Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 53

Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 53
MORGUNBLAfllÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 53 ANNA SIF GUNNARSDÓTTIR 10 ÁRA STARFSMAÐUR Á RÁS 2 „Datt bara í hug að hringja í hann Þorgeir og spyrjast fyrir um vinnu“ að er ofsalega gaman að vinna á rásinni, jafnvel mikið skemmtilegra en ég hélt að það væri. Ég er þessvegna oft uppfrá þó ég sé ekki að vinna beinlínis, segir yngsti starfsmaðurinn og jafnframt eflaust sá áhugasam- asti á rás 2. „Ég ætla mér að vinna áfram, allavega í vetur, ef ég má og ég hugsa nú að ég eigi eftir að vinna við útvarp það sem eftir er,“ held- ur Anna Sif Gunnarsdóttir, 10 ára gömul, áfram og brosir. „Þetta byrjaði þannig að allir vinir mínir voru að fara í sveit og mig vantaði vinnu svo ég gæti keypt mér föt og fleira, þannig að mér datt í hug að hringja í hann Þorgeir Ástvaldsson og spyrjast fyrir um vinnu. Mamma og pabbi voru búin að segja að þetta væri örugglega til einskis en ég hringdi nú samt bara sjálf og hann bauð mér að koma til reynslu og þar með var ég kom- in í vinnu á rásinni. Ég var látin gera ýmislegt fyrsta daginn, vaska upp o.s.frv., en nú er ég eingöngu í vinsælda- listanum á fimmtudögum. Vinnu- tíminn minn er frá fjögur til sjö en eins og ég sagði þá er svo ofsa- lega gaman að vera þarna og fylgjast með þannig að ég fer venjulega um eittleytið og er til kannski svona níu. Ég hef svo bara snúða og kók með mér í nesti." — Af hverju vildirðu endilega fara á rásina? „Mér datt það nú bara svona í hug. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, rásin kannski yfirleitt og fólkið allt sem vinnur þar er svo frábært." — Ef þú mættir gera þinn eigin þátt, hvernig hefðirðu hann? „Ég kann nú ekkert á svoleiðis, en ætli ég myndi ekki hafa hann eins og dægurflugurnar eru iýá honum Leopoldi Sveinssyni. Ég hef oft verið hjá honum í stúdíó- inu þegar hann er aö vinna og þættirnir hans eru mjög góðir. Ég myndi svo leika meira með Duran Duran." — Ertu semsagt Duran Duran aðdáandi? „Já, ég var einu sinni Wham að- dáandi en þeir eru svo hryllilega væmnir svo það eru svona þrír mánuðir síðan ég skipti alveg yfir og fór í Dúran Duran. Þeir eru svo sætir og gefa út góð lög og flott plaköt. Ætli ég eigi ekki um 42 veggspjöld með þeim núna. Það er of lítið leikið með þeim i útvarpi. Lagið úr myndinni „A View to a Kill“ er þó nokkuð leikið en það er alls ekki besta lagið þeirra svo það er hreint ekkert að marka." — Nú vinnurðu við vinsælda- listann. Veistu alveg með hverjum hvaða lög eru og kanntu alveg að bera fram öll þessi útlensku orð? „Já, ég er mjög klár í því og hef alltaf vitað mikið um svona tónlist f |LJM| 1 y IK |{l ^ .syf COSPER — Ilann hlýtur að hafa grafið sjónvarpstæki í sandinn. þ.e. með hverjum lögin eru og svoleiðis. Enskan er heldur ekkert vandamál. Um daginn kom maður hingað sem er í hljómsveit sem heitir Dubliners og á meðan hann var í viðtali spjallaði ég við strák- inn hans sem var með og það tókst alveg ágætlega. Ég get líka alveg bjargað mér þegar ég fer til út- landa.“ — Hefurðu lært ensku lengi? „Ég hef aðallega lært af mynd- böndum því ég horfi mikið á svo- leiðis og svo hefur hann pabbi minn verið að kenna mér svona öðru hvoru.“ — Áttu áhugamál fyrir utan rásina? „Ég er hestakona og fer mikið með henni ömmu í hesthús þar sem frændfólk mitt á hesta. Stundum fæ ég að fara á bak en sjaldan ein þannig að ég er þá i taumi. Ég kann nefnilega ekkert ofsalega mikið, en mér þykir gam- an. Svo hef ég verið í handbolta og sundi og núna er ég að fara i Vind- áshlíð, þannig að í bili er ég í sumarfríi á rásinni.“ ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verd. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 P. ÞORGRÍMSSON & CO Furusófasett með 2 borðum á aðeins kr. 17.800, “.Staðgreitt. Sem sagt... ... á óumflýjanlega hag- stæðu verði. HIÆ rwi Bláskógar Ármúla 8. S: 686080 — 686244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.