Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 41
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 41 f Námskeið Sálfræðistöðvarinnar: llíl lióf SHniRSLUN MEB ILDHÚS- 06 IOROIÚNM BORÐHNÍFAR - BRAUÐHNÍFAR - ELDHÚSHNÍFAR - FROSTHNlFAR - KJÖTAXIR NÝBÝLAVEGI 24 KÚPAV06I-S41KS ----J Börn og sjálfstraust NÁMSSKEIÐIÐ „Börn og sjálfstraust" sem Sálfræðistöðin hefur hafið er nýtt hér á landi. Námsskeiðinu er ætlað að kenna foreldrum árangursríkar aðferðir til að byggja upp þol gegn álagi og örva sjálfsöryggi barna. Markvisst uppeldi og æskilegar uppeldisaðferðir eru mikilvægari en áður. Á Vesturlöndum hefur umræðan um börn og framtíðina að miklu leyti snúist um mikil- vægi þess að byggja upp þol hjá börnum til að standast álag og reyna að styrkja sjálfstraust. Si- breytilegt þjóðfélag framtíðarinn- ar mun krefjast slíkra eiginleika. Leiðbeinendur á námsskeiðun- um börn og sjálfstraust eru sál- fræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin er að leita í Sálfræðistöð- inni, Bolholti 6. (ÍJr fréttatilkynningu.) Við opnun nýju verslunarinnar. Eskfirðingum var boðið í kaffí og kökur í tilefni dagsins. Pöntunarfélag Eskfirðinga opnar nýja verslun KskiíírAi, 24. Júní. PÖNTUNARFÉLAG Eskfirðinga opnaði nýja vcrslun í verslunarhúsi sínu við Strandgötu í síðustu viku. Vefnaðarvara og fatnaður verður seldur í hinni nýju deild sem er á efri hæð hússins og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á eldra húsnæði verslunarinnar. í tilefni opnun- arinnar bauð stjórn félagsins Eskfirðingum í kaffi og rjómakökur síð- astliðinn laugardag. Var margt um manninn og oft þröngt á þingi. Hraðfrystihús Eskifjarðar bauð starfsfólki sínu að fara fyrr í kaffi en venjulega svo það fengi notið góðgjörðanna. Þorsteinn Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, til- kynnti í veizlunni að stjórnin hefði ákveðið að gefa þeim Jónu M. Jónsdóttur og Magnúsi Guðnasyni vöruúttekt fyrir 35.000 krónur, en sem kunnugt er eignuðust þau þríbura fyrir skömmu, og afhenti hann þeim gjöfina við þetta tækifæri. Pöntunarfélag Eskfirðinga var stofnað 1933 og hefur starfað óslitið síðan. Árið 1968 yfirtók félagið eignir kaupfélagsins Bjarkar og hefur síðan haft sína aðalverslun í því verslunarhúsi. Aðeins tveir menn hafa starfað sem framkvæmdastjórar síðan félagið var stofnað. Arnþór Jensen frá stofnun til ársins 1977, þá tók við Þorsteinn Sæ- mundsson, núverandi fram- kvæmdastjóri. Félagið rekur tvær verslanir, bakarí, sláturhús ásamt fleiru. Ævar Þorsteinn Sæmundsson, framkvæmdastjóri, afhendir þeim Jónu M. Jónsdóttur og Magnúsi Guðnasyni, sem nýlega eignuðust þrfbura, vöru- úttekt fyrir 35.000 krónur. ÖRYCGI í ÖNDVEGI Monroe Cas Matic nöggdeyfar L MONROE hefur í áratugi verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á vönduðum höggdeyfum. Nú er komin á markaðinn ný kynslóð höggdeyfa frá Monroe, sem ... • eru einstaklega fljótvirkir, traustir og endingargóðir • halda eiginleikum sínum við hin erfiðustu skilyrðí • stuðla að minna sliti á dekkjum, stýrisbúnaði, hjöruliðum, hjólalegum, skiptingu, kúplingu o.fl. • tryggja öruggan og þægilegan akstur og þannig ieikur bíllinn í höndum þínum. Áratuga reynsla af Monroe höggdeyfum við íslenskar aðstæður tryggir þér og þínum meira öryggi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.