Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Flugleiðir: Samningar við bandarískt fyrirtæki um hljóðdeyfí- búnað bregðast ,JÍI, ÞAÐ er rétt, þad bendir allt til þess að bandaríska fyrirtækið sem við sömdum við um smíði á hljóðdeyfum á DC-8-vélarnar ætli að bregðast," sagði Leifur Magnússon hjá Flugleiðum í samtali við Morgunblaðið. Flugleiðum var veitt undan- þága þegar flugmálayfirvöld í New York settu reglur um há- markshávaða flugvéla sem fá að lenda á flugvelli borgarinnar. Voru skilyrðin þau að Flugleiðir yrðu búnar að setja hljóðdeyfa á vélar félagsins sem fljúga til New York seint á þessu ári í síðasta lagi. Til stóð að ein þota félagsins yrði komin með þennan búnað í nóvember næstkomandi og aðrar Mokveiði hjá yngstu Ólafsvíkingunum OUfsvík, 6. áfóst HÉR hefur verið dýrðarveður undanfarna daga, sól og góður hiti og landið skartar sínu fegursta. Frí hefur verið frá veiðum og vinnslu en nú eru bátar að hugsa sér til hreyfings, þeir sem eiga fisk í sjó. Fiskimenn af yngstu kynslóð- inni veiða vel af bryggjum og raunar hvar sem færi verður bleytt. Vinsæll veiðistaður er við brúna yfir Bæjargilið þar sem lækurinn rennur í sjó innst í höfn- inni. Á háflæði veiðist þarna sil- ungur, ufsi og marhnútur. En í síðasta stórstreymi bar þó nýrra við. Þarna undir brúnni veiddu þeir hvern þyrsklinginn af öðrum svo að segja í ferskvatninu. Þótti fiskimönnunum ungu vel bera í veiði, þar sem þorskur gaf sig til við aðalgötu bæjarins. Nú er bara að vita hvort að ekki þarf að setja kvóta á kóðin. Helgi. Brotist inn í mannlaus hús: Miklum verðmætum stolið MIKLUM verðmætum var stolið úr þremur íbúðum í Reykjavík um helg- ina á meðan húsráðendur voru að heiman. Mestum verðmætum var stolið úr ibúð við Sunnuveg. Þar var stolið miklu safni af íslenskum frimerkjum og skartgripum. Er þýfið metið á hundruð þúsunda króna. Töluvert var og rótað í búðinni. Úr íbúð við Háaleitisbraut var stolið talsverðu af silfurmunum og í fyrrinótt var brotist inn i íbúð við Efstaland i Fossvogi og stolið þaðan hljómtækjasamstæðu af gerðinni Sony — sambyggðu út- varpi, segulbandi, plötuspilara og magnara — og myndbandstæki af gerðinni Akai. Þar var mikið rótað til við leit þjófanna að verðmæt- um. Málin eru i rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. $m 1 léttum dut> Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta í mark. UIWKJ Höföabakka*9 Reykjavfk S. 685411 tvær snemma á næsta ári. Að sögn Leifs hafa Flugleiðir nú hafið viðræður við annað fyrirtæki um smíði á þessum hljóðdeyfibúnaði en ekki er víst að það takist að ljúka því verki fyrir tilsettan tíma. „Það hefur enn ekki verið tekin nein ákvörð- un um hvernig brugðist verði við ef illa fer en þó tel ég að yfirvöld New York-borgar myndu fram- lengja leyfið. Um aukakostnað sem af þessu hlýst er ekkert hægt að segja ennþá,“ sagði Leifur að lokum. Morgunbl»6ift/Hjörtur Grítarsson Blíðviðri kom í veg fyrir stórbruna BLÍÐVIÐRIÐ í Reykjavík kom í veg fyrir mikinn eld í miðborginni laust fyrir kl. 23 á fóstudagskvöldið. Þá kom upp eldur í sorpgeymslu viö Miðbæjarmarkaðinn við Aðalstræti og varð talsvert bál um tíma. Allt slökkvilið Reykjavíkur var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu af hans völdum. Rúður sprungu í gluggum nokk- urra verslunarfyrirtækja f húsinu og urðu þar skemmdir af eldi og reyk. Lögð var höfuðáhersla á að verja timburhús i nágrenninu og má telja víst að erfiðara hefði verið að fást við eldinn ef rok hefði verið i borginni. Eldsupp- tökin eru óljós en helst er talið, að kveikt hafi