Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Veidiþáttur I msjón (>uóniundur Guójónsson Gömul mynd dregin upp af íslenskum veiðimönnum: Vorum við þá svona? Árid 1950 riUði Breti nokkur að nafni R.N. Stewart bókina „Rivers of lceland“ og var Ferðaskrifstofa ríkisins útgáfuaðilinn. Stewart hafði fjölmargra ára reynslu við laxveiðar bér á landi og var í hópi frumkvóðlanna í stangveiðum á Is- landi, einn þeirra sem við lærðum af. Stewart var einkum í Hrúta- fjarðará, hafði hana á leigu árum saman og veiddi vel. Svo fór hann vítt og breitt um landið og renndi alls staðar þar sem færi gafst „Rivers of Iceland“ er um margt merkileg bók. heimild um þróun stangveiði á Islandi á þessum ár- um þegar íslendingar sjálfir voru hægt og bítandi að vakna til vit- undar um hversu skemmtilegt sport hér er á ferð. fslenskir veiði- menn voru margir hverjir heldur neðarlega í þróunarstiganum, ósköp eðlilega, þeir voru misjafn- lega langt á veg komnir og í bók Stewarts er kafli sem ber yfir- skriftina: „Icelandic Anglers", eða íslenskir stangveiðimenn. Við ætl- um til gamans að skyggnast I þennan kafla og leyfa okkur að snara yfir á móðurmálið því sem forvitnilegast þykir: Stewart er fyrst með aðdrag- anda og inngang, hann ritar: „Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig stangveiðin hefur þróast sem íþrótt meðal fslend- inga. Þegar ég heimsótti landið fyrst, árið 1912, voru einu sportveiðimennirnir einhverjir smástrákar. fslendingar vissu þá varla hvað frítími var og auk þess var litið fyrst og fremst á fisk sem mat og því skemmri tími sem það tók að afla matar- ins, þeim mun meiri timi var af- lögu til að sinna þarfari hlutum. Þar af leiðandi var netið hið augljósa veiðitæki. Gestkomandi stangveiðimenn voru álitnir meira en lítið undarlegir. Þó þeir væru boðnir velkomnir, kom það íslendingum spánskt fyrir sjónir að þeir skyldu eyða miklum tíma og fjármunum til að stunda þessa iðju sína. Það er alfarið breskum veiði- mönnum að þakka, að stang- veiðiíþróttin hefur skotið rótum í landinu. í dag (1947) er mér tjáð að stangveiðimenn á land- inu séu um 800 talsins og eru þá nefndir aðeins þeir hörð- ustu..." Svo koma punktarnir: Stewart upplýsir, að þegar árið 1947 og í raun mun fyrr, voru íslensk samtök peningamanna farin að ná laxveiðiánum á leigu úr hönd- um útlendinga, sem allt fram að því höfðu allar helstu árnar á leigu. Svo koma ýmsir punktar um íslenska veiðimenn. T.d. Það eina sem ég get hugsað mér að gagnrýna, er að enn í dag (1947) fara allt of margir íslendingar til laxveiða með þann ásetning að láta túrinn borga sig. Ef veiðimaður ætlar að ná há- marksgleði út úr veiðiferðinni, þá verður hann að losa sig við slíkar hugsanir. Ef menn hugsa um það eitt hversu tapið er mik- ið í hvert sinn sem þeir missa lax, þá eru þeir ekki stangveiði- menn..." Stewart flýtir sér að segja að eigi séu allir fslendingar for- fallnir ryksugutogarar á árbakk- anum, sumir þeirra séu bara ágætir. Fljótlega fer hann út í veiðiaðferðir fslendinga og segir þá m.a.: „fslendingar hafa enn ekki lært að veiða fágað, það nægir að kíkja inn í veiðivöru- verslanirnar í Reykjavík. Ef ein- hver eftirspurn væri eftir fáguð- um tækjum, þá væru þau á boðstólum. En það eru þau ekki. Að þessari yfirlýsingu lokinni útskýrir Stewart hvers vegna hann telur að landinn þurfi að nota risastangirnar, sveru lín- urnar, risaönglana og síðast en ekki síst risamaðkana (sem voru