Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Grace Jones, Bond-stjarna ásamt Hans Lungren. Frá vinstri: Deborah Moore, dóttir leikarans Rogers Moore, þá Albert Mónakóprins og Louise og Roger Moore ásamt syni sínum. Dóttir Rogers Moore, Deborah, kom í fylgd Mónakóprinsins til frumsýn- ingarinnar, en faðirinn, Roger Moore, rak allar vangaveltur á brott með því að segja að prinsinn i vsri gamall fjölskylduvinur. Duran Duran-félagar ásamt Grace Jones og Tanya Roberts. Simon Le Bon úr Dur- an Duran og vinstúlka hans, Claire Stans- field. Broccolli, framleiðandi Bond-myndanna, með Tanyu Roberts sem leikur í myndinni „A View to a Kill“. Bob Geldorf, skoski söngvarinn sem hefur veg 'og vanda af söfnuninni sem fram fór meðal breskra poppsöngvara fyrir sveltandi börn í Afríku. Hann stendur einnig að skipulagningu fyrir tónleikana sem haldnir verða 13. þessa mánaðar samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum og ágóðinn af þeim rennur til Afr- íkubarna einnig. Með Bob á myndinni er Paula Yates. Nick Rhodes úr hljómsveitinni Dur- an Duran ásamt eiginkonu sinni, Julie Ann. Albert prins er vinsæll hér á síðunni í dag. Hér er hann að lokinni frumsýningu ásamt fyrrverandi Ungfrú alheimi og Bond-leikkonu, Mary Stavin. Sögusagnir herma að þau hjú hafi dansað ( hvors annars örmum alla nóttina og ... fclk í fréttum ,A VIEW TO A KILL“ í LONDON Mörg kunnugleg andlit mættu á frumsýninguna w Afrumsýningu á nýjustu James Bond-myndinni „A View to a Kill“ í London mættu mörg kunnugleg andlit, en hérlendis var myndin frumsýnd í síðastliðinni viku, fyrst á Norðurlöndunum. „Vig í sjónmáli" er að hluta til tekin hérlendis, eins og flestir kannast við, en einnig í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Englandi. Duran Duran-hljómsveitin á heiðurinn af titillaginu sem nú trónar í öðru sæti á vinsældalista rásar 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.