Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Minning: Þórarinn Sveinsson framkvœmdastjóri Fæddur 20. janúar 1925 Dáinn 22. júní 1985 Að morgni laugardagsins 22. júní sl. andaðist í Reykjavík Þór- arinn Sveinsson, framkvæmda- stjóri Slippfélagsins í Reykjavík, rúmlega sextugur að aldri. Er nú kvaddur á bezta aldri kær vinur, skólabróðir og samstarfsmaður um árabil. Það er sárt að sjá á bak ljúfum dreng, sem alltaf færði birtu, yl og gleði inn í líf okkar samferðamanna sinna. Minning- arnar frá æskudögum í Vestur- bænum sækja á hugann. Þar ólst Þórarinn upp og þar var starfs- vettvangur hans alla tíð. Minn- ingarnar frá skólaárunum í Verzl- unarskóla Isiands eru ljóslifandi og allar skilja þær eftir sig mynd af heilsteyptum og góðum félaga. Þórarinn fæddist 20. janúar 1925 í Viðey, sonur hjónanna Sveins Sigurðssonar, ritstjóra Eimreiðarinnar, er lézt 1972 og Steinunnar Jóhannsdóttur, er lézt 1974. Þórarinn var þriðji í rðð fjögurra systkina, en hin eru: Oigeir, rennismiður, Sigurður, borgarfógeti, og Þórdís Steinunn, húsmóðir, búsett í Hafnarfirði. Sveinn, faðir Þórarins, lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands ár- ið 1918, og eftir framhaldsnám erlendis starfaði hann um skeið við útgerðarfyrirtæki, sem rekið var í Viðey, þar sem Þórarinn er fæddur. Kunnastur er Sveinn fyrir útgáfu og ritstjórn tímaritsins Eimreiðarinnar í yfir þrjá ára- tugi. Þórarinn ólst upp á merku menningarheimili í Reykjavík ásamt systkinum sínum þremur, en tvíburasystir hans, Þórdís, lézt barn að aldri. Þórarinn stundaði nám í Verzl- uparskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1944. Við vorum 60 talsins, sem útskrifuðumst þetta vor, og er hann sjöundi úr hópn- um, sem kveður. Hann var tryggur skólafélagi, sem vildi hag skólans sem mestan og fylgdist af áhuga með starfi og lífi skólasystkina sinna. Hann var vinsæll og hrókur alls fagnaðar, þegar við skóla- systkinin komum saman til fagn- aðar og rifjuðum upp liðnar sam- verustundir. Að námi loknu réðst Þórarinn til Slippfélagsins í Reykjavík, þar sem hann starfaði óslitið til ævi- loka. Fyrst sem fulltrúi á skrif- stofu en frá 1968 var hann fram- kvæmdastjóri félagsins. Er það táknrænt fyrir lífsviðhorf Þórar- ins, að alla sína starfsævi starfaði hann aðeins á einum vinnustað, eða samfleytt í yfir 40 ár. Slippfé- lagið í Reykjavík er eitt elzta starfandi fyrirtæki í landinu og eitt af umfangsmestu fyrirtækjum landsins í þjónustu fyrir skipastól landsins ásamt miklum iðnaðar- og verzlunarrekstri. í 17 ár veitti Þórarinn þessu fyrirtæki forstöðu af miklum dugnaði og ósérhlífni. Hann var vakinn og sofinn yfir framgangi og velgengni fyrirtæk- isins. Því ber nú er leiðir skilur að þakka honum órofa tryggð við fé- lagið og fyrir störf, er seint verða fullþökkuð. Þórarinn var mikill gæfumaður. Hinn 15. október 1948 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa aö berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinutn skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Árnadóttur. Hún er dóttir séra Árna Sigurðssonar, Fríkirkju- prests í Reykjavík, er lézt árið 1949 og konu hans, Bryndísar Þór- arinsdóttur frá Valþjófsstað á Fljótsdal. Ingibjörg er glæsileg kona og húsmóðir, sem Þórarinn unni mjög. Milli þeirra ríkti gagn- kvæm ást og virðing, sem engum duldist, sem þau þekktu. Heimili þeirra stóð fyrst i húsi foreldra Þórarins við Hávallagötu, síðan í Skeiðarvogi, þar til fyrir 11 árum, að þau festu kaup á húsinu Bergstaðastræti 82 og bjuggu þar upp frá því. Heimili þeirra ber vott um smekkvísi og þar ríkir