Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. JtJLl 1985
Brúin til Valhallar
Athugasemdir sendar Borgarskipulagi
— eftir Hjalta
Þórisson
Auglýsingu frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur um breytingu á aðal-
skipulagi Reykjavíkur dagsettri
19. apríl lýkur með eftirfarandi
orðum: „Þeir sem eigi gera at-
hugasemdir innan tilskilins frests
teljast samþykkir tillögunni." Til
þess að verða ekki talinn ósam-
mála sjálfum mér er víst vissara
að „gera athugasemdir". Athuga-
semdir athugasemdanna vegna
eru þó ekki meginhvati þessara at-
hugasemda.
Auglýst er breytt landnotkun á
túni því er fyrr lá undir býlið
Lækjarhvamm og er á milli Lág-
múla og Kringlumýrarbrautar,
Háaleitis- og Suðurlandsbrautar.
í aðalskipulagi er þetta opið svæði
og (af ofrauns) kallað úti-
vistarsvæði. Það á nú að breytast í
verzlunar- og miðbæjarsvæði.
Athugasemdir mínar eru í það
minnsta í sjö liðum.
Grænt svæöi
Þetta er sem sagt eitt af hinum
grænu svæðum, sem ekki fyrir
margt löngu voru baráttumál i
kosningum og hafa þó með vax-
andi hraða týnt tölunni. Af þeirri
ástæðu einni er ástæða til að mót-
mæla enda brotið prinsip. Svæðið
er að sönnu ekki virkt útivistar-
svæði fólks eins og frá því er geng-
ið, nema sem gönguleið, enda
naumast þess að vænta eins og
það liggur við, nytsemi þess er
önnur.
Öndunarop
Einhver kynni að segja að svæð-
ið sliti I sundur samfellda byggð
og það er einmitt ágæti þess, það
er nauðsynlegt öndunarop á ann-
ars alltof samfelldri miðbæjar-
byggð.
Nauðsyn þess að þetta byggðar-
auga sé einmitt þarna helgast
auðvitað af þeim umferðaræðum
sem að svæðinu liggja og einnig
vegna þess að þarna er stytzt milli
íbúðasvæðanna sem liggja að
sunnan og norðan. Næst að norðan
er Sigtúnsreiturinn, sem illu heilli
er annað grænt svæði, sem horfið
Hjalti Þórisson
„Kringlumýrarbraut er
mikið vandræðabarn í
umferðarkerfínu þar
sem hún sker allar aðr-
ar umferðaræðar borg-
arinnar. Henni er ætlað
að þjóna mikilli umferð
en gerir það síður en
skyldi af þeirri augljósu
ástæðu að hún er illfær
vegna fjölda gatna-
ljósa.“
hefur sem slíkt nýverið. Gert með
auglýsingu sem birtist í fyrrasum-
ar (á versta tfma). Lang nærtæk-
ast hefði verið að breyta því í
íbúðasvæði, ef breyta þurfti, enda
verið í eðlilegu samræmi við þau
íbúðasvæði sem að reitnum liggja,
Túnin og Teigar.
Hvaða nauðsyn rekur?
í auglýsingunni eru ekki færð
fram nein rök fyrir nauðsyn þess-
arar breytingar né heldur hafa
heyrzt nein rök í almennri um-
ræðu sem engin hefur verið.
í greinargerð með auglýsing-
unni, sem hangir uppi hjá Borg-
arskipulagi dagsett 10.04.1986,
segir að bílastæðahörgull sé við
Lágmúlann og samþykkt hafi ver-
ið að fjölga þeim. Slíkt er sök sér,
en framhaldið vekur furðu: „Deili-
skipulagstillagan gerir ráð fyrir
að ramma bílastæðin f tungunni
inn með tveggja hæða þjónustu-
byggingum og koma fyrir áður
samþykktum 50 bílastæðum,
ásamt rúmlega einu bílastæði á
hverja 50 fm nýbygginga" sem
gerir naumast minna en sextíu
viðbótarbílastæði. í fyrsta lagi er
það undur að leysa bílastæða-
vanda með því að auka bilastæða-
þörf og í öðru lagi er ramminn
vægast sagt tilkomumikill svo
ekki sé meira sagt. Stórhuga eru
menn orðnir. Heyrzt hefur fleygt,
að einhverjum þyki bílastæðin
þarna ljót og þetta sé þvf þjóðráð
til að fela þau. Öðru vísi oss áður
brá og má nú vænta innrammana
af þessu tagi víðar!
