Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 32
MÖK(Í:0>Í/bL'Aiiri)/ MÍÐVlku'UAÖUK 'I. ÁUÚWitwa •! Seldu skrið- drekann fyrir vodka Frankfurt, Vestur-þýskalandi, 6. ágúst. AP. ÁHÖFN á sovéskum skriðdreka sem villtist við heræfingar í Tékkóslóvakíu seldi skriðdrek- ann kráareiganda nokkrum fyrir tvo kassa af vodka. Hermenn- irnir fundust síðan úti í skógi tveimur dögum síðar hvar þeir voru að sofa úr sér vímuna. Skriðdreki þeirra sást hvergi, en yfirvöld komust á snoðir um það að kráareigandinn hafi snarlega látið taka skriðdrekann í sundur og selt varahlutasala í grennd- inni. Frá þessu segir í vestur- þýska blaðinu Frankfurter All- gemeine Zeitung um helgina. Tékkneskur útflytjandi og rithöfundur, Ota Filip, kom fréttinni á framfæri og sagði að þetta hefði gerst þegar Varsjárbandalagsríki voru við heræfingar í Tékkóslóvakíu í fyrra. Hann sagðist hafa feng- ið fregnirnar í bréfi frá vini sínum fyrir örfáum vikum. Samkvæmt frásögn blaðsins sögðust hermennirnir ekki vita hvað orðið hefði af skriðdrekanum en síðar kom hið rétta í ljós en þá var búið að búta farartækið í sundur eins og fyrr segir. Veður víða um heim LfBgst Hssst Akureyn 14 téttskýjað Amsterdam 14 18 •kýjað Aþena 21 36 haiðakfrt Barcekma 27 Mttakýjað Berlín 13 21 •kýjað BrUsaet 8 18 •kýjaó Chécago 19 28 •kýjað Dublin 11 18 •kýjað Fsmyjar 24 alakýjað Frankfurt 13 25 •kýjað Genf 13 28 rigning Helsinki 16 alakýjað Hong Kong 28 33 haiöakfrt Jerúsalem 18 28 haiðakfrt Kaupmannah. 12 17 •kýjað Las Palmas 25 téttikýjað Lissabon 19 24 haiðakfrt London 11 19 •kýjað Los Angeles 18 29 haiðakfrt Lúxomborg 12 •kúr Mnlagn 30 hafðakfrt MaHorca 25 lóttakýjað Miami 25 31 rfgning Montreal 18 27 •kýjað Moskva 16 23 •kýjað Naw Vorfc 20 27 •kýjað Osló 11 16 rigning Parts 13 21 haiðskírt Paking 21 30 •kýjað Reykjavík 15 •kýjað Ríó da Janeiro 14 32 haiðskírt Rómaborg 24 32 skýjað Stofckhólmur 11 20 •kýi»ð Sydney 12 15 rigning Tókýó 27 32 •kýjað Vtnarborg 16 28 •kýjað Pórahðfn 9 ■kýjað Stríðsleikir Börn í flóttomannabúðum Palestínumanna í Beirút að leik. Myndin er tekin í Sabra-búðunum, sem eru vart annað en rústir. Börnin leika sér með byssur, sem eru algengar á þessum slóðum. Sartzetakis neitar að undirrita lofið Aþenu, 6. ágúst. AP. CHRISTOS Sartzetokis, forseti Grikklands, neitoði um helgina að undirrito skjöl þar sem lofsamlegum orðum er farið um fyrrverandi sam- storfsmann hans er hann lætur af störfum. Undirritun af þessu togi er formsatriði eða hefur verið það fram að þessu. Sartzetokis og dómari sá, Kostas, sem hlut á að máli munu oft hafa deilt um lagaleg atriði. Talsmaður Papandreu forsæt- isráðherra sagði að málið væri ekki til umræðu og fréttamenn segja að reynt sé að leysa það bak við tjöldin, en starfsmaður í for- sætisráðuneytinu skýrði frétta- mönnum frá því, gegn nafnleynd. Sartzetakis er þekktur fyrir nákvæmni sem sumir kalla smá- smygli og kunnur að þrjósku. Ýmsir spáðu því er hann varð for- seti, að hann ætti eftir að verða Papandreu forsætisráðherra óþægur ljár í þúfu, einmitt varð- andi málefni af þessum toga. Fyrir hálfum mánuði vakti það mikla reiði meðal fylgismanna Nýdemókrataflokksins og fleiri, þegar Sartzetakis neitaði að bjóða Constantine Karamanlis, fyrrver- andi forseta, til móttöku í tilefni þess að 24. júlí voru liðin 11 ár frá Stokkhólmi, S. ágúm. AP. TVEIR menn frá Eistlandi hafa beð- ið um pólitískt hæli í Svíþjóð, en þangað komust þeir við illan leik um helgina eftir að hafa ilúið frá Murm- ansk. Tók flótti þeirra 17 daga, og þurftu þeir að fara um óbyggðir í norðurhluto Sovétríkjanna áður en þeir náðu til Finnlands. Þaðan kom- ust þeir síðan til Svíþjóðar. Kom þetta fram í sænska dag- því lýðræði var endurreist í Grikklandi. Sartzetakis sagðist hafa ákveðið að hundsa Kara- manlis, þar sem hann hefði látið það ógert að óska sér til hamingju eftir forsetakjörið í vor. blaðinu Svenska dagbladet í dag. Starfsmaður hjá sænska innflytj- endaeftirlitinu kvað enga ástæðu til að rengja frásögnina. Samkvæmt frétt blaðsins hófu Eistlendingarnir flóttann 6. júlí sl. með því að fara með lest frá Leníngrad til Murmansk, en það- an eru aðeins 200 kílómetrar til Finnlands. Samt hefðu þeir stöð- ugt þurft að víkja af leið til að forðast landamærastöðvar eða íbúasvæði og ganga gegnum skóga og