Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 51
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 2. JtlLt 1985
51
Sólmundur Sigurðs-
son — Minning
Fæddur 2. júlí 1899
Dáinn 24. júní 1985
Fyrir fáeinum dögum hringdi
Sólmundur frændi minn til mín.
Brindið var m.a. að segja mér að
nú skyldi ég koma og sjá það sem
hann væri búinn að skrifa niður
um móður sína, en hún var föður-
systir mín og ég hafði látið í ljósi
áhuga á að fá að vita meira um
hennar yngri ár. Af ýmsum
ástæðum dróst að ég kæmist til
hans og áður en af því varð var
mér tilkynnt lát hans. Hann lést
24. júní og verður jarðsunginn í
dag, á afmælisdaginn sinn.
Sólmundur fæddist að Smiðju-
hólsveggjum í Álftaneshreppi 2.
júlí 1899 og var þvf tæpra 86 ára
er hann lést. Foreldrar hans voru
Sigurður Otúelsson og Erlendína
Erlendsdóttir sem bjuggu á Mýr-
um vestur í hálfa öld, fyrst í
Smiðjuhólsveggjum, síðan í Siggu-
seli og eru báðir þessir bæir nú
löngu komnir í eyði. Síðast bjuggu
þau í Leirulækjarseli, en þar býr
nú yngsti sonur þeirra, Gunnar,
ásamt Reyni syni sínum.
Foreldrar Sigurðar voru Otúel
Guðnason og Þuríður Sigurðar-
dóttir sem bjuggu á Nauthól í
Álftaneshreppi, en foreldrar Er-
lendínu voru Guðrún Þorkelsdótt-
ir og Erlendur Erlendsson, sem
bjó á Miðbýlu á Akranesi.
Þau Sigríður og Erlendfna eign-
uðust sjö börn. Elstur var Otúel
Sólmundur, næstur var Guðmund-
ur, f. 1902, d. 1905, siðan komu
Guðrún, f. 1903, Þuríður, f. 1905,
og Ingólfur, f. 1908. Þessi þrjú síð-
asttöldu börn dóu öll úr barna-
veiki á tæplega hálfs mánaðar
tímabili árið 1911 og voru jarðsett
samtímis. Árið 1912 fæddist þeim
hjónum sonurinn Guðmundur
Valgeir, sem lést á sl. ári og yngst-
ur var Erlendur Gunnar, f. 1915.
Sólmundur stundaði nám við
Hvítárbakkaskóla veturna
1917—19 og eftir það kenndi hann
einn eða tvo vetur í Álftanes-
hreppnum. Síðan fluttist hann til
Borgarness þar sem hann kynntist
eftirlifandi konu sinni, Steinunni
Magnúsdóttur frá Fossi í Stað-
arsveit og giftust þau árið 1925.
I Borgarnesi stundaði Sólmund-
ur verslunarstörf til ársins 1933,
er hann réðst til Kaupfélags
Borgfirðinga og vann þar skrif-
stofustörf til ársins 1955. Þá urðu
mikil þáttaskil i lífi þeirra hjón-
anna. Þau fluttust austur i ölfus
og byggðu þar upp frá grunni ný-
býlið Hlíðartungu. Það hlýtur að
þurfa mikinn kjark og dugnað til
þess að hefja búskap og byggja
allt upp þegar fólk er komið yfir
miðjan aldur eins og þau voru. Til
að byrja með höfðu þau kúabú-
skap, en fljótlega bættust hænsni
við og síðustu árin höfðu þau ein-
göngu hænsnabúskap í Hlíðar-
tungu.
Þau hjónin stunduðu búskapinn
til 1971, en þá fluttust þau til
Reykjavíkur og keyptu sér íbúð á
Langholtsvegi 19 og þar bjuggu
þau þar til fyrir tæpum tveim ár-
um að þau fluttust til Magnúsar
sonar síns. Þau voru svo búin að
vera þrjá mánuði á Minni-Grund
er Sólmundur lést.
Eftir að þau settust að I Reykja-
vík sneri Sólmundur sér að ætt-
fræði og sat oft á Þjóðskjalasafn-
inu. Löngum sat hann við skriftir,
orti ljóð og skrifaði fróðlega frá-
sagnarþætti sem sumir hafa birst
í „Borgfirskri blöndu". Hann var
víðlesinn og fróður um margt og
átti gott safn bóka.
Sólmundur og Steinunn eignuð-
ust fimm börn. Elstur er Kári, f. 4.
4. 1926. Hann er búsettur í
Reykjavík og stundar sjómennsku,
en er lærður klæðskeri. Hann var
kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugs-
dóttur og eiga þau þrjú börn. Þór-
dís, f. 19. 9. 1927, búsett í Kópa-
vogi. Hún er gift Mariusi Arth-
úrssyni frá Akranesi og eiga þau
þrjú börn. Elín, f. 28. 8. 1929, bú-
sett I Reykjavík. Hún var gift Jóni
Bárðarsyni og eiga þau fjögur
börn. Sigurður, f. 1.10.1930, smið-
ur í Hveragerði, kvæntur Auði
Guðbrandsdóttur og eiga þau
fimm börn. Sigurður er listfengur
og hefur haldið margar sýningar á
verkum sínum. Magnús, f. 14. 10.
1939, húsvörður í Iðnskólanum.
Hann var kvæntur Margréti
Gunnarsdóttur, sem nú er látin,
og áttu þau einn son. Sambýlis-
kona hans er Karen Jónsdóttir.
Um fátt af mínu frændfólki á ég
jafn góðar minningar og þau
mæðginin Erlendínu og Sólmund.
Mér fannst hún ganga næst móður
minni og alltaf minnist ég hlýju
og alúðar Sólmundar við mig,
mömmubarnið, þegar ég var að
heimsækja móður hans í Leiru-
lækjarsel og þurfti að gista í Borg-
arnesi, en þá voru samgöngur ekki
orðnar eins góðar og nú. Fyrir
þessi góðu kynni mun ég alltaf
verða þakklát.
Ég votta Steinunni, börnum Sól-
mundar og öðrum afkomendum
samúð mína og minnar fjölskyldu.
Jóhanna Björnsdóttir
t
Eiglnkona min,
LAUFEY HALLDÓRSDÓTTIR,
hjúkrunarlræöingur,
andaöist í Landakotsspítala 30. júní sl.
Ingólfur T. Guómundason.
t
Elsku drengurinn okkar og bróöir minn,
KRISTOFER JÓHANNSSON,
lést af slysförum 22. Júni.
Jarðarförin hefur farið fram.
Aldía Drífa Þóröardóttir,
Jóhann Sigurbergaaon,
Sara JÓhannadóttir.
t
JÓN BJÖRNSSON,
húsgagnabólstrari
fré Karlsskéla viö Rayöarf jörð,
andaöist föstudaginn 28. júni í St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi.
Útför hans fer fram föstudaginn 5. júli kl. 13.30 frá Bústaöakirkju.
Bergur Jónsson,
Halldór S. Magnússon.
+
Bróöir minn og mágur,
SIGURÞÓR INGI ÓLAFSSON
bókbindari,
Hofteig 10,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. júli kl.
13.30.
Auöur Ólafsdóttir, Ásgeir Eirfksson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Selfossi.
Kærar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Suöurlands
fyrir góöa umönnun.
Einar Hansson, Hrönn Pétursdóttir,
Þorbjörg Hansdóttir, Ægir Þorgilsson,
Guórún Hansdóttir, Þréndur Ingvarsson,
Ólafía Hansdóttir, Péll Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR i VON,
Laugavegi 55,
lést í Borgarspítalanum 30. júni.
Gyöa Gunnarsdóttir,
Guöriöur Gunnarsdóttir, Danfel Helgason,
Sigríöur Gunnarsdóttir, Jóhann Marel Jónasson,
Auöur Gunnarsdóttir, Haraldur Árnason,
Edda Gunnarsdóttir, Konréö Adolphsson.
Sonur minn, stjúpsonur, bróöir og mágur,
GUNNLAUGUR BÖRKUR ÞÓRISSON,
Bragagötu 30,
veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju miövikudaginn 3. júlí kl. 13.30.
Sóley Sturlaugsdóttir, Magnús Þórisson,
Sigríður Jóna Eggertsdóttir, Lýöur Viktorsson,
Sigurlaug Björk Jóhannesdóttir.
+
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
ÞÓRARINS SVEINSSONAR
framkvæmdastjóra,
Bergstaöastræti 82,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík i dag, þriöjudaginn 2. júli, kl.
13.30.
Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamiega láti Minningarsjóö
Fríkirkjusafnaöarins eöa líknarsjóöi njóta þess.
Ingibjörg Árnadóttir,
Árni Þórarinsson,
Steinunn Þórarinsdóttir,
Jón Ársæll Þóröarson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu vlö andlát og útför
HJÁLMARS KARLSSONAR,
Stigahliö 38.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans.
Aöstandendur.
+
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR EINARSDÓTTUR
fré Brimnesi, Skagafiröi,
Ölduslóö 46, Hafnarfiröi.
Ólafur Einarsson,
Einar Ólafsson, Guöfinna Kristjénsdóttir,
Jósef F. Ólafsson, Sólveig Ásgeirsdóttir,
Grétar Ólafsson, Hólmfríóur Magnúsdóttir,
Sigríöur Ólafsdóttir,
Hilmar Ólafsson, Rannveig Kristinsdóttir,
Siguröur Ólafsson, Auöur Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÞÓRARINS SVEINSSONAR, fram-
kvæmdastjóra, verður lokaö frá kl. 12 í dag, þriðjudaginn
2. júlí.
Slippfélagiö í Reykjavík hf.
Mýrargötu 2 og Dugguvogi 4.
Tökum að okkur að rétta og
lagfæra legsteina í kirkjugörðum.
S.HELGASON HF
STEINSMKUA
SkEMMUVEOt 48 SÍMI 78677
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteína
S.HELGASON HF
STEINSMKUA
SKEMMUVEGI 48 SWI70877