemi sem stunduð var undir forsjá alþýðubanda- lagsmanna. Grillur vinstri- sinna í stóriðjumálum eru orðnar dýrkeyptar fyrir þjóð- ina. Vonandi fæst nú nægur tími til að bæta um betur og ná heillavænlegum samning- um um ný stóriðjuverkefni. Skuldasöfnun og sjávar- útvegurinn Ein af ástæðunum fyrir því að við hljótum að leita eftir því við erlend fyrirtæki að þau fjárfesti í stóriðju hér á landi og leggi fram áhættufé er sú, að tekið hefur verið meira af erlendum lánum en góðu hófi gegnir. í ræðu í Varðarferð á laug- ardaginn áréttaði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, að íslenskur sjáv- arútvegur ætti undir högg að sækja meðal annars vegna þess að óhófleg erlend skulda- söfnun hefði skapað fölsk verðmæti í ýmsum þeim at- vinnugreinum, sem sjávarút- vegurinn keppir við hér inn- anlands. Formaður Sjálfstæð- isflokksins sagði meðal ann- ars: „Það er deginum ljósara að atkvæði greitt með erlend- um lántökum til ríkisins er at- kvæði á móti íslenskum sjáv- arútvegi, atkvæði gegn lang- tíma sókn til bættra lífs- kjara." Morgunblaðið hefur vakið máls á því áður og er ástæða til að ítreka það nú, að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, hefur ekki haldið þannig á sínum málaflokki í ríkisstjórninni að störf hans séu ekki verð gagnrýni. Hvað sem því veldur þá sýnist ráð- herrann festa sig meira í smá- atriði við framkvæmd stefnu en stefnumótun sem skapar þessari mikilvægu atvinnu- grein hagkvæm starfsskilyrði. Um leið og Þorsteinn Páls- son lýsti því í Varðarræðunni að mál hefðu gengið eftir nokkurn veginn eins og sjálfstæðismenn vildu á síð- ustu dögum þingsins, lagði hann á það áherslu að efna- hagslegar ráðstafanir verði að miða við að auka framleiðni í sjávarútvegi og koma í veg fyrir að eigið fé fyrirtækja þar rýrni. Þetta markmið næst ekki ef stjórnarherrarnir fest- ast í smáatriðunum. — eftir Björn Bjarnason Frá upphafi hefur það verið markmið með Evrópubandalaginu að sameina aðiidarríkin í einskon- ar samhandsríki Evrópu. Leiðin að þessu markmiði er torfær. Löng- um hafa aðildarþjóðirnar deilt sín á milli um fjármál, tolla, landbún- aðar- og fiskveiðimál, svo að að- eins nokkur atriði séu nefnd. 1 fjölmiðlaumræðum um bandalag- ið hefur oft verið látið að því liggja, að síðasta stund þess sé á næsta leiti. Bandalagið hefur ekki splundrast enn. Á þessu ári hefur stefnan raunar verið tekin í þver- öfuga átt. Tvö ný rki, Spánn og Portúgal, hafa bæst í hópinn. Evr- ópubandalagið hefur áunnið sér þann sess, að ekki er líklegra að það leysist upp frekar en þjóðríki, þótt íbúar landshluta deili um áhrif (atkvæðisrétt) og fjármál. Á föstudag og laugardag hittust leiðtogar ríkjanna 10 sem eru í bandalaginu á fundi í Mílanó. Þar voru einnig forsætisráðherrar Spánar og Portúgals, þótt form- lega verði ríkin ekki fullgildir fé- lagar í Evrópubandalaginu (EB) fyrr en 1. janúar 1986. Á þessum fundi ákvað meirihluti leiðtog- anna, að innan fjögurra mánaða skuli efnt til ráðstefnu á vegum bandalagsins til að ræða Rómar- sáttmálann, stofnskrá bandalags- ins frá 1957. Bettino Craxi, for- sætisráðherra Ítalíu, sem var í forsæti á fundinum í Mílanó, greip til þess óvenjulega ráðs að láta at- kvæði ráða niðurstöðu fundarins um þetta viðkvæmasta mál hans. Þau sex ríki sem verið hafa í Evrópubandalaginu frá upphafi mynduðu þennan meirihluta. Þau (Belgía, Frakkland, Holland, ít- alia, Luxemborg og Þýskaland) vilja að horfið verði frá þeirri reglu að allar ákvarðanir innan EB þurfi að njóta stuðnings allra aðildarríkjanna. Þau vilja sem sé afnema neitunarvald í stjórnar- nefndum bandalagsins og gera það að þeirri yfirríkjastofnun, sem að hefur verið stefnt frá upphafi. Stofnun sem geti bundið hendur aðildarríkja án þess að þau sam- þykki það sjálf. írar, sem urðu aðilar að EB í ársbyrjun 1973, stóðu með meiri- hlutanum. Bretar og Danir, sem einnig urðu aðilar 1973, lentu