skoskir). Það væri arfleifð frá gömlum tækjum sem eldri kynslóðir notuðu til að draga laxa með lítilli fyrirhöfn. Var þar um þvílík tæki að ræða, að enginn fiskur undir 14 pundum átti smugu að halda lífi eftir að hafa glapist á slíku tæki. Lýs- ingar Stewart í kjölfarið á veiði- aðferðum fslendinga með þessi miklu tæki eru stórkostlegar. Hann segir fslendinga aldrei nota gogg (gott hjá landanum!) þeir þurfi þess ekki, ef þeir komi að veiðstað þar sem þeir geta ekki rennt laxinum upp i fjöru, þá haldi þeir göngu sinni áfram og kanni næsta stað. Ef svo ólíklega vilji til að þeir reyni við slíkar aðstæður, setji í lax, þá slaki þeir einfaldlega á færinu og strekki ekki á dótinu fyrr en þeir hafa komið sér þannig fyrir að þeir geti hafið leikinn og böðl- að laxinum upp í fjöru á sem skemmstum tíma — hann skipt- ir sér ekkert af laxinum, veit vel að öngullinn er ofan i maga. Tæki hans eru afar sterk svo hann getur látið fiskinn af- skiptalausan þar til hann er í aðstöðu til að glíma við hann. Þó það taki langan tíma, er fiskur- inn ævinlega enn fastur á öngl- Enginn smá munur Vatnsleysið í mörgum íslensku laxveiðiánum hefur kumið niður á veiðinni, á því er enginn vafi. Þó befur veiðst furðu vel miðað við að varla hefur rignt svo heitið getur í ár á Vestur- og Suðurlandi. Gott dæmi um ástandið fylgir hér með, staðinn þekkja flestir, þetta er frá Laxá í Kjós, báðar myndirnar teknar í sumar, sú fyrri 15. júní meðan vatnsmagnið var enn boð- legt. Hin myndin var tekin í júlí- lok. Öll orð eru óþörf, en myndirn- ar birtum við fyrir forvitnissakir, það er ekki endaleysa allt þetta tal um slæm skilyrði. Sannleikur og ekkert annað. Samt gengur lax og veiðin er góð. Bendir til batnandi tíðar næstu árin. Fréttapistill frá Winnipeg\ Margrét Björgvinsdóttir Innlent yfír- lit frá Kanada Undir lok þessa árs verða mikl- ar breytingar í kanadískum stjórnmálum um garð gengnar á tiltölulega skömmum tíma. Yfir- burðasigur konservatívra i siðustu kosningum til sambandsþingsins i Ottawa er enn í fersku minni. Brian Mulroney forsætisráðherra sigraði þar John Turner, sem gegnt hafði embætti um skamma hríð. Hafði hinn síðarnefndi tekið við völdum þegar Trudeau loksins ákvað að draga sig í hlé eftir lang- an og oft litríkan feril. Brian Mulroney forsætisráð- herra var fremur lítið þekktur þegar hann var kjörinn formaður konservativa flokksins, en hann reyndist þolgóður i kosningabar- áttunni og vel máli farinn á bæði ensku og frönsku. Frá því að hann tók við embætti hefur samkomu- lag milli Kanada og Bandarikj- anna batnað. Þeir Mulroney og Reagan forseti eru sagðir vinir og taka jafnvel lagið saman í veisl- um. Hér sannast þó enn að for- ystumenn á stjórnmálasviðinu fái ei lengi að dveljast meðal rósanna. Mulroney hefur þegar orðið fyrir talsverðri gagnrýni fyrir óskýr stefnumið. Einkum hefur spurn- ingum um samvinnu í varnarmál- um við Bandaríkin farið sífjölg- andi. Hefur mörgum þótt nokkuð skorta á skýr svör við því hvaða hlutverki Kanadamenn komi til með að gegna á því sviði á kom- andi árum og þá hvort staðarleg afmörkun varnanna sé á jörðu niðri eða úti í himinhvolfinu. Einnig hefur verið á það bent að núverandi stjórnarstefna í við- skiptamálum kunni að leiða til þess að innan tíðar verði nánast þrír fjórðu af innfluttum vörum frá Bandaríkjunum tollfrjáls og kunni slíkt að skapa nokkurn vanda fyrir kanadísk iðnfyrirtæki. Fjárlögin sem stjórn Mulroneys lagði fyrir