góður heimilisbragur hvernig sem á er litið. Þórarni og Ingibjörgu varð tveggja barna auðið. Þau eru Árni, blaðamaður, fæddur 1950, hann á einn son, Pétur Hrafn, og Stein- unn fædd 1955, myndlistarmaður. Hennar maður er Jón Ársæll Þórðarson, sálfræðingur og blaða- maður, þau eiga einn son, Þórarin Inga. Börnin sverja sig í ættir for- eldra sinna og hafa fengið í vega- nesti hið bezta uppeldi. Þórarinn sat í stjórn Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík frá 1969—1981 og þar af formaður síðasta árið. Veit ég, að með starfi sínu fyrir Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík vildi Þórarinn votta virðingu látnum tengdaföður sín- um, séra Árna Sigurðssyni, sem var ástsæll prestur þess safnaðar, en lézt á bezta aldri. Fyrir réttum fjórum árum gekkst Þórarinn undir uppskurð vegna sjúkdóms, er síðar varð honum að aldurtila. Gekk sá upp- skurður vel og átti hann fjögur góð ár eftir það, eða þar til á sið- astliðnu vori, er hann aftur þurfti að gangast undir aðgerð. Vildi hann þó fyrst geta lokið við aðal- fund Slippfélagsins, sem haldinn var i aprílmánuði sl. Grunaði þá engan, sem þar var staddur, hversu stutt var eftir af hans hérvistardögum. Lagðist hann stuttu síðar á sjúkrahús, og átti ekki afturkvæmt til starfa eftir það. Er þar nú skarð fyrir skildi. Á kveðjustundu þökkum við skólasystkinin úr Verzlunarskóla Islands frá árinu 1944 Þórarni Sveinssyni samfylgdina og sam- verustundirnar, sem nú verma er leiðir skilur. Ég og fjölskylda mín þökkum Þórarni órofa tryggð og vináttu. Við andlát hans sendum við Ingibjörgu og börnunum, systkinum hans ásamt Bryndísi, tengdamóður hans, sem nú sér á bak góðum tengdasyni, innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Þórarins Sveinssonar. Hjalti Geir Kristjánsson Þegar kær vinur, Þórarinn Sveinsson, er kvaddur hinstu kveðju streyma minningarnar fram í hugann og þeim fylgja birta og ylur. Þannig var Þórarinn í öllu sínu dagfari, frá honum streymdi slík hlýja og góðvild að smitaði út frá sér. Hann var Ijúfmenni jafnt heima sem að heiman svo að ein- stakt má teljast. Hann var einn af þeim mönnum sem ávinningur var að þekkja og vera í návistum við. Við hjónin og börn okkar geym- um í sjóði bjartar minningar um allar samverustundirnar. Þegar börnin voru ung var oft glatt á hjalla, hvort sem brugðið var á leik hjá okkur í sveitinni eða í Skeiðarvoginum, þar sem þau hjón Ingibjörg og Þórarinn áttu þá heimili ásamt börnum sínum, Árna og Steinunni. Börn okkar geyma góðar minningar frá æsku- árunum þegar þessar tvær fjöl- skyldur létu ekkert tækifæri ónot- að til ánægjulegra samverustunda jafnt barna sem foreldra. Nú sakna þau vinarins Þórarins sem er þeim svo kær í minningunni, enda var honum einkar lagið að umgangast börn og unglinga í leik og starfi. Þó að við þekktum Þórarin fyrst og fremst sem heimilisvin var okkur vel kunnugt um hæfileika hans og ósérhlífni í starfi. Þar nutu sín vel persónulegir eigin- leikar hans í umgengni og til að leysa hin ýmsu vandasömu mál í rekstri hjá stóru fyrirtæki. Þessi fáu kveðjuorð eru ekki sett á blað til þess að rekja ævifer- il Þórarins vinar okkar. Þó er ekki hægt að minnast hans án þess að geta eiginkonu hans Ingibjargar Árnadóttur, frænku minnar. Hjónaband þeirra var svo farsælt og hamingjuríkt að það hlaut að vera öðrum gott fordæmi. Frænka mín hefur nú misst sinn trygga lífsförunaut og besta vin. Orð eru lítils megnug til huggunar, en ég veit að hún lítur á það sem Guðsgjöf, að þau hjón fengu að njóta saman 37 ham- ingjurikra ára, sem aldrei féll skuggi á. Við hjónin og