Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JtJLl 1385 H 33 Frí fundi ædstu manna Evrópubandalagsins í Mflanó i föstudag og laugardag. að gera strax þær breytingar sem samkomulag væri um. Þá sagði hún ástæðulaust að breyta nokkru ákvæði í Rómarsáttmálanum, mikið mætti gera með því einu að framkvæma það sem í honum stendur. Sáttmálanum yrði hvort eð er ekki breytt nema með sam- þykki þjóðþinga allra aðildarland- anna. Fráleitt væri að ætla, að þau afsöluðu sér meira valdi en Róm- arsáttmálinn mælir nú fyrir um í hendur stofnana Evrópubanda- lagsins. Þrátt fyrir þessa gagnrýni breska forsætisráðherrans munu fulltrúar bresku ríkisstjórnarinn- ar taka þátt í hinni umdeildu ráðstefnu. NÝ VIÐFANGSEFNI Upphaflega var ætlunin, að á árinu 1969 hefði tekist að breyta Evrópubandalagsríkjunum i sam- eiginlegt markaðs- og tollsvæði. Þetta tókst ekki. Enn eru marg- víslegar hindranir í innbyrðis viðskiptum EB-landanna. Nú er að því stefnt, að þeim hafi verið rutt úr vegi á árinu 1992. Reynslan sýnir að mati þeirra sem best eru hnútum kunnugir, að það mark- mið næst ekki nema neitunarvald- ið verði afnumið. Án þess að fyrir hendi sé samn- ingsbundinn samstarfsvettvangur hafa EB-löndin hin síðari ár eflt samstarf sitt í utanríkismálum og áhugi er á því, að hið sama gerist i öryggismálum. Þýska ríkisstjórn- in hefur lagt fram tillögur, sem ræddar voru í Mílanó og verða til umræðu á ráðstefnunni í haust, um að með samræmdum aðgerð- um verði þetta pólitíska samstarf styrkt og eflt. Lagt er til, að komið verði á fót sérstakri skrifstofu til að halda utan um það. Þá eru uppi tillögur um að EB- ríkin skuldbindi sig til þess að greiða ekki atkvæði hvert gegn öðru á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Standi þau ekki öll saman að tillögum þar geti fulltrúar þeirra, sem skerast úr leik, ekki gengið lengra en að sitja hjá við almenna atkvæðagreiðslu, til dæmis á allsherjarþinginu. Rökin fyrir því, að Evrópu- bandalagsríkin standi saman um mikilvæg mál á alþjóðavettvangi, eru í stuttu máli þau, að risaveld- in, Bandarikin og Sovétríkin, taki ekki mark á öðru en því sem jafn öflugur aðili og ríkin 12 hafi fram að færa. VANDI ÍSLENDINGA Þótt íslendingar hafi gert ágæt- an viðskiptasamning við Evrópu- bandalagið 1972, eru ýmis ljón í veginum fyrir þvi að snurðulaus viðskipti séu við EB-ríkin með all- ar íslenskar útflutningsvörur. Til dæmis virðist ógjörningur að selja þangað saltsíld vegna hárra tolla. Höfum við þess vegna lent í þeirri erfiðu aðstöðu að eiga allt undir Sovétmönnum í því efni. Og síð- ustu mánuði hefur athyglin beinst að saltfisktollum EB-landanna. í desember 1984 ákvað EB að afnema tollfrelsi á innfluttum saltfiski, saltfiskflökum og skreið. Af þéssari ákvörðun leiddi, að hinn 1. júlí, þ.e. í gær, lagðist 13% tollur á saltfisk (umfram 25.000 lesta tollfrjálsan árlegan kvóta), sem fluttur er til EB-landa, og einnig skreið. 20% tollur lagðist jafnframt á saltfiskflök. Þessar vörur hafa verið toll- frjálsar til EB-landa frá 1971. Ákvörðun um hina nýju tolla var tekin vegna aðildar Portúgals og Spánar að bandalaginu. Áf hálfu íslenskra stjórnvalda hefur því verið haldið fram, að ekki séu „fullnægjandi rök“ fyrir álagn- ingu tollanna. ítrekaðar tilraunir íslenskra ráðherra og embætt- ismanna til að fá ákvörðuninni um tollana hnekkt hafa þó ekki borið árangur til þessa. Fríverslunar- samtök Evrópu (EFTA) hafa lagt íslendingum lið í baráttunni gegn hinum nýju tollum meðal annars með bréfi til formanns fram- kvæmdastjórnar EB. Sama dag og Morgunblaðið birti á forsíðu frétt um að í Mílanó væru leiðtogar EB-landanna að ræða leiðir að lokamarkinu um einskonar sambandsriki eða bandaríki Evrópu, mátti lesa að minnsta kosti þrjár fréttir annars