Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 VERSLUNARMANNAHELGIN ’85 Blíða á Birkimel en fáir gestir FREKAR fáir sóttu hátíðina sem haldin var á Birkimel á Barðaströnd um verslunarmannahelgina að sögn lögreglunnar á Patreksfirði. „Hátiðin fór mjög vel fram í alla staði og voru engin teljandi óhöpp hvorki á Birkimelum eða á vegum í sýslunni," sagði Jónas Jónsson lög- regluþjónn í samtali við Morgun- blaðið. „Ölvun var ekki mikil þótt gestir væru eingöngu unglingar sem höfðu lítið við að vera þar sem einungis voru haldnir dansleikir á mótssvæðinu. Veðrið var stórkost- legt alla helgina og olli blíðan því að mótsgestir voru rólegir i tíðinni og lengi að tygja sig til heimferðar. Umferð var talsverð, sérstaklega í austurhluta sýslunnar." Jónas sagði einnig að óvenjumik- ið hefði verið um fjölskyldufólk í Vatnsfirði og hefðu verið milli 80 og 90 tjöld í firðinum þegar mest var. Laugahátíð: Sex hundruð gestir UM 8EX hundruð gestir sóttu Lauga- hátið héraðssambands Suður-I'ingey- inga um helgina, að sögn Kristjáns Ingasonar eins af forráðamönnum há- tíðarinnar. Samkoman var haldin á sunnudaginn og var fjölskyldu- skemmtun síðdegis en dansleikur un. kvöldið. „Veður var slæmt og gekk á með rigningu og roki á mótsdaginn. Það kom þó ekki að sök þar sem skemmmtanirnar voru haldnar i leikfimihúsinu við héraðsskólann á Laugum og skemmti fólk sér hið besta,“ sagði Kristján meðal ann- ars. „Umgengni var mjög góð, ölvun sáralítil og óhöpp ekki teljandi. Gestir voru aðallega fólk úr sýsl- unni sem hvarf til síns heima eftir hátíðahöldin, þannig að enginn tjaldaði á mótssvæðinu í rigning- unni.“ ÞAÐ ER GAMAN AÐ MALA.. Nú er sumar og allar vikur fegrunarvikur. Húsasmiðja, byggingamarkaðurinn við sund, er með á nótunum! Á einum og sama stæð færð þú bæði efni og áhöld. HLJSA SMIÐJAINJ i 3-5 Morgunbladið/Sigurgei r Séð yfir hluta af tjaldborginni, heimatjöld og aðkomutjöld, en samfleytt í þrjá sólarhringa mátti sjá fólk sitjandi í brekkunum. Vestmannaeyjar: Atta þúsund manns á Þjóðhátíðinni Vestmannaeyjum, 5. ágiwL UM EÐA yfir 8.000 manns sóttu þjóðhátíð Vestmannaeyja { Herj- ólfsdal um helgina og er þetta því fjölmennasta þjóðhátíðin, a.m.k. nú hin síðari árin. Þetta þótti ákaflega velheppnuð þjóðhátíð í alla staði og fór hún hið besta fram í hvívetna. Hjálpaðist þar allt að, mikill mann- fjöldi í hátíðarskapi, sérlega gott veður alla helgina og síðast en ekki síst að hátíðin gekk yfir án teljandi óhappa eða slysa. Ökklabrot mun hafa verið alvarlegasta slysið í Daln- um. Eins og gjarnan áður var tals- verð ölvun á hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal en mjög lítið um að það slettist upp á vinskapinn hjá samkomugestum. Mjög góð gæsla var á svæðinu sem félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja önnuðust og Hjálparsveit skáta var allan tímann með slysavakt í gamla Golfskálanum þar sem því fólki var veitt aðhlynning sem varð fyrir einhverjum meiðslum og hlúð var að þeim er sofnuðu útaf á víðavangi vegna ofnotkunar áfengis. Læknavakt var alla hátíð- ina og lögreglan ávallt viðbúin ef á þurfti að halda. Þjóðhátíðin stóð að vanda yfir í þrjá daga og þrjár nætur með samfelldri skemmtidagskrá og dansleikjum frá miðjum degi á föstudag og fram á rauðan mánu- Mikil veóurblíða var á Þjóðhátíðinni í Herjólfsdal og fólk naut góða veðurs- ins í ríkum mæli. dagsmorguninn. Þátttaka heima- fólks í hátíðinni var nú meiri og almennari en mörg undanfarin ár og tjaldborg Eyjabúa, með sín sér- stæðu hvítu hústjöld, þar af leið- andi stærri en oftast áður. Hinir föstu og sérstöku hápunktar þjóð- hátíðarinnar, bjargsigið, brennan á Fjósakletti, flugeldasýningin stórkostlega, ásamt varðeldi og brekkusöng síðasta kvöldið, vöktu mikla hrifningu meðal þjóðhátíð- argesta. Að vanda stjórnaði Árni Johnsen, alþingismaður, brekku- söngnum við varðeldinn á sunnu- dagskvöldið og hefur ekki fyrr sést annar eins mannfjöldi samankom- inn í brekkunni á þjóðhátíð. Töldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.