Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Frásagnir frá Roger og froska- veitingahúsið hans Umsjón Elín Pálmadóttir Parísarbúar sem gert hafa veitingahús aö sérgrein sinni — og þeir eru margir — þekkja flestir La Grenouille. Ekki af því að þetta sé svo glæsilegt veitingahús, það er enn i upphaflegu húsakynnunum frá því það var stofnað árið 1930 í Rue des Grands- Augustins í Latínuhverfinu niður undir Signu, í porti og þvælið að finna það. Miklu fremur af þvi að stofnandinn og eigandinn, Roger le Gren- ouille, sem 4—5 áratugi stðð þar á skyrtunni og tók á móti gestum var lðngu orð- inn þjóðsagnapersóna er hann dó fyrir fáum árum. Hann var m.a. einkavinur Jóhannesar 23. páfa síðan þeir Roncalli kynntust í Ist- ambúl í fyrra strfði og veit- ingahúsið hans dró að alis konar listafólk, leikara og frægt fólk, svo sem sjá má af nafnspjöldum og alls kyns dóti sem það skildi þarna eftir á veggjum og hangandi í loftinu. Enn stendur Alice kona hans við kassann. Þau fluttu aldrei úr litlu bak- íbúðinni við veitingastaðinn eða breyttu sinum lifnaðar- háttum hið minnsta. En þetta er ekki bara gam- all sögulegur staður, þótt andblær eigandans og lifn- aðarhátta hans hvíli þar yf- ir. Eins og nafnið La Gren- ouille eða Froskurinn ber með sér sérhæfir veitinga- húsið sig i froskafótum. Og þeir eru lfka hreinasta hun- ang þarna, eiga vart sína líka. Matreiddir með hvft- lauk og kryddi. Ef maður fær svo gott hvítvfn með verður máltíðin fullkomin. Ekki að furða þótt lagt sé upp úr matnum. „Ég var að leita að staö þar sem fólk gæti borð- að vel... ég hugsaði ekki um annað en mat,“ var haft eftir Roger Spinhirni sem seinna hlaut nafnið Roger la Gre- nouille. Inntakið f lffi hans var að borða og láta aðra borða góðan og mikinn mat, þvf hann fékk svo lftið af honum f æsku, var sísvang- ur. Og viðhorfið breyttist ekkert þótt hann yrði smám saman frægur og rfkur. Hann lifði í mat. Einstæð móðir Rogers skildi hann og tvíburabróður hans eftir á munaðarleys- ingjahælinu f d’Elancourt. Þar var fátæktin svo mikil að ábótinn og systurnar neyddust til að loka og láta börnin frá sér fara á árum , fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá leitaði drengurinn uppi móður sina sem var matselja í Versölum, en þessi móðir sem hann hafði alltaf dreymt um, hafði engum sagt af börnunum og fