Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Kveðjuorð: Sjgríóur Soffía Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Einar Gunnarsson afhendir Baldvini Sigurðssyni bfllyklana að viðstöddum Friðriki Magnússyni og Magnúsi Eyjólfssyni. Björgunar- bifreið afhent Fædd 16. febrúar 1%6 Dáin 21. júní 1985 Þegar ung stúlka deyr í litlu byggðarlagi er áfallið þar öðruvísi en 1 stærra samfélagi. Allir vita strax hvað gerst hefur og setur hljóða, því bðnd skyld- leika og vinsemdar, tengja þar alla á einhvern hátt. Missirinn er allra. Það var þetta sem gerðist þegar fréttin um að Sigríður Soffía væri látin. Síssa eins og við kölluðum hana, var farin í aðra og lengri ferð en áætlað var heima á Greni- vík, á björtum vordögum, þegar Þýskalandsferðin var ákveðin. Öll eigum við okkar minningar um Síssu hvert með sínum hætti. Fyrir mér var hún ímynd hinnar glöðu æsku, frjálsleg í framkomu jafnt sem í leik og starfi, sýndi ávallt að manndómur réði ferð- inni. Eitt er sem mig langar sérstak- lega að minnast á sem einkenndi Síssu ætíð og það var hugsunin um aðra og í þessu tilfelli var það þannig að hún skrifaði mjög sér- staka ritgerð um frænda sinn og mág minn, sem slasaðist alvarlega í bílslysi en þessi ritgerð var svo vel gerð að með eindæmum þótti og það sérstaka við þetta var að hún skrifaði hana rétt á eftir sínu eigin fyrrá sjúkdómstilfelli. Tilgangurinn með því að nema á brott svo vandaða stúlku í blóma lifsins er mér óskiljanlegur en líf Síssu hafði sannarlega tilgang. Það vita allir sem henni kynntust að hún var sannur vinur vina sinna. Hún var líka ástkær vin- kona Guðbjargar dóttur minnar. Margar svipmyndir liðinnar tíðar standa ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum og þar á meðal skírn- in og man ég glöggt þegar komið var heim frá henni, að við Lísa móðir hennar kölluðumst á milli húsanna og hún sagði mér að ekki ætti að kalla hana Siggu heldur Síssu, eftir nöfnu sinni. Þetta er ein margra minninga sem leita á hugann, en þessi þó sérstaklega tengd kirkjunni sem kallaði okkur nú saman með sorg- arhljómi, til að kveðja Sissu hinstu kveðju. Ég og fjölskylda mín vottum Ásgeiri, Lísu, Heimma, Inga og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Megi fögur minning um góða stúlku verða huggun harmi gegn. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (B. Halld.) Sigríður Arnþórsdóttir Holti, 29. júlf. FORMAÐUR Landssambands flug- björgunarsveita, Einar Gunnarsson, Reykjavík og varaformaður, Priðrik Magnússon, Þykkvabæ, komu ásamt fylgdarliði færandi hendi til forystumanna Flugbjörgunarsveitar Austur-Eyfellinga, þeirra Baldvins Sigurðssonar, Eyvindarhólum og Magnúsar Eyjólfssonar, Hrútafelli. Þeir komu að Eyvindarhólum með Toyota Hi Lux, fjórhjóladrifsbifreið með diesel-vél, sem Toyotaumboðið hér á landi hafði gefið Landssam- bandi flugbjörgunarsveita í tilefni afmælis, fullbúna og tryggða. Að afhendingu lokinni buðu heimamenn til hádegisverðar i Hótel Eddu að Skógum og minnt- ust þar giftudrjúgra björgunar- starfa og ævintýraríkra ferða. Aðspurður kvað Einar það hafa verið ákvörðun Landssambands flugbjörgunarsveitanna að veita minnstu sveitinni í landssam- bandinu bílinn sem þakklætisvott fyrir margar erfiðar björgunar- ferðir, sem sveitin hefur farið án eigin farartækja. Á svæði sveitar- innar hefur oft reynt verulega á að komast yfir miklar vegleysur, óbrúaðar ár, sanda og fjallaleiðir. Toyota-bifreiðin mun þvi áreið- anlega koma Flugbjörgunarsveit Austur-Eyfellinga vel og báðu heimamenn þess að kæru þakk- læti og kveðjum væri skilað til gefenda bilsins. Flugbjörgunarsveit Austur-Ey- fellinga er ein 7 starfandi sveita Landssambands flugbjörgunar- sveita og var stofnuð 1956. Hún hefur oft verið kölluð út til björg- unarstarfa. Þekkt er framtak sveitarinnar gagnvart hinni vara- sömu gönguleið um Fimmvörðu- háls, þar sem sú leið hefur verið stikuð af sveitinni, 1974 var byggt þar sæluhús og nú síðast í vor endurbyggð göngubrú á Skógá. Fréttarilari. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Það er sama sagan í bridsin- um þessa dagana, hvert sem litið er. Aðsóknin sprengir utan af sér öll hús. Sl. þriðjudag mættu upp undir 100 manns í Drangey. 36 pör komust að og var spilað í 3 riðlum. Úrslit (efstu pör): A-riðill: Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson 253 Þórarinn Árnason — Tómas Sigurjónsson 250 Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 230 Eyjólfur Magnússon — Hólmsteinn Arason 219 Sigurður Sigurjónsson — Júlíus Snorrason 219 t Dóttir mín og móöir okkar, SOFFÍA ZOPHANfASDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja aö kvöldi 5. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Gisladóttir, Siguröur Óskarsson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Friðrik Óskarsson, Dóra Haraldsdóttir, Kolbrún Óskarsdóttir, Sigmar Þór Sveínbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín og móöír okkar. JÓNÍNA ÞORBERGSDÓTTIR, Eiríksgötu 13, lést laugardaginn 3. ágúst. Jaröarförin auglýst siöar. Jens Hansson og synir. t Móöir min, JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Engjavegi 73, Selfoesi, andaöist 5. ágúst í Ljósheimum, hjúkrunardeild aldraöra, Selfossi. Halldór Andrésson. t Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR V. LÁRUSSON, Réttarholtsvegi 73, lést í Borgarspitalanum 5. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Rósa Guöjónsdóttir. t Móöir okkar, KRISTÍN M. KARLSDÓTTIR tré Draflastöóum, andaöist á Hrafnistu 2. ágúst. Dómhildur Jónsdóttir, Karl Ómar Jónsson. t Móöir mín, GUÐNÝ J. GILSDÓTTIR frá Arnarnesi i Dýrafíröi, veröur jarösungín frá Haligrimskirkju 8. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hennar láti Hallgrímskirkju njóta þess. Guómundur Gilsson. t SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR fré Hundastapa, Böóvarsgötu 2, Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 5. ágúst. Börn og tengdabörn. Faöir okkar. t ÞÓRÐUR EIRÍKSSON, netageróarmeistari. er látinn. Unnur Þóröardóttir, Eirika Kristín Þóróardóttir. t Faöir okkar, afi og bróöir, JÓN EINAR KONRÁÐSSON, sem andaöist 28. júli, veröur jarösunginn frá nýju kapellunni í Fossvogi fímmtudaginn 8. ágúst kl. 10.30 f.h. Börn, barnabörn og systkini. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, VERNHAROUR KRISTJÁNSSON, þingvörður og fyrrum lögreglumaður, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknar- stofnanir. Vilhelmina Þorvaldsdóttir, Kristjén Vernharósson, Jóna Haraldsdóttir, Guórún Vernharösdóttir, Þórir Kristjénsson, Rúnar Vernharösson, Erna Bjargey Guömundsdóttir, Elísabet Vernharösdóttir, Sigríöur Snjólaug Vernharðsdóttir og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, HJARTARSTURLAUGSSONAR, bónda, Fagrahvammi, fer fram frá isafjaröarkirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Guórún Guómundsdóttir, börn, stjúpsynir og fósturbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.