börn okkar send- um frænku minni, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur um leið og við þökk- um allar góðu samverustundirnar. Guð blessi minningu Þórarins Sveinssonar. Salome Þorkelsdóttir. Kveðja frá Fríkirkju- söfnuðinum í Reykjavík I dag kveðjum við, um sinn, Þór- arin Sveinsson, framkvæmda- stjóra, sem lést um aldur fram, 22. júní sl. á 61. aldursári, eftir nokkra sjúkdómslegu. Þó vitað hafi verið að hann átti við vanheilsu að stríða um skeið, kom andlát hans, slík harmafregn, á óvart, ekki síst vegna hans já- kvæða hugarfars og styrks er hann sýndi fram til hins síðasta, en slík voru einkenni hans í lífi og starfi. Þórarinn var kvæntur elsku- legri konu, Ingibjörgu, dóttur hinna virtu prestshjóna safnaðar- ins, séra Árna Sigurðssonar og Bryndísar Þórarinsdóttur. Hann sat í stjórn Frikirkjusafnaðarins um áraraðir, var varaformaður fra 1972 og formaður safnaðarins 1980 til 1981 og var ein styrkasta stoð hans. Það er skarð fyrir skildi í söfnuðinum, að sjá á bak, yfir móðuna miklu, svo dugmiklum sæmdarmanni. Samstarfsfólk Þórarins við söfnuðinn kunni vel að meta störf hans og mannkosti og það var ákaflega ánægjulegt að vinna með honum á þeim vettvangi. öll fram- koma hans og samskipti einkennd- ust af ljúfmennsku, hlýju og hátt- vísi við alla menn. Þórarinn vann mikil og góð störf fyrir kirkjuna okkar og veitti henni með ýmsu móti ómetanleg- an stuðning. Hann hafði lifandi áhuga á málefnum safnaðarins, sem hann vann að af mikilli sam- viskusemi og var ætíð reiðubúinn að hlusta á skoðanir annarra með tillitssemi og ná fram niðurstöð- um og ákvörðunum, til heilla kirkju og söfnuði. Þórarinn var lítt fyrir það gef- inn að ræða um eigin hagi heldur leiddi hugann að og sýndi fremur áhuga á annarra hag og velferð og ávallt var hann reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Þess ber að minnast og þakka fyrir. Hug h'ans til kirkjunnar er kannski best lýst með þvi að hafa yfir orð þau er hann vitnaði til, er hann lét af störfum formanns safnaðarins 1981: „Fegurstu dýrgripir kirkjunnar okkar er fólkið sem þangað kemur." Vissu- lega felst í þessu mikill sannleik- ur. „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má, hinn blessaði frelsari lifir oss hjá, hans orð eru líf vort og athvarf í neyð, hans ást er vor kraftur í lífi og deyð.“ (Fr. Fr.) Guð gefi Ingibjörgu konu hans og ástvinum þeirra styrk og bless- un. Minning Þórarins mun lifa í brjóstum okkar með þakklæti. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.B.) Kagnar G. Bernburg Kveðja frá Félagi dráttar- brauta og skipasmiðja I dag verður lagður til hinstu hvílu Þórarinn Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Slippfélagsins í Reykjavík hf. Með Þórarni er genginn góður og gegn félagsmað- ur í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja og málsvari islensks skipaiðnaðar. Þórarinn sat um margra ára skeið í stjórn Félags dráttar- brauta og skipasmiðja, og lagði þar gott til mála. Þórarinn átti jafnan ákaflega gott samstarf við meðstjórnarmenn sína og starfs- menn félagsins. Af hálfu málm- og skipaiðnaöarins var hann val- inn til ýmissa frekari trúnaðar- starfa, m.a. sat hann um skeið í sambandsstjórn og framkvæmda- stjórn Landssambands iðnaðar- manna — samtaka atvinnurek- enda í löggiltum iðngreinum. Fyrir aðalfund Félags dráttar- brauta og skipasmiðja, sem hald- inn var fyrir mánuði, hafði Þórar- inn lýst því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins. Þótti félagsmönnum það miður, enda Þórarinn afar vel þokkaður. Þrátt fyrir, að við viss- um, að Þórarinn