i minnihluta i Mílanó og einnig Grikkir, sem gengu í EB 1. janúar 1981. En forsætisráðherrar Spán- ar og Portúgals lýstu stuðningi við álit meirihlutans og vilja stefna að sem víðtækastri pólitískri sam- vinnu innan bandalagsins. EINSTÖK ATKVÆÐAGREIÐSLA Það er einstakt að atkvæða- greiðsla sem þessi fari fram á leið- togafundum Evrópubandalagsins. Þeir, sem urðu undir, kunna að draga réttmæti málsmeðferðar- innar í efa. Á næstu mánuðum mun athyglin þó beinast að öðru, það er að segja hvaða afstöðu ein- stök aðildarríki taka á hinni fyrir- huguðu ráðstefnu. Þjóðverjar og Frakkar komu sammála um framtíðarstefnuna til Mílanó. Þeirra sjónarmið um aukið samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála og öflugra sam- starf aðildarþjóðanna varð ofan á i atkvæðagreiðslunni. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, sagði í Mílanó, að bandalagið kynni að skiptast í tvær deildir, ef svo mætti að orði komast, í ann- arri sætu þeir sem vildu víðtækt samstarf og fráhvarf frá neitun- arvaldinu, og hinni þeir sem vildu ganga skemur á samstarfsbraut- inni. Bretar hafa gert tillögur um málamiðlun milli núverandi skip- unar og þeirrar sem meirihlutinn vill. Líklegt er að leitast verði við að sættast við Breta, en á hinn bóginn njóta Danir og Grikkir minna álits hjá meirihlutanum. Grikkjum verður vafalítið sagt, að þeir verði að gera það upp við sig, hvort þeir vilji vera með í banda- laginu eða ekki. Danir hafa tekið upp sömu starfshætti I EB og í Atlantshafsbandalaginu að færa fyrirvara sinn vegna ákvarðana meirihlutans fram í neðanmáls- greinum við einstök ákvæði í sam- þykktum bandalagsþjóðanna. Er utanríkisstefna Dana því kölluð „neðanmálsgreina-stefnan" af sumum og þykir hú ekki sérstak- lega einörð eða afdráttarlaus. Eftir Mílanó-fundinn sagði Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, að hún teldi fyrirhug- aða ráðstefnu um stjórnskipulag EB alveg óþarfa. Miklu nær væri Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi gesta var viðstaddur opnun hinnar nýju vörugeymslu Eimskipafélagsins í Sundahöfn. I bakgrunni myndarinnar sést hillukerfi, sem er í hluta hússins og bætir nýtingu þess og alla vörumeðferð til muna. Eimskip: Bætt aðstaða fyrir útflutn- ingsvörur í Sundahöfn EIMSKIPAFÉLAG íslands tók sl. fimmtudag í notkun við hátíðlega athöfn nýja aðstöðu fyrir geymslu og meðhöndlun i útflutningsvörum í Sundahöfn. Þarna er um að ræða 10.000 rúmmetra húsnæði í Sundaskála 4. Þar verður nú á einum stað starfsemi sem áður var dreifð um athafna- svæði félagsins í Sundahöfn. í hinu nýja húsnæði verður safnað saman vörum frá fyrir- tækjum í Reykjavík og nágrenni og vörum sem koma utan af landi með strandflutningaskip- um félagsins, og þeim komið fyrir í gámum til útflutnings, en meginhluti af flutningum félags- ins fer nú fram með gámaskip- um. í ræðu sem Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskipafé- lagsins hélt við þetta tækifæri sagði hann meðal annars: „Vegna þess hve útflutningur í gámum hefur aukist á undan- förnum árum var orðið nauð- synlegt að koma upp sérstakri aðstöðu til að taka við og af- greiða útflutningsvöru. Áætlað er að útflutningur um Sunda- höfn á þessu ári verði um 180.000 tonn eða rúmlega 70.000 tonnum meiri en á síðasta ári. Það sem ráðið hefur þessari þróun, er að yfirleitt er hagkvæmara fyrir kaupendur erlendis eða útflutn- ingsfyrirtæki hér, að senda smærri farma í einu og hafa sendingarnar tíðari. Áður fyrr var þetta illmögulegt en með til- komu gámanna er þessi flutn- ingsmáti algengur í dag.“ Eimskip hefur að undanförnu unnið að ýmsum fleiri endurbót- um á aðstöðunni í Sundahöfn m.a. með byggingu frysti- geymslu. Þá hafa starfsmenn fyrirtækisins hannað nýja og handhæga gerð kæligáma, sem notaðir eru við útflutning á ferskum fiski, sem hefur aukist mjög að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.