verið i ruslageymsl- unni, sem er ólæstur timburskúr. Glæðist aftur í Laxá í I»ing. Veiði glæddist aftur i Laxá i Aðal- dal um helgina, eftir Jtví sem Völ- undur Hermóðsson í Arnesi sagði í samtali við Morgunblaðið i gær. Veiðin í ánni hefur verið góð lengst af í sumar, en fyrir rúmri viku eða svo dofnaði verulega og skyndilega yfir benni og laxinn gaf sig Iftt fyrr en um helgina. Þá veiddist vel og nú eru komnir 1.320 laxar á land úr ánni og er Laxá sú áin sem flesta laxana hefur gefið. Mikið er af laxi í ánni og er hann að sögn farinn að dreifa sér meira en áður og það er farið að glæðast á stöðum sem hafa verið daufir lengst af sumri. Meðai- þunginn verður ekki með hæsta móti að þessu sinni, smálaxar eru margir í afianum, en stærstu laxarn- ir sem fyrr 28 og 25,5 punda fiskar. Mikið af smálaxi hefur verið að ganga í ána alveg fram undir þenn- an dag. Víðar í Þing. 330 laxar hafa veiðst f Skjálf- andafljóti og þykir mönnum á þeim slóðum það vera firnagóður afli og miklu betra en í fyrra, sem þó má ekki miða of mikið við. Næst á eftir Skjálfandafljóti er Reykjadalsá, en hún hefur gefið 150 laxa og veiði hefur verið að glæðast nokkuð. 110 laxar hafa komið í land úr Mýrakvfsl, en að- eins 60 í Fnjóská. Er það afburða- lélegt í þeirri síðastnefndu, en þó hefur aðeins verið að lifna yfir henni að undanförnu. Dágóð bleikjuveiði hefur bætt laxleysið örlftið upp, um 300 vænar bleikjur hafa verið dregnar á þurrt. Það á við þessar ár eins og Laxá, að smálax hefur verið að ganga fram á þennan dag. Enn gott í Langá Enn er veiði góð í Langá á Mýr- um, þó stórlega hafi dregið úi göngum í ána, en feiknamagn gekk af fiski í hana í júlí og i fyrradag voru komnir um 1.060 laxar á land úr ánni allri. Enn er dagsaflinn á neðsta svæðinu 15—20 laxar á 5 stangir og er það afburðagott miðað við hin erfiðu skilyrði sem verið hafa f nær allt sumar. Um 760 laxar hafa veiðst á neðsta svæðinu, 260 á miðsvæð- inu, en aðeins 40—50 á efsta svæðinu, en laxinn hefur ein- hverra hluta vegna verið tregur til að ganga fram ána og er talið að það þurfi ærlega rigningu til að hann geri það. Sé miðað við að það rigni fyrr eða sfðar má þvf enn búast við umtalsverðri veiði í Langá er laxinn dreifir sér á end- anum, þvf mikið er af laxi á neðri svæðum árinnar. Gott í Gljúfurá Vel hefur veiðst í Gljúfurá, einkum ef vatnsleysið er tekið með í dæmið, eru komnir um 120 laxar á land og er það meira en allt síðasta sumar, en heildarafl- inn þá nam aðeins 110 löxum. Þrátt fyrir að afar lftið vatn hafi verið i ánni vikum saman hefur talsvert gengið af fiski og er hann dreifður. Meira er af laxi f ós ár- innar og í Straumunum og er talið að eitthvað af þeim fiski muni ganga upp ána ef það rignir að ráði. Smálaxarnir eru að koma... Veiði hefur glæðst f Miðfjarð- ará, fyrsta daginn, 4. ágúst, sem íslenskir veiðimenn bleittu þar færi eftir útlendingatörnina fengu þeir 86 laxa. Hefur annað eins vart veiðst þar á einum degi árum saman. Mest er þetta smá- lax og mikið af honum ber sjólús sem staðfestir að um nýrunninn lax er að ræða. Verði framhald á þessum göngum þykir sýnt að spár fiskifræðinga hafa staðist i Miðfirði hvað svo sem fréttist frá öðrum verstöðvum. Sá litli hefur komið seint, en komið samt. Talsvert hefur veiðst af merktum laxi sem sleppt var f sjóinn f fyrra. Um 400 laxar eru komnir á land, útlendingarnir sem voru við veiðar voru eftir atvikum ánægðir með sitt, sérstaklega er á leið, þvf stigandi var i veiðinni hjá þeim. FiwnköUum Htmyn nrnútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.