hefði átt við sjúkdóm að stríða, vonuðumst við eftir því að fá að njóta félagsskap- ar Þórarins áfram. Sú von brást. Við í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja kveðjum með söknuði góðan félaga og öðling. Eiginkonu Þórarins, frú Ingibjörgu Árna- dóttur, og börnum þeirra hjóna vottum við innilega samúð. Félag dráttarbrauta og skipasmiója Jósef H. Þorgeirsson í dag fylgjum við ágætum dreng, Þórarni Sveinssyni, hinsta spölinn. Ltfshlaup þessa góða drengs einkenndist af því hve fögru lífi hann lifði. Það var sannkölluð gleði í Garðastræti 36 er þau tilkynntu hugóskir sínar Ingibjörg frænka mín, dóttir hinna nafnkunnu hjóna sr. Árna Sigurðssonar frí- kirkjuprests og frú Bryndísar Þór- arinsdóttur frá Valþjófsdal, og hinn ungi maður Þórarinn Sveins- son. Þá var mikið sungið við und- irleik Bryndísar á heimilispíanóið. Gleðin ríkti í því húsi. Það var sannkallað vorkvöld í Reykjavik. Þórarinn lauk námi frá Versló og gekk að því loknu til starfa hjá því þjóðþrifafyrirtæki Slippnum. Þar vann hann sig upp til æðstu starfa. Hann var ætíð mikill og einlægur stuðningsmaður Frí- kirkjunnar hér í bænum. Vegna mannkosta sinna var hann kosinn þar til stjórnarformennsku. Það er vissulega sárt til þess að hugsa að jafnmikill mannkosta- maður og Þórarinn var, skyldi ekki auðnast fleiri lífdagar. Ingibjörgu frænku minni, börn- um þeirra, Steinunni listakonu og Árna blaðamanni, bið ég Guð að styrkja. Öllum aðstandendum Þórarins óska ég huggunar á þungbærri sorg. Þorkell Valdimarsson Minning: Auður Sigurðar- dóttir Jacobsen Fædd 27. mars 1948 Iláinn 23. júní 1985 í dag verður til moldar borin fjarri æskuslóðum, í Vagi Suðurey Færeyjum, frænka mín Auður Sigurðardóttir, sem lést í Kaup- mannahöfn 23. júní sl. Auður fæddist 27. mars 1948, í Vest- mannaeyjum og átti ég því láni að fagna að eiga heima og alast upp í nágrenni við hana og fjölskyldu hennar. Hún var 3. í röðinni af 5 dætrum hjónanna Sigurðar Auðunssonar vélstjóra og konu hans Guðmundu Björgvinsdóttur sem lengst af bjuggu á Kirkjubæj- arbraut 16 í Vestmannaeyjum. Hún ólst upp líkt og önnur börn í sjávarplássum á íslandi við leik og störf nátengd sjónum enda varð það hlutskipti hennar, líkt og margra kynsystra hennar, að verða sjómannskona. Ung kynnt- ist hún eftirlifandi manni sínum Kára Jacobsen færeyskum dugn- aðarmanni sem kom til Vest- mannaeyja í atvinnuleit líkt og margir landar hans á þessum ár- um. Þau Auður giftu sig árið 1969 og hófu búskap í Eyjum, en heim- þráin togaði í Kára og eftir skamman búskap hér heima fylgdi hún honum til heimalands hans og settust þau að í Vagi og reystu sér þar myndarlegt hús. Oft hefur verið sagt að líf sjómannskonu á tslandi sé erfitt, en ekki er líf fær- eysku sjómannskonunnar léttara, því heimilisfaðirinn er oft að heiman svo mánuðum skiptir. En Auður tók þessu sem sjálfsögðum hlut, hún unni manni sínum og ein í ókunnu landi bjó hún þeim heim- ili af reisn og smekkvísi. Engum blöðum er um það að fletta að oft hefur hugur hennar leitað heim í átthagana og til ættingja, en aldr- ei heyrðist æðruorð af hennar munni. Þeim Kára varð þriggja barna auðið. Elstur er Guðmund- ur þá Sólberg og yngst er May Britt, sem öll eru enn í foreldra- húsum. Þau sjá nú á bak ástríkrar móður, sem hrifin var á brott í blóma lífsins. Og vil ég með þess- um fátæklegu orðum votta þeim og Kára mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að blessa þau og styrkja, einnig eftirlifandi for- eldra og systur og þakka Auði samfylgdina. í Guðs friði. I»yrí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.