Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 64

Morgunblaðið - 02.07.1985, Side 64
KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 tfgmtdafrlfe ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Bensínhækkunin: FÍB fær ekki upplýsingar FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda fær ekki upplýsingar um forsendurnar fyrir síðustu bensínverðhækkun, eins og félagið hafði óskað eftir við verð- lagsyfirvöld. Skýringin er sú að forsendurnar eru trúnaðarmál milli verðlags- yfirvalda og olíufélagana, en FÍB er velkomið að fá skiptingu bensínverðs, eins og það hefur fengið á undanförnum árum. „Ég fékk þessar upplýsingar hjá aðstoðarverðlagsstjóra, Gunnari Þorsteinssyni, í dag,“ sagði Jónas Bjarnasson, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það virðist sem þessar forsendur séu leyndarmál og þess vegna munum við í FÍB reyna að reikna út eðlilegt bensínverð sam- kvæmt öðrum gögnum sem okkur eru tiltæk. Mér skilst að trúnaður ríki á miili Verðlagsstofnunar og olíufélaganna um forsendurnar sem olíufélögin byggja kröfur sín- ar um hækkun bensínverðs á. Við vildum að fulltrúi FÍB fengi að- gang að þessum gögnum, svo að hægt væri að leggja óvefengjan- legar upplýsingar fyrir almenn- ing. Það pukur sem hefur ríkt í þessum málum er óþolandi, en því miður er þessu svona háttað," sagði Jónas að lokum. Hvítá í Borgarfirði: Mjög góð lax- veiði í netin MJÖG góð laxveidi hefur verið að undanfbrnu hjá netabændum við neðri hluta Hvítár í Borgarfirði. Lítil veiði var í byrjun laxveiðitíma- bilsins en fyrir rúmri viku fór hún að glæðast og var mjög góð í síðustu viku. Aftur á móti hefur stangveiðin verið treg fram undir þetta og margir veiðimenn komið ekki tómhentir heim. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti sagði að veiðin nú væri vel yfir meðallagi hjá þeim og Morgunblaðið hefur fregnir af því að „mokveiði“ sé hjá sum- um bændum. Þorkell sagði að laxinn væri heldur léttari en oft á þessum tíma, eða 8—10 pund í stað 10—12 punda. Hann væri við hjá netabændum til að koma hins vegar mjög fallegur og góð- ur. Þá sagði hann að farið væri að bera á smálaxi, 5—6 punda, þannig að nýjar göngur virtust vera á ferðinni. Þorkell sagði að stangveiðin hefði verið léleg í borgfirsku ánum, en taldi að það væri núna að lagast. MorKunblaöið/Bjarni. Seiðin háfuð úr flotkvíum Laxalóns í Hvammsvík í Hvalfirði. Fyrsti seiðafarmurinn frá Laxalóni farinn til Noregs NORSKT tankskip, Gunnar Junior, kom til landsins í fyrrinótt og sótti fyrsta farminn af seiðum sem laxeldisstöðin Laxalón hefur selt til fiskeldisstöðva í Norður-Noregi. Seiðin voru háfuð úr flotkvíum Laxa- lóns í Hvammsvík í Hvalfirði og sett þar um borð í skipið. Alls fara 50 þúsund laxaseiði og 350 þúsund regnbogasilungsseiði frá Laxalóni til Noregs í ár og eru það 3 skipsfarmar. í þessari ferð fóru öll laxaseiðin og 50 þúsund regnbogasilungsseiði. Að sögn Ólafs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Laxalóns, gekk vel að koma seiðunum um borð. Sagði hann að allt virtist vera í lagi. Sagði hann að silungur yrði nú settur í kvíarnar og hann alinn þar fram á haust, og tilraunir yrðu ef til vill einnig gerðar með að ala lax í þeim í sumar og næsta vetur. Kanadísk stjómvöld opna fyrir erlenda fjárfestingu í fiskiðnaði: Taka íslendingar þátt í fyrirtækjum í Kanada? „KANADASTJÓRN ætlar sér að I á meðal er ráðgert að opna fyrir I hvort til greina kæmi að íslend- I þessa stefnu þegar hann var í opna í mun meiri mæli fyrir er- erlenda fjárfestingu í flskiðnaðin- ingar fjárfestu í flskiðnaði í Kan- opinberri heimsókn í Kanada nú lenda fjárfestingu í landinu, og um,“ sagði Halldór Ásgrímsson ada. fyrir skömmu. „Þegar þessi stefna markmiðíð með því er að draga úr sjávarútvegsráðherra í samtali við Halldór sagði að kanadísk kemst til framkvæmda má gera atvinnuleysi því sem þar ríkir. Þar | Morgunblaðið, er hann var spurður | stjómvöld hefðu upplýst sig um | ráð fyrir að ýmsar