fenjasvæði. Eftir tólf daga voru matarbirgðir þeirra á þrotum, og lifðu þeir á birkilaufum og vatni þangað til þeir komu til Finn- lands. Á sunnudag flúði svo annar maður frá Lettlandi af sovéskum togara til Kalmar í Svíþjóð með því að synda til lands. Að hans sögn náði félagi hans ekki að synda í land. Hefði áhöfn togarans sent út bát á eftir þeim þegar flóttans varð vart og náð félaga hans. Sólböðunum lokið hjá Ronald Reagan WaKhington, 6. ágúnt AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, skýrði frá því í gær, mánudag, aö í fyrri viku hefði hann gengist undir aðgerð öðru sinni vegna krabbameins, að þessu sinni í andliti. Var um að ræða húðkrabbamein sem sólarljósið getur valdið, og er hvað auöveldast viðureignar þessara meina. Reagan sagði að læknar teldu húðkrabbamein," sagði Reagan, meinið úr sögunni en bætti því við að „vegna þess að ég hef alla tíð verið þeir hefðu sagt honum að halda sig sólbrúnn og sællegur á skrokkinn. framvegis í forsælunni. „Vissulega Það var þess vegna sem ég þurfti var það nokkuö áfali fyrir mig að aldrei á neinum farða að halda þegar komast að raun um að ég var með ég var í kvikmyndunum." Tveir Eistlendingar flýja til Svíþjóðar Verðfall á Grænlandsrækju Crænlandi, 6. ágúsL Frú Nila Jorgen Bruun, frétUriUra Morgunblaðsins. VERÐ A grænlenzkri rækju hefur fallið mjög upp á síðkastíð og get- ur það haft alvarleg áhrif á efna- hag Grænlands sem byggir mikið á rækjuveiðum. Árið 1983 var verð á rækjukíló 73 danskar krónur en hefur lækkað í 58 krónur. Ástæð- an fyrir verðfallinu er meira framboð á heimsmarkaði. Græn- lendingar flytja árlega út fjögur þúsund tonn af frystri rækju og getur því verðfall þetta leitt til þess að um 50 millj. danskra króna minna en áður fáist fyrir vöruna. í stuttu máli Vestur-Þýskaland: 6 Tékkar biðja um pólitískt hæli Waidhaus, V-Þýskalandi, 5. ágúst AP. SKÝRT var frá því í dag að sex Tékkar hefðu beðið um pólitískt hæli í Vestur-Þýskalandi í síð- asto mánuði. Hefðu þeir allir sagt skilið við hóp tékkneskra ferðamanna, sem dvaldist í Vestur-Þýskalandi. Flugræningjar yfirbugaðir Nikósim, Kýpvr, 6. ágúst. AP. ÍRANSKA fréttastofan IRNA sagði að komið hefði verið í veg fyrir flugrán í innanlandsflugi í Iran. Vélin var á leið frá Teheran til Bandar Abbas við Persaflóa þegar tveir menn gerðu sig lík- lega til að toka vélina. íranska flugfélagið hefur haft sérstoka öryggisgæslu í innanlandsflugi frá því í fyrra, en þá var allmörg- um vélura rænt og þess krafist að þær lentu uton írans. Níu pfla- grímar létust Yinadio, ÍUlíu, 6. ágúst AP. NÍU manns létust og 32 slösuð- ust þcgar farþegarúto með píla- grímum fór út af hálum fjallvegi. Skyggni var afleitt. Bíllinn þeytt- ist niður eftir fjallshlíð áður en hann stöðvaðist og björgunar- sveitir áttu erfitt með að athafna sig hinum slösuðu til hjálpar. Átj- án hinna slösuðu voru alvarlega meiddir. Thailand: 10 fangar féllu f fangelsis- uppreisn Bangkok, Thailandi, 6. ágúst AP. TÍU fangar í Bang Kwang-fang- elsi í grennd við Bangkok hafa beðið bana í alvarlegustu fang- elsisóeirðum í Thailandi svo ár- um skiptir. Fangelsið á að vera eitt hið traustasta þar í landi. Óeirðirnar brutust út fyrir helg- ina og segir lögreglan að þrjú þúsund fangar hafi tekið þátt í aðgerðunum, sem hafi augljós- lega verið þrautskipulagðar. Fangarnir kröfðust náðunar eða að fangelsisdómar þeirra yrðu styttir. 46 % Tókýó- kvenna vilja út á vinnumarkað Tókýó, 6. ágúot AP. FJÖRUTÍU og sex prósent jap- anskra húsfreyja sem búa á Tókýósvæðinu vilja vinna uton heimilis og vonast til að fá um það bil 122 þusund jen (jafnvirði um 21 þús. kr.) á mánuði. Um 30% þeirra sögðust vilja vinna uton heimilis til að víkka sjón- deildarhring sinn, 30 prósent sögðust hafa áhuga á útivinnu vegna peninganna og aðeins 6,7 prósent sögðust hafa hug á að leggja fram sinn skerf til þjóðfé- lagsins. Atvinnuleysi eykst í Belgíu Briissel, 6. ágúsL AP. ATVINNULEYSI í Belgíu jókst í júlímánuði í I3,2%atvinnubærra, en var 12 prósent í júní. Samtols voru 554.910 menn atvinnulausir þann tíma. Júlí er fimmti mánuð- urinn í röð sem atvinnuleysi vex í Belgíu. Starfsmaöur atvinnu- málaráðuneytisins í landinu sagði að þessi mikla aukning væri aðallega árstíðabundin vegna sumarleyfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.