staðar í blaðinu þar sem minnst var á samskipti íslands við banda- lagið. t frétt um árangurslausan fund um skiptingu loðnuafla milli íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna kom fram, að sam- kvæmt samningi við Evrópu- bandalagið heföu Grænlendingar skuldbundiö sig til að leyfa Fær- eyingum að veiða 10 þúsund lestir af hinni umdeildu loðnu. t tilkynn- ingu viðskiptaráðuneytisins kom fram, að íslenskir embættismenn hefðu átt árangurslausan fund með EB-mönnum í Brússel um tollana á saltfiski og skreið. Þar sagði einnig, að hvert tækifæri væri notað til að koma á framfæri gagnrýni á saltfisktolla við Evr- ópubandalagið og aðildarríki þess. Loks var greint frá fyrirhugaðri ferð viðskiptaráðherra til Noregs, þar sem hann ætlaði bæði að gagnrýna Norðmenn fyrir ríkis- styrki við sjávarútveg og ræða við þá um það, hvaða ráð væru best til að losna undan EB-saltfisktollin- um. STÆRSTA M ARK AÐSSV ÆÐIÐ Evrópubandalagið er stærsta markaðssvæði íslendinga. Árið 1984 fóru 38,3% af útflutningi landsmanna þangað og þaðan komu 47,3% af innflutningi. Með aðild Spánar og Portúgals að EB eykst mikilvægi þess enn fyrir ís- lenska útflytjendur. Hefðu ríkin verið I EB 1984 hefði heildarút- flutningur okkar þangað - verið 48,3%. Þótt ekki væru nema þessir miklu viðskiptahagsmunir, sem tengja ísland og Evrópubandalag- ið, ættu alhliða pólitísk samskipti okkar við það að vera ofarlega á baugi í umræðum um íslensk utanríkismál. Svo er þó ekki. At- hyglin beinist fremur að því sem miður fer á viðskiptasviðinu eða varðandi fiskveiðar. Stjórnmála- menn verja meiri tíma til að ræða um framlag hinnar vopnlausu þjóðar til afvopnunarmála og margvíslegar hliðar „friðarmál- anna“ en pólitíska stefnumótun í samskiptum við Evrópubandalag- ið. Eftir því sem meira er rætt um það á EB-vettvangi að samræma stefnuna i utanríkis- og öryggis- málum hafa áhyggjur ábyrgra norskra stjórnmálamanna af því að standa utan bandalagsins auk- ist. Þeir hafa reynt að tengjast umræðunum um utanríkismál innan EB en fengið þau svör, að annaðhvort væru ríki í bandalag- inu eða ekki. Auðvitað á að beita öllum þeim ráðum, sem íslenskir embættis- menn hafa á valdi sínu til að sýna EB-mönnum fram á nauðsyn þess að háir tollar á saltsíld eða salt- fiski verði afnumdir. Jafnframt verður þó að huga að því á stjórn- málavettvangi, hvernig samband íslendingar eiga að hafa við Evr- ópubandalagið. Mílanó-fundur æðstu manna EB-ríkjanna er skýr áminning um það, að bandalags- þjóðirnar einblína síður en svo á fríverslun, tolla og kvóta. Framkvæmdir hefjast við ný raðhús í Arnarnesi FYRSTA skóflustungan að nýjum raðhúsum í Arnarnesi var tekin sl. fostudag en að framkvæmdunum stendur byggingafélagið Alviðra. í fréttatilkynningu frá bygg- ingafélaginu segir að hugmyndin að byggingu raðhúsa með yfir- byggðum garði sem sniðinn sé eftir veðurfari Iandsins, hafi verið í smíðum í um tvö ár. Á sjö mánuðum hafi svo tekist að fá tilskilin leyfi og teikningar sam- þykktar svo framkvæmdir gátu hafist tveimur mánuðum fyrr en ráðgert hafði verið. Áætlað er að fyrstu húsin verði afhent vorið 1986, þá til- búin undir tréverk. Raðhúsin eru á þremur hæðum auk bíla- geymslu í kjallara og mynda húsin hring um yfirbyggða garð- inn. Fjöldi raðhúsa í hringhúsinu verður 71, en mögulegt verður að auka fjölda ibúða upp í 112. Hús- in ásamt garðinum ná yfir rúma 38.000 fermetra og tekur útivist- arsvæði yfir um 6.000 fm. Bíla- stæði verða 150 og gestabila- stæði 104. Heimilisföng nýju raðhúsanna verða Sjávargrund 1—15, Garða- bæ. Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum raðhúsum ( Arnarnesinu. tna-KmKai t b> i nwny nai _ SNEIÐINC A& Þverskurðarmynd að hringhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.