Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 45

Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 45 Beitarmál Vatnsdælinga: r N Sýslunefnd ákvað að dregið skuli úr hrossabeit SÝSLUNEFND Austur-Húnavatns- sýslu hefur nú úrskurðað I ágrein- ingi Sveinsstaðahrepps og Áshrepps um beitarmál á afréttum Vatnsdæl- inga, sem greint var frá í frétt hér í blaðinu sl. sunnudag. Að sögn Jóns ísbergs sýslu- manns eru meginatriðin i úrskurði sýslunefndarinnar þessi: 1. Hross- um verði ekki beitt framan afrétt- argirðingar á Haukagilsheiði og Grímstunguheiði. 2. Fjöldi hrossa í afréttunum á Víðidalsfjalli og í Sauðadal verði takmarkaður. 3. Sauðfé verði ekki rekið í afréttina fyrr en gróðurverndarnefnd ákveður. 4. Hrossum verði ekki sleppt í afréttina fyrir 25. júlí. „Ég hef ekki enn heyrt viðbrögð bænda við þessum úrskurði en Húnvetningar eru löghlýðnir menn og ég á ekki von á öðru en þeir hlíti lögmætum úrskurði í þessu máli,“ sagði Jón ísberg sýslumaður. Morgunblaðið leitaði álits Þóris Magnússonar bónda í Syðri- Brekku, oddvita Sveinsstaða- hrepps, á úrskurðinum. Hann sagðist hafa fátt um hann að segja fyrr en hann hefði kynnt sér betur forsendur hans og þann lagalega grundvöll, sem hann hvíldi á, en málið yrði rætt í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps áður en langt liði. „Það er þó ljóst að í úrskurð- inum felst nokkur beitarskerðing fyrir hross en mun minni fyrir sauðfé," sagði Þórir. „Þetta er við- kvæmt mál fyrir þá sem stunda mikla hrossarækt, en þeim finnst nokkuð halla á sig gagnvart sauð- fjárbændum í þessum beitarmál- um,“ sagði hann ennfremur. „Ég vil taka það fram að ég tel að of mikið hafi verið gert úr þess- ari deilu. Hér er varla um annað að ræða en smá meiningamun milli okkar og Áshreppinga. Hér í Sveinsstaðahreppi er byggð þétt- ari og jarðir minni en í Ashreppi og því erum við háðari afréttinum en þeir. Landgræðslustjóri hefur einnig gengið ákveðið fram í þessu máli, enda duglegur maður í sínu starfi. En viðhorf okkar sem eig- um afkomu okkar beint undir þessu hljóta að vera nokkuð önn- ur. Við viljum líka vernda afrétt- inn og jafna beitarálagið en telj- Háskóli íslands: um betra að fara hægar í sakirn- ar. Má þessu til stuðnings nefna það að samkomulag er með okkur og Áshreppingum um að flýta göngum í haust um eina viku og stytta þannig beitartímann. Það má svo gjarnan koma fram að lokum að mín skoðun er sú að hæfileg hrossabeit í stuttan tíma sé aðeins til bóta, því hún hreinsar úr landinu,“ sagði Þórir Magnús- son oddviti Sveinsstaðahrepps að lokum. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í Jón B. Bjarnason í Ási, oddvita Áshrepps. Ráöstefna um málefni kvenna Á VEGUM Háskóla íslands verður haidin almenn ráðstefna um kvenna- rannsóknir, dagana 29. ágúst til 1. september næstkomandi í Odda, hugvís- indahúsi Háskólans. Vaxandi áhugi er meðal kvenna í hinum ýmsu greinum á rann- sóknum sem beinast að konum eða málefnum þeim tengdum. Hafa slíkar rannsóknir verið kallaðar kvennarannsóknir. Við Háskóla íslands eða í tengslum við hann hafa fjölmargar kvennarann- sóknir í þessum skilningi verið gerðar. Á ráðstefnunni i ágúst munu konur úr lögfræði, líffræði, sagnfræði, félags- og sálfræði, guðfræði, íslensku og fleiri grein- um segja frá rannsóknum sínum og niðurstöðum. Auk þess verður fjallað í máli og myndum um starf kvenna í ýmsum listgreinum, um líf kvenna á Grænhöfðaeyjum og líf verkakonu í Reykjavík. Öllum er heimill aðgangur að ráðstefnunni og í aðalskrifstofu Háskólans liggur frammi dagskrá hennar. A ÁRA •Höldum upp á 25 ára afmœlið með því að flytja í ný húsakynni Erum flutt: BÆJARHRAUNI NVR SlMI: Q51000 10 E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000. ////////// /11/1/11/(1/ • * / / GEGN'ALKALI STEIINIVARI 2000 er íslensk uppfinning sem á sér enga hlið- stæðu. Þessi einstaka málning á rætursínaraðrekja til langrar reynslu íslendinga í að mála steinhús að utan, þekkingar og reynslu sem fengist hefur í baráttunni við alkalíefnahvörf í steinsteyptum mannvirkjum og óska íslenskra sérfræðinga um málningu sem gerir steinsteypu vatnsþétta án þess að hindra útöndun hennar. STEIIWARI2000 hefur gengist undir umfangsmikla nýnæmis- rannsókn á erlendri tæknistofn- un. Niðurstaða hennar er sú að STEINVARI 2000 er nýjung sem Málning hf. getur fengið einkarétt til framleiðslu á. Þetta eru góðar fréttir fýrir starfsfólk Málningar hf„ íslenskan iðnað og alla sem þurfa að mála steinsteypt hús að utan. Fyrir veðrun Eftir veðrun má!ninghf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.