þingið í vor hafa verið mjög umdeild. Frjálst framtak hafði gert ráð fyrir meiri stuðn- ingi en ráðinn verður af fjárlaga- frumvarpinu og þykir skatta- byrðin of þung. Frá öðrum stétt- um þjóðfélagsins hafa heyrst svip- aðar raddir. Með fjárlagafrum- varpinu virðist Mulroney-stjórnin hafa reynt að sigla bil beggja en Brian Mulroney forsætisráðherra Kanada. ekki tekist það. Samkvæmt frum- varpinu átti að losa mjög um vlsi- tölubindingu ellilífeyris og varð andspyrna gegn þeim bálki mjög hörð. Efldu Iífeyrisþegar með sér samtök um landið þvert og endi- langt, sendu talsmenn til Ottawa og bókstaflega þvinguðu forsætis- ráðherra til þess að nema fyrr- greint atriði brott úr frumvarpinu og gefa loforð um fulla vísitölu- bindingu. Fjármálaráðherrann, Michael Wilson, taldi sér hneisu gerða og var um skeið uppi þrálát- ur orðrómur þess efnis að hann kynni að segja af sér. Var þetta fyrsta skilgreinanlega áfall stjórnar Mulroneys. Sjálfur gaf forsætisráðherra út yfirlýsingu þess efnis að stjórn hans hefði hlaupið á sig við gerð fjárlaga- frumvarpsins, en aldraðir hrósuðu sigri. Þrír valdamestu fylkisstjórar í fylkjunum kanadísku eru ann- aðhvort nýhorfnir frá störfum eða um það bil að draga sig í hlé. Segja má að maður komi ávallt í manns stað og að þannig sé ekki mikilla breytinga að vænta í stjórnmálum við slík skipti, eink- um ef fráfarandi flokksforingi eða forsætisráðherra nýtur óskoraðs fylgis við lok stjórnmálaferils síns. Málunum er þó ekki ætíð þannig háttað. Þegar Bill Davis, formaður konservatívaflokksins í Ontario og forsætisráðherra þess fylkis í fjölda ára, lét af störfum fyrir skömmu, erfði eftirmaður hans að því er virtist traust pólitískt fylgi. Sá arfur dugði þó illa. Fyrr en varði gerði formaður frjálslynda flokksins í fylkinu samning við formann nýdemókrata um van- traustsyfirlýsingu á hendur fylk- isstjórninni. Urðu konservatívir að víkja úr sæti, og er nú stærsta og valdamesta fylkið i Kanada komið undir stjórn frjálslyndra eftir að þeir höfðu verið í stjórn- arandstöðu í fjóra áratugi. f Alberta-fylki eru miklar auð- lindir. Konservatívi flokkurinn hefur farið þar með völd í næstum því hálfan annan áratug undir forsæti Peters Lougheed. Lougheed hefur verið sam- bandsstjórninni í Ottawa erfiður ljár í þúfu, og voru deilur hans við Pierre Trudeau um skiptingu á ágóða af auðlindum Alberta löng- um harðar. Þótt fylkisráðherrann bæri ekki alltaf sigur úr býtum á þeim vettvangi, reyndist hann snjall samningamaður. Hann hef- ur nú ákveðið að hætta störfum í haust og hverfur þá af stjórn- málasviðinu valdamesti fylkisráð- herrann í Vestur-Kanada. René Lévesque forsætisráð- herra Quebec er ugglaust einn af litríkustu stjórnmálamönnum kanadísku þjóðarinnar. Hann barðist fyrir sjálfstæði Quebec en hefur nú ekki einungis ákveðið að láta það mál liggja í láginni um hríð, heldur mun hann innan tíðar láta af formennsku Quebec- -flokksins og þar með af störfum forsætisráðherra Quebec og er ekki annað sýnna en frjálslyndir taki þá við völdum. Þegar þekktir stjórnmálamenn draga sig í hlé, spyr fólk gjaman hvar þeir séu niður komnir og þó tæplega nema svona fyrst um sinn. Um næstu áramót munu Kan- adamenn spyrja slíkra spurninga um þá alla Pierre Trudeau, Bill Davis, Peter Lougheed og René Lévesque, mjög sérstæða samtíð- armenn, sem um langt skeið settu svip sinn á dreifða þjóð í stóru landi. mb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.