Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 35
Frá Tryggingastofnun ríkisins: Athugasemd við leiðara Morgunblaðsins 29. júní MORGUNBLAr, 1 ÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 35 Þar sem mjög er hallað á Trygg- ingastofnun ríkisins f leiðara í blaði yðar um laun skólatann- lækna hinn 28. júní sl., viljum við leyfa okkur að gera við hann eftir- farandi athugasemdir. Sá kafli leiðarans, sem athuga- semdir okkar beinast að, er svo- hljóðandi: „Það er Trygginga- stofnun ríkisins sem á að semja um laun skólatannlækna. Nú hef- ur hins vegar verið upplýst í Morgunblaðinu, að af hálfu Trygg- ingastofnunar hafa launamál tannlækna verið látin dankast í vetur og vor. Það var f raun frekar í verkahring Tryggingastofnunar að binda enda á hina háu gjald- töku skólatannlækna en Davfðs Oddssonar, borgarstjóra. 1 raun er sama hvaðan gott kemur, en von- andi fylgist Tryggingastofnun ríkisins betur með fjárstreymi úr gildum sjóðum sinum heldur en þetta dæmi sýnir." Rangt er farið með að Trygg- ingastofnun ríkisins semji um laun skólatannlækna. Trygg- ingastofnun ríkisins semur við Tannlæknafélag íslands um greiðslur fyrir tannviðgerðir, sem Tryggingastofnun og sjúkrasam- lögum ber samkvæmt lögum um almannatryggingar að greiða eða taka þátt í. Er um það samið að greiðslur þessar séu samkvæmt gjaldskrá, þar sem annars vegar er gert ráð fyrir greiðslu launa tannlækna og hinsvegar kostnað- ar þeirra við rekstur tannlækna- stofu. Sveitarfélög þ.m.t. Reykja- víkurborg hafa sjálf samið við skólatannlækna um greiðslu fyrir störf þeirra, en í þeim samningum hefur verið miðað við að skóla- tannlæknar fái launahluta hinar umsömdu gjaldskrár Trygginga- stofnunar ríkisins og Tannlækna- félags íslands. Af þessu má sjá að Tryggingastofnun rfkisins hefur ekkert með samninga skólatann- lækna að gera og eru þeir alfarið á vegum sveitarfélaganna. Eftir að kjaradómur gerði nú í vor breytingar á launaflokkakerfi opinberra starfsmanna, létu tannlæknar reikna án samráðs við Tryggingastofnun ríkisins 43% hækkun á launalið gjaldskrárinn- ar. Tryggingastofnunin vildi ekki una þessari einhliða ákvörðun tannlækna, þar sem samkvæmt samningi aðila er ákvæði, er fara ber eftir þegar grundvallarbreyt- ingar verða á launaflokkaröðum, eins og varð með úrskurði kjara- dóms. Ákvæðið hljóðar svo: „Verði á samningstímanum verulegar tilfærslur starfsmanna milli flokka eða fjölgun launa- flokka, eða breytingar á kjörum starfsmanna í þessum flokkum, getur hver aðili sem er krafist mats á slíkum breytingum. Skal Hagstofa íslands beðin um að framkvæma slíkt mat og niður- staða hennar vera bindandi fyrir aðilana, um launabreytingu í hundraðshlutum." Ekki var talið unnt að stöðva greiðslur Tryggingastofnunarinn- ar og sjúkrasamlaga á tannlækna- kostnaði, þar sem greiðslur þess- ara aðila ganga almennt beint til sjúklinganna sjálfra í formi endurgreiðslna á útlögðum kostn- aði en ekki til tannlæknanna sjálfra. Hefði greiðslustöðvun því fyrst og fremst lent á sjúklingun- um. Af þessari ástæðu var greiðsl- um haldið áfram, en allir