Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 64

Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 VERSLUNARMANNAHELGIN ’85 Blíða á Birkimel en fáir gestir FREKAR fáir sóttu hátíðina sem haldin var á Birkimel á Barðaströnd um verslunarmannahelgina að sögn lögreglunnar á Patreksfirði. „Hátiðin fór mjög vel fram í alla staði og voru engin teljandi óhöpp hvorki á Birkimelum eða á vegum í sýslunni," sagði Jónas Jónsson lög- regluþjónn í samtali við Morgun- blaðið. „Ölvun var ekki mikil þótt gestir væru eingöngu unglingar sem höfðu lítið við að vera þar sem einungis voru haldnir dansleikir á mótssvæðinu. Veðrið var stórkost- legt alla helgina og olli blíðan því að mótsgestir voru rólegir i tíðinni og lengi að tygja sig til heimferðar. Umferð var talsverð, sérstaklega í austurhluta sýslunnar." Jónas sagði einnig að óvenjumik- ið hefði verið um fjölskyldufólk í Vatnsfirði og hefðu verið milli 80 og 90 tjöld í firðinum þegar mest var. Laugahátíð: Sex hundruð gestir UM 8EX hundruð gestir sóttu Lauga- hátið héraðssambands Suður-I'ingey- inga um helgina, að sögn Kristjáns Ingasonar eins af forráðamönnum há- tíðarinnar. Samkoman var haldin á sunnudaginn og var fjölskyldu- skemmtun síðdegis en dansleikur un. kvöldið. „Veður var slæmt og gekk á með rigningu og roki á mótsdaginn. Það kom þó ekki að sök þar sem skemmmtanirnar voru haldnar i leikfimihúsinu við héraðsskólann á Laugum og skemmti fólk sér hið besta,“ sagði Kristján meðal ann- ars. „Umgengni var mjög góð, ölvun sáralítil og óhöpp ekki teljandi. Gestir voru aðallega fólk úr sýsl- unni sem hvarf til síns heima eftir hátíðahöldin, þannig að enginn tjaldaði á mótssvæðinu í rigning- unni.“ ÞAÐ ER GAMAN AÐ MALA.. Nú er sumar og allar vikur fegrunarvikur. Húsasmiðja, byggingamarkaðurinn við sund, er með á nótunum! Á einum og sama stæð færð þú bæði efni og áhöld. HLJSA SMIÐJAINJ i 3-5 Morgunbladið/Sigurgei r Séð yfir hluta af tjaldborginni, heimatjöld og aðkomutjöld, en samfleytt í þrjá sólarhringa mátti sjá fólk sitjandi í brekkunum. Vestmannaeyjar: Atta þúsund manns á Þjóðhátíðinni Vestmannaeyjum, 5. ágiwL UM EÐA yfir 8.000 manns sóttu þjóðhátíð Vestmannaeyja { Herj- ólfsdal um helgina og er þetta því fjölmennasta þjóðhátíðin, a.m.k. nú hin síðari árin. Þetta þótti ákaflega velheppnuð þjóðhátíð í alla staði og fór hún hið besta fram í hvívetna. Hjálpaðist þar allt að, mikill mann- fjöldi í hátíðarskapi, sérlega gott veður alla helgina og síðast en ekki síst að hátíðin gekk yfir án teljandi óhappa eða slysa. Ökklabrot mun hafa verið alvarlegasta slysið í Daln- um. Eins og gjarnan áður var tals- verð ölvun á hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal en mjög lítið um að það slettist upp á vinskapinn hjá samkomugestum. Mjög góð gæsla var á svæðinu sem félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja önnuðust og Hjálparsveit skáta var allan tímann með slysavakt í gamla Golfskálanum þar sem því fólki var veitt aðhlynning sem varð fyrir einhverjum meiðslum og hlúð var að þeim er sofnuðu útaf á víðavangi vegna ofnotkunar áfengis. Læknavakt var alla hátíð- ina og lögreglan ávallt viðbúin ef á þurfti að halda. Þjóðhátíðin stóð að vanda yfir í þrjá daga og þrjár nætur með samfelldri skemmtidagskrá og dansleikjum frá miðjum degi á föstudag og fram á rauðan mánu- Mikil veóurblíða var á Þjóðhátíðinni í Herjólfsdal og fólk naut góða veðurs- ins í ríkum mæli. dagsmorguninn. Þátttaka heima- fólks í hátíðinni var nú meiri og almennari en mörg undanfarin ár og tjaldborg Eyjabúa, með sín sér- stæðu hvítu hústjöld, þar af leið- andi stærri en oftast áður. Hinir föstu og sérstöku hápunktar þjóð- hátíðarinnar, bjargsigið, brennan á Fjósakletti, flugeldasýningin stórkostlega, ásamt varðeldi og brekkusöng síðasta kvöldið, vöktu mikla hrifningu meðal þjóðhátíð- argesta. Að vanda stjórnaði Árni Johnsen, alþingismaður, brekku- söngnum við varðeldinn á sunnu- dagskvöldið og hefur ekki fyrr sést annar eins mannfjöldi samankom- inn í brekkunni á þjóðhátíð. Töldu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.