Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 02.07.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 59 IIU. . J!)' VELVAKANDI SVARARf SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wmmm^mmmm^rn Tónlistin skiptir máli ekki útlit meðlima Tveir Duran Duran-aðdáendur skrifa: Kæri Velvakandi: Nú erum það við sem erum búnar að fá nóg af aðfinnslum aðdáenda ýmissa hljómsveita a Duran Dur- an. Með þessu erum við ekki að segja að Frankie goes to Holly- wood, U2 eða Wham séu verri hljómsveitir en Duran Duran, en hinsvegar getum við ekki séð að þær séu betri. Við erum vissar um að Wham- aðdáandinn, sem skrifaði í Vel- vakanda 16. júní sl., veit augnlit- inn og fleira á meðlimum Wham og þyrfti því ekki að vera að setja út á Duran Duran-aðdáendur fyrir að vita augnlitinn á einstökum meðlimum Duran Duran. Gauja, sem skrifaði í Velvak- anda 19. júní, spurði hvort hún og aðrir mættu hafa sinn tónlist- arsmekk í friði. Elsku Gauja. Það væri okkur mikil ánægja að þú fengir að hafa þinn tónlistar- smekk í friði, en megum við biðja um það sama? Við getum fullvissað Wham- aðdáendur og aðra um það að hjá langflestum Duran-aðdáendum skiptir tónlistin mestu máli en ekki útlitið á meðlimum hljóm- sveitarinnar. Okkur finnst líka alveg sann- gjarnt að fyrst það er búið að sýna þrjá sjónvarpsþætti með Duran Duian mætti alveg sýna tónleika með U2, Frankie og Wham. Og svona í lokin: Við ætlum að vona að þetta skítkast í ýmsar hljóm- sveitir í blaðinu hætti bráðlega. Omurlegt stef far: “ Ég vil færa Skúla Halldórssyni þakkir fyrir ábendingu hans í Velvakanda 21. júní sl., um það sem hann kallar „ömurlegt frétta- stef“ í útvarpinu. Það er nú þó e.t.v. einhver misskilningur hjá honum, að „stef“ þetta sé fyrst og íremst tengt tilkynningalestri I tíma og ótíma, en ekki fréttum. En hvað sem því líður þá er þetta meira en ömurlegt. Þetta er að verða hrein martröð á mér, og ég veit að svo er um fleiri. Þetta „þrautleiðinlega stef“ er að leggj- ast á sál mína. Þessi fjári syngur í höfði mér mikinn hluta dagsins, og jafnvel á nóttunni, og þegar fer að nálgast tilkynningalestur í út- varpinu byrjar kvíðinn fyrir því að nú eigi þetta að koma enn, enn, enn, mörgum sinnum — syngjandi tortúr. Ég skal taka það fram, að ég er illa að mér í tónlist; hélt satt að segja, að þetta væri eitthvert tón- listarlegt snilldarverk, og það get- ur verið svo, og þorði því ekkert að segja. En þegar Skúli Halldórsson kvartaði, þá var mér óhætt; hann hefur vit á þessu. Það hafa líka fleiri kvartað. En hvað um það, þá er það einlæg bón mín til útvarps- ins að við hlustendur verðum leystir undan ánauð þessari. Fyrst og fremst veit ég ekki hvaða til- gangi þetta þjónar, og í öðru lagi skal það tekið fram, að ég á ekkert bágt með að þola það sem kalla mætti þagnarstef útvarpsins og einnig það stef, sem almennt er í upphafi frétta í sjónvarpi. En þetta er hryllingur. „Hættið fyrir alla muni að leika þetta,“ segir Skúli. Ég tek undir þá áskorun. Davíð og jafnréttið 1368-3417 skrifar: Margt er kvenna mótlætið og mikið er jafnréttið tafið. Hann var meira ótæpið að tala svona hann Davíð. Þessir hringdu . . „Country" í sjónvarpið G.N.B. hringdi: Ég vil gjarnan koma á fram- færi við sjónvarpið hvort ekki sé möguleiki á að koma á „coun- try“-skemmtiþáttum í sjónvarp- ið, helst erlendum þáttum. Jafndýrir hljómleikar Tvær 14 ára, bráðum 15, hringdu: Við viljum gjarnan fá Duran Duran eða Frankie goes to Hollywood á Listahátíð, en alls ekki Wham. Það er hallærislegt af Wham-aðdáanda, sem skrif- aði í Velvakanda ekki alls fyrir löngu að hann myndi ekki vilja eyða peningum sínum í að fara á Duran Duran-tónleika, þvi það væri rándýrt. Það er hinsvegar alveg jafndýrt og Wham-tónleik- ar, en samt höldum við að krakk- ar sem halda með öðrum hljóm- sveitum myndu samt koma á hljómleika hjá hinum þó þeir héldu ekkert sérstaklega upp á þær. Okkur finnst Duran Duran engin barnahljómsveit frekar en Frankie goes to Hollywood — þær eru bara góðar hljómsveitir. Ef þið viljið hlusta á falskar hljómsveitir, skuluð þið hlusta á Boy George, en það kemur okkur reyndar ekki við því það er ekki okkar smekkur. Duran seinna á Listahátíð S.P.G. hringdi: Það eiga eflaust eftir að verða margar Listahátíðir í framtíð- inni. Ég vil biðja einhverja þeirra listahátíðarnefnda sem eftir á að starfa um ókomin ár um að reyna að fá Duran Duran til íslands. Latur vinnuskóli Sverrir hringdi: Ég bý í Þverholti og finnst mér vinnuskólinn alveg ferlega latur hér um slóðir. Ég gekk framhjá krökkunum, þar sem þau voru að vinna, og þegar verkstjórinn þurfti að skreppa aðeins frá, hættu allir störfum á meðan. 3svar í viku, byrjendur kl. 18.30 (ekki yngri en 13 ára). Fram- hald kl. 19.30 (90 mín.). Á síöasta námskeiöi komust færri aö en vildu. Vertu meö og hringdu strax. Jazzballettskóli Báru Sími83730 A ' Bauhaus borðstofustólar á aöeins kr1.135 Staögreitt. Sem sagt... ... á óumflýjanlega hag- stæðu verði. nm Imj Bláskógar Ármúla 8. S: 686080 — 686244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.