Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 27 inum er íslendingurinn strekkir á tólunum," ritar Stewart. Stewart lýsir þessum veiði- tækjum íslendinga að lokum á þann hátt að hér sé „goggur með agnhaldi á hreyfanlegri stöng". Hann klykkir út með heldur furðulegri sögu um tvo íslend- inga sem voru að veiða saman, sagan á að undirstrika hversu tröllslegar græjurnar voru á fimmta áratugnum. Stewart hef- ur orðið: Tveir íslendingar voru að veiða í Brúarhylnum í Straumfjarðará. þar sem komið var hádegi, hætti annar þeirra veiðum og hóf að undirbúa há- degisverðinn. Það var hans fyrsta verk að kveikja á prímus. Maðurinn var með hið myndar- legasta alskegg og það stóð á endum, að þegar gasið logaði glatt, setti félagi mannsins í vænan lax. Vinur okkar með skeggið hallaði sér fram til að sjá betur skemmtunina, en þá tókst svo illa til, að hann sveifl- aði skeggið í logann með hræði- legum afleiðingum. Reiði- og sársaukaóp hans vöktu athygli vinarins. Hann lagði frá sér stöngina, hljóp til og henti vini sínum og prímusnum út í ána, tók síðan stöngina og landaði laxinum. Féll þá allt i Ijúfa löð. Ég sel þessa sögu ekki dýrar en ég keypti hana, en sé hún sönn er hún úrvals dæmi um það hversu kærulausir tslendingar eru þeg- ar laxinn er annars vegar ...” Stewart segir svo margt og kemur svo víða við, að við verð- um að hætta nú. Lesning þessi vekur spurningar um hvar ís- lenskir stangveiðimenn standa i dag. Vonum við þá svona? Það getur verið betra að vera ekki of snjall Yfirleitt er talið gott að kunna sitt fag, þá er staðið „rétt“ að hlut- unum og ekkert kák á ferðinni. En engin regla er án undantekninga og dæmin sanna að það getur verið betra að vera hæfilega vitlaus um hvað verið er að gera, sérfræðing- unum er þá gjarnan skákað og þeir standa eftir með gapandi munn- inn. Vestur á Mýrum rennur á ein lítil og heitir Álftá. Þetta er prýðileg laxveiðá sem hefur á sínum bestu sumrum skipað sér á bekk með bestu laxveiðiám landsins sé miðað við veidda laxa pr. stöng, sem er að sjálf- sögðu hin eina rétta viðmiðun þegar athugað er hvað ár eru göfulastar. En þetta er viðkvæm á með fáum veiðistöðum þar sem laxinn liggur í einhverjum mæli, enda hefur þar aðeins verið veitt á 2 stangir þangað til i sumar, í mánuð er nú veitt á 3 stangir og sýnist sitt hverjum, sérstaklega í ljósi þess ástands sem verið hef- ur í sumar. Á þessi verður nefni- lega að hálfgerðri lækjarsprænu ef rigningar fóðra hana ekki reglulega og/eða að enginn eða lítill snjór hafi verið í fjöllum. Því hefur Álftá verið við- skiptavinum sínum erfið við- fangs lengst af í sumar og veiðin verið lítil, enda ekki nema reyt- ingur af fiski genginn upp. í Hrafnshylnum við Brúarland eru nokkrir tugir laxa, en veiði- menn verða helst að nálgast hyl- inn neðanjarðar og standa langt frá er þeir kasta. Þarna voru einhvern tímann fyrir skömmu tveir fílefldir og þaulvanir veiði- menn og með i för var eiginkona annars þeirra og er hún lítt vön. Herrarnir sýndu hinum styggu löxum ýmsar flugur og slökuðu svo maðki í hylinn með þeim af- leiðingum að laxarnir tvístruð- ust. Þetta gekk sumsé ekkert hjá þeim. Eftir góða törn fengu þeir sér kaffihvíld, en frúnni hafði leiðst setan á þúfunni og vildi fá að reyna. Það var auðsótt, en heldur þótti þeim ólíklegt að frú- in myndi veiða, sérstaklega þeg- ar hún tjáði þeim að hún ætlaði að renna í strenginn „fyrir ofan brúna“. Umræddur strengur er varla í hné í meðalvatni, hvað þá eftir slíka þurrkatíð sem verið hefur. Hvað um það, þeir létu hana ráða þessu. í fyrsta kasti tók 14 punda lax. Eftir hádegið voru þeir stadd- ir við Hrafnshylinn og reyndu þeir af meiri einbeitingu og ákafa en nokkru sinni fyrr að egna fyrir hylbúana, en ekkert gekk. Ánnað kaffihlé. Tíu mínút- um síðar landaði frúin öðrum fiski, að þessu sinni I sjálfum hylnum ... sumarleyfisstaður við bæjardyrnar Það er engin tilviljun aó mörg félaga- samtök hafa valið Hótel Borgarnes sem funda- og ráðstefnustað. Borgarnes er I þjóðbraut, hæfilega langt frá ys og skarkala Stór-Reykja- vlkursvæöisins. Bæjarstæðiö er sérkennilegt og fag- urt, en umfram allt friðsælt. Upp af Borgarnesi teygir sig hið sögu- fræga Borgarfjaröarhéraö og býður upp á ótal möguleika til útivistar og skoóanaferöa. Fólk sem vill leita friösældar og næðis án þess að ieggja á sig langt feröalag gistir Hótei Borgarnes. • Það færist og I vöxt að laxveiöimenn sem veióa I ám Borgarfjaróar hafi þar aðsetur svo og rjúpnaskyttur á haustin. í Hótel Borgarnesi eru 36 herbergi, þar af 20 með baði. Morgunverður er fram- reiddur I kaffiterlu. Veitingasalir fyrir ráðstefnur, dansleiki og veislur eru I hótelinu, fyrir allt að 300 manns. Hótel Borgarnes leggur áherslu á alúö- legt viðmót og góða þjónustu og reynir að koma til móts við óskir hvers og eins. rearncs slml 93-7119 & 7219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.