reikn- ingar á hinum nýja taxta greiddir með fyrirvara um endurgreiðslu og verður endurgreiðslu krafist, ef hinir umdeildu taxtar reynast hærri en heimilt er. I samræmi við ákvæði samn- ingsins óskaði tryggingayfir- læknir eftir því i maí sl. að Hag- stofa íslands úrskurðaði um launahluta gjaldskrárinnar, en jafnframt var Reykjavíkurborg gert viðvart um hina einhliða hækkun launahlutans. Með vísan til þessara athuga- semda vonumst við til að þér fall- ist á að ávirðingar yðar í garð Tryggingastofnunar ríkisins séu óréttmætar og byggðar á mis- skilningi. Reykjavík, 1. júlí 1985. F.h. Tryggingastofnunar ríkisins, Eggert G. Þorsteinsson forstjóri f.h. samninganefndar TR, Helgi V. Jónsson formaður Aths. ritstj.: Eins og af athugasemdinni frá Tryggingastofnun ríkisins má ráða, þá semur stofnunin við Tannlæknafélag íslands um gjald- skrá. Síðan semja sveitarfélög við skólatannlækna um að þeir fái launahluta hinnar umsömdu gjaldskrár. Hvort Tryggingastofn- un semur beint við skólatann- lækna eða sveitarfélög skiptir ekki máli varðandi efni þessa máls sem hér um ræðir, það er gjaldskrá tannlækna. Það er óhaggað sem í forystugrein Morgunblaðsins sagði, að það er í verkahring Tryggingastofnunar að semja um gjaldskrá tannlækna, þótt hún semji ekki beint við skólatann- lækna. Leiðrétting við frétt í laugardagsblaði I BLAÐINU i laugardaginn birtist frétt þar sem sagt var fri tveimur nýjungum í póstþjónustu hérlendis. Vegna klaufalegs orðalags mitti skilja að hin svonefndu postfax tæki væri að finna i öllum pósthúsum í Reykjavík. Svo er ekki, en hinsvegar hafa sex pósthús víðsvegar um land- ið komið sér upp þessum tækjakosti, nú síðast pósthúsin I Keflavík og V cstmannaeyjum. Að sögn Jóhanns Hjálmarsson- ar, blaðafulltrúa Pósts og síma, er kostnaður við sendingu úr post- faxtæki á pósthúsi 90 krónur fyrir fyrsta blað en 60 fyrir önnur blöð í sendingu. Kostnaður við sendingu fyrstu blaðsíðu til útlanda er á bil- inu 267 til 615 krónur eftir því hvert sent er. Þau mistök urðu einnig að í myndatexta var farið rangt með nafn eins þeirra sem á myndinni voru, Ari Jóhannesson var sagður heita Gylfi Gunnarsson og er hann beðinn velvirðingar á því. Viimings- númer í happ- drætti FEF BIRT hafa verið vinningsnúmer I smellhappdrætti Félags einstæðra foreldra. Þau eru 1. 1301. 2. 271. 3.-5. 4073, 4952, 3151. 6.-8. 4031, 2777, 898. 9.-11. 2624, 2591, 3343. 12. 4316. 13.-14. 349, 4793. 15.-20. 117,1148, 2955, 2947, 4224, 4525. (Birt áa ábyrftar.) V^terkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiöill! iKf- VISA Velkominn í VISA viðskipti Kaupfélag Þingeyinga KÞ starfrækir verslanir á eftirtöldum stöðum: Húsavík, Reykjahlíð í Mývatnssveit, Laugum í Reykjadal og við a Laxárvirkjun. I 1 a ■ xj ■H J4- - && 'Y'X* ;* VISA ÍSLAND Hefur þig ekki alltaf langaö aö eignast torfærubíl ... en ekki lagt í þaö vegna verðsins? jm hefur okkur tekist aö veröiö úr 420.000 í aöeins Standardútgáfa af Lödu Sport með ryövörn P.S.: Við bjóöum að auki okkar rómuðu greiðslukjör. BIFREEDAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.