Ætla mætti þegar til slíkra ör-
þrifaráða er gripið sem þessarar
skipulagsbreytingar (því allar
slíkar breytingar og röskun skipu-
lags í fullbyggðum og frágengnum
bæjarhlutum hljóta að teljast ör-
þrif), að eitthvað mikið liggi við og
að einhverju miklu þarfaþingi sem
verulega ætti erindi eða öllu held-
ur, sem raunverulega brýn þörf
væri fyrir á þessum slóðum og
ekki gæti annars staðar verið,
væri ætlaður þarna staður. Ekki
er þess getið að svo sé. „Ramminn"
verður naumast talinn til slíkra
þarfaþinga. Ekkert verður fundið
sem réttlæti þessa byggð enda
miðbæjar- og verzlunarstarfsemi í
stórum stil á báðar hendur f þeim
mæli að vandræði eru að varðandi
umferð.
Byggðarlegt yfírbragð
Ekki verður séð að sú byggð sem
hefur sinn eðlilega enda eða fram-
hlið í byggingunum við Lágmúla
þurfi neina framlengingu, þvert á
móti eru allar líkur á því að ný-
byggingar fyrir framan þær, f allt
öðrum stíl ef að líkum lætur, verði
beinlínis til lýta. örlítið samræmi
yrði þó í ósamræminu ef Valhöll
eignaðist eitthvert mótvægi f
sama stil handan Kringlumýr-
arbrautar, sem þó er fjarstætt.
Valhöll er einmitt gott dæmi um
það hvernig bygging, sem sett er
of nálægt umferðarmannvirkjum,
rýrir og beinlinis kemur í veg fyrir
lausnir á umferðarvanda. Nútfma-
umferðaræðar þurfa svigrúm.
Umhverfí umferðar-
mannvirkja
Kringlumýrarbraut er mikið
vandræðabarn í umferðarkerfinu
þar sem hún sker allar umferðar-
æðar borgarinnar. Henni er ætlað
að þjóna mikilli umferð en gerir
það síður en skyldi af þeirri aug-
ljósu ástæðu að hún er illfær
vegna fjölda gatnaljósa. Hún var á
sínum tíma lögð þvert á umferðar-
netið án þess að hugað væri að
þeim gatnamótavanda sem af þvi
leiddi að því er virðist. Augljóst
hefði mátt vera að á sum þessara
gatnamóta þyrftu að koma brýr,
alveg sérlega augljóst við Miklu-
braut. Reynslan sýnir að gatna-
mótin tvenn í Lækjarhvamms-
landinu á Háaleitisbraut og Suð-
urlandsbraut eru lítið ef nokkuð
betri enda hefur þegar verið hug-
að að slíkri lausn á Suðurlands-
braut, þó ekkert bendi til að verði
af framkvæmdum í fyrirsjáan-
legri framtíð. Umrædd skipulags-
tillaga er sögð löguð að slíkum
gatnamótum, sbr. teikn. nr. 5.
Ekki fær undirritaður séð annað
en að slíkt hið sama hljóti að
koma til athugunar varðandi Háa-
leitisbrautina enda þar jafnan
einhverjir verstu umferðarhnútar
sem sjást í borginni. Sú brú mætti
að ósekju heita Bifröst, brúin sem
liggur til Valhallar.
Vandinn, sem við blasir við
slíka brúargerð á þessum slóðum,
er augljóslega sá að fyrirhyggju
hefur ekki verið gætt um nálægð
byggðar við umferðaræðar og sér-
staklega gatnamót. Menn hafa
verið of naumir á ísland og þrengt
um of að. Auglýstar nýbyggingar
við Lágmúla eru einmitt þessu
marki brenndar. Þær þrengja að
umferðaræðum og ásetnum gatna-
mótum og rýra þá kosti sem úr
verður að moða auk þess sem þær
fjölga þeim umferðarlegu lausn-
um sem hafa þarf. Hafi menn fyrr
talið að núverandi umferðarþungi
um þessi gatnamót hafi verið
ófyrirsjáanlegur, hvað þá með
ókomna framtíð? Illt er til þess að
vita að ekki skuli vera til nein lög
um fjarlægðarstaðla byggðar frá
hraðbrautum í landinu fyrst það
telst ekki sjálfsagður hlutur að
virða fræðilega staðla að því tagi.