þjóðir hugi að því að fjárfesta í þessum atvinnu- vegi,“ sagði Halldór. Halldór var spurður hvort hann teldi slíka fjárfestingu fýsilegan kost fyrir okkur íslendinga: „Við eigum náttúrlega afar lítið fjár- magn í slíkt, og auk þess verðum við að gera okkur grein fyrir að t.d. á Nýfundnalandi eiga þeir við mikil staðbundin vandamál að etja. Það getur verið erfitt fyrir erlenda aðila að eiga við slík mál, svo sem launamál og verkalýðs- mál. Hins vegar held ég að rétt verði að athuga hvort íslenskir að- ilar gætu hugsað sér að eiga hlut í fyrirtækjum þar, með það í huga að selja vörur þeirra að einhverju leyti á erlendum mörkuðum, því ég tel að við höfum yfir meiri markaðsþekkingu að ráða en mörg þessara fyrirtækja í Kanada.“ Réðst á 14 ára pilt Tvítugur maður handtekinn vegna málsins UÐLEGA tvítugur maður réðst á 14 ára pilt í ísbúðinni á Suður- landsbraut 12 og nefbraut, auk þess sem hann veitti honum aðra áverka á andliti. Árásarmaðurinn vatt sér fyrirvaralaust að piltinum og sló niður og hafði sig síðan á brott. Hann var handtekinn í gær. Árásarmaðurinn var í bifreið á Suðurlandsbraut ásamt félaga sínum, sem ók, og vinkonu þegar þau sáu þrjá pilta við götuna. Einn þeirra stökk út á götuna, eins og til að ögra þeim, en sneri síðan við. Mennirnir töldu ástæðu til að brýna fyrir piltin- um hve leikur þessi væri hættu- legur, að sögn ökumanns, og hófu því leit. físbúðinni sáu þeir pilt, sem þeir töldu að væri hinn sami og ögraði þeim. Þegar öku- maðurinn hafði stöðvað bifreið- ina fyrir utan ísbúðina vatt fé- lagi hans sér út, gekk inn í búð- ina og sló piltinn fyrirvaralaust niður. Pilturinn var fluttur í slysa- deild til aðgerðar og var þar enn í gær. Rannsóknarlögregla ríkis- ins hóf rannsókn málsins og hafði upp á ökumanni bifreiðar- innar á sunnudag og var árásar- maðurinn handtekinn I gær. Lögreglan hafði í gær ekki haft tal af piltinum, sem ráðist var á. Starfsmaður Pósts og síma: Játar að stela fé úr bréfum STARFSMAÐUR Pósts og síma á pósthúsi á Reykjavíkursvæðinu hef- ur játað að hafa tekið fé úr bréfum, sem stfluð voru á fyrirtækið B. Magnússon og leikur grunur á að hann hafl á undanförnum mánuðum jafnframt fyrirkomið bréfum til fyrirtækisins. Óvíst er hve miklu fé hefur verið stolið, en grunur leikur á að það sé um 30 þúsund krónur. Rannsóknarlögregla rikisins hefur að undanförnu rannsakað hvarf peninga úr bréfum sendum í almennum pósti til B. Magnússon- ar. Fyrirtækið hefur sent út vöru- lista og er um að ræða staðfesting- argjald á pöntunum til fyrir- tækisins. Staðfestingargjaldið mun vera 200 krónur. Vegna þessa skal fólki bent á að ekki er ætlast til að peningar séu sendir i al- mennum pósti. Reykhólasveit: Talið að elding hafi kveikt í húsinu MtAhÚNum Rejkhóiureit, 1. júlí. UM hádegisbilið kom upp eldur í íbúðarhúsinu á Seljanesi. Magnús Jónsson, bóndi þar, var staddur í fjárhúsum og heyrði frá heimtaug rafveitunnar eins og skotið væri af haglabyssu. Hann hljóp heim til að athuga hvað um væri að vera og lagði þá reyk úr veggnum skammt frá eldhúsglugganum. Rafmagni hafði slegið út, en í þessum vegg hússins eru engar raflagnir. Slökkviliðið í Reykhólasveit kom á staðinn, en þá var búið að slökkva eldinn að mestu. Ekki er talið ósennilegt að eldingu hafi lostið niður og munu menn frá rafmagnseftirlitinu koma á stað- inn og reyna að grafast fyrir um orsakir. Skemmdir urðu ekki mjög miklar og er það því að þakka hvað eldsins varð fljótt vart. íbúðarhúsið á Seljanesi er járn- varið timburhús. Sveinn Ekið á átta ára dreng EKIÐ var á átta ára gamlan dreng í Kópavogi um sexleytið í gær. Slysið átti sér stað í Reynihvamminum. Drengurinn hafði verið að koma eftir hjólreiðagötu, sem liggur milli Reynihvamms og Heiðahvamms, er hann varð fyrir bifreiðinni. Drengurinn var fluttur á slysa- deild. Ekki var vitað í gærkveldi hversu alvarleg meiðsli hans voru, en um höfuðmeiðsl mun hafa verið að ræöa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.