Það skýtur líka skökku við að
byrgja útsýn við gatnamót.
Mér er stórlega til efs að brú á
Suðurlandsbraut muni breyta
miklu um umferðarálagið á Háa-
leitisbraut yfir I Skipholt og fæ
ekki séð hvernig menn ætla að
koma við lokun á Skipholtinu við
Valhöll.
Nær væri fyrir borgaryfirvöld
að leysa fyrst þessa umferðar-
kreppu og velta því svo upp hvort
nokkurt pláss sé eftir til ráðstöf-
unar, fara hina réttu boðleið. Það
mætti kannski benda mönnum á
umhverfi Elliðavogsbrúar, þar
sem umferðarvandi hefur verið
leystur og umhverfi frágengið
þangað til. Líst mönnum e.t.v. á
nýbyggingar þar? Af þessari
ástæðu einni eru þessar breyt-
ingar óverjandi og verður ekki séð
HOLLANDSPISTILL / Eggert H. Kjartansson
Fyllt upp í veiðikyóta Þjóðverja
Það vakti mikla athygli sjó-
manna og annarra sem hafa með
málefni fiskiðnaðarins hér að
gera þegar það fréttist að 5 hol-
lensk fiskiskip frá Urk muni „að-
stoða“ þýska sjómenn við að
fylla upp í veiðikvótann sem
Evrópubandalagið úthlutaði
þeim. Margir líta á þetta sem
enn eina tilraun útgerðarmanna
í Urk til þess að víkja frá þeim
aflatakmörkunum sem ákveðnar
hafa verið í Brussel.
Veiöitakmörk
sniögengin
í Urk í Hollandi búa um 9000
manns sem svo til algerlega eru
háð fiskveiðum og fiskvinnslu.
Trúarbrögð skipa stórt hlutverk
í lífi fólksins þar og svo hefur
lengi verið. Samheldnin og sam-
vinnan innan þorpsins er mikil
og það á hvort tveggja við milli
fyrirtækjanna og einstakl-
inganna. Þessi samstaða hefur
leitt til þess að utanaðkomandi
áhrif hafa lítt náð til þorpsins.
Einnig hafa útgerðarmenn þar
komist upp með töluvert meira
frjálsræði í fiskveiðimálum en
almennt gerist innan Evrópu-
bandalagsins vegna þess að allir
virðast leggja sig fram um að
gera eftirlitsmönnum lífið eins
erfitt og unnt er þegar þeir koma
í heimsókn. Þ.e.a.s. þegar þeir
vilja fá að lita í bækurnar. Það
frjálsræði sem útgerðar- og
markaðsmenn í Urk hafa tekið
sér hefur þýtt meiri afla en þeim
hafði verið úthlutað. Ritari
hagsmunafélags fiskimanna i
Urk (Visserijebelangen), G. Mu-
in, lét hafa það eftir sér fyrir
skömmu að með þeim 140 skip-
um sem gerð eru út frá Urk væri
ekkert vandamál að veiða
40—45% af þeim þorsk- og kola-
kvóta sem hollenskum sjómönn-
um væri úthlutað árlega. Hann
sagði jafnframt að ekki væri
nokkur leið að halda uppi hag-
kvæmum rekstri á skipunum
með þeim nokkur þúsund tonn-
um sem þeim væri úthlutað. Með
þessum orðum gaf hann óbeint
til kynna að það væri eins konar
sjálfsbjargarviðleitni útgerðar-
manna hér að halda sig ekki við
þau aflatakmörk sem ákveðin
væru hverju sinni.
Þegar spurt er um fiskveiði-
mál niður við höfnina í Urk er
alla jafna bent á hagsmunafélag
útgerðar- og fiskimanna. Hjá
hagsmunafélaginu segja menn
eins lítið og hægt er. Þetta er
stefna stjórnar félagsins til þess
að koma í veg fyrir alls konar
sögusagnir. Slíkt gerist þó engu
að síður. í fyrra voru til dæmis
birtir í breskum dagblöðum
hlutar skýrslu sem merkt var
„trúnaðarmál". í þeirri skýrslu
sem var frá höfuðstöðvum Evr-
ópubandalagsins I Brussel var
gerð grein fyrir fiskveiðum Hol-
lendinga umfram úthlutaðan
kvóta. Samkvæmt samningum
innan Evrópubandalagsins mega
hollenskir sjómenn veiða 72 þús.
tonn af skarkola og 76 þús. tonn
af þorski. Þessar tölur gefa þó
litla hugmynd um heildarafla
Hollendinga á þessum tegund-
um. Það er almennt viðurkennt
hér.
Við getum tekið dæmi úr
skýrslunni frá Brussel. Hinn 13.
ágúst 1984 voru meira en 13.000
lestir af kola seldar á fiskmark-
aðinum í Urk en aðeins 4.000
tonn voru opinberlega gefin upp.
Tvöfalt bókhald er notað við
fisksöluna svo að mjög erfitt er
að henda reiður á því hvað
raunverulega hefur verið veitt.
Fyrir utan Urk var fiskimarkað-
urinn í IJmuiden einnig nefndur
I þessum skýrslum en sá mark-
aður er undir stjórn Samgöngu-
og vatnamálaráðuneytisins hér.
Greinilegt er því að hátt settir
opinberir aðilar vita af þessu.
Fiskmarkaðurinn í Urk hafði
áður verið staðinn að verki. Árið
1977 birtist í hinu virta vikuriti
Vrij Nederland (Frjáls Niður-
lönd) grein um það hvernig selt
var framhjá fiskimörkuðunum
hér. Niðurstaðan var sú að bæði
væri „svartur" og „grár“ mark-
aður jafnframt þeim viður-
kennda.
Nú þegar þessar sannanir
liggja fyrir mætti ætla að hægt
væri að tala um fyrir útgerðar-
og sjómönnum I Urk. Það er þó
erfiðara en ætla mætti. Þeir
segja að svo lengi sem Evrópu-
bandalagið geti ekki ábyrgst að
aðrir sjómenn veiði nákvæmlega
það aflamagn sem þeim er út-
hlutað muni þeir veiða sem
hingað til. Allir fundir í Urk sem
fjalla um hagsmuni útgerðarinn-
ar þar eru lokaðir og þangað
kemst enginn utanaðkomandi
aðili. íbúar í Urk kippa sér einn-
ig lítið upp við það sem dómur-
um finnst og mæta jafnvel ekki
þó svo þeir séu kallaðir fyrir.
Nýlegt dæmi um slíkt er þegar
unglingar og foreldrar þeirra
voru kallaðir fyrir vegna þess að
þeir mættu ekki í skólann. Full-
yrt var að unglingarnir væru við
vinnu í fiskflökunarverksmiðj-
unum. Megnið af þeim foreldrum
sem kallaðir voru fyrir mættu
ekki og þeir sem komu sögðust
ekkert vita um aukavinnu barna
sinna.
Nú þegar ljóst er að hollenskir
sjómenn frá Urk eru byrjaðir að
fylla upp í opinberan kvóta Þjóð-
verjanna, sem ekki hafa skipa-
kost til þess að veiða sjálfir það
magn sem þeim var úthlutað,
gæti farið svo að „svarti" og
„grái“ markaðurinn I Urk
minnkaði smátt og smátt. Þeim
afla, sem hollensku skipin veiða,
verður landað í Bremerhaven og
þar verður hann einnig seldur. I
raun er hér um að ræða dæmi
um efnahagssamvinnu innan
Evrópubandalagsins. Annað
dæmi sem hægt væri að nefna er
að milli Englands og Hollands
var gerður samningur um að ef
England kaupir 8.000 tonn af
hollenskri síld muni Holland
kaupa 5.000 tonn af þeim kola
sem enskir veiða. Á þennan hátt
eykst samvinnan og jafnframt
eftirlitið sem aftur leiðir til þess
að öllu betra verður að fylgjast
með markaðsþróuninni.
Höíundur er íréítariíari Morgun-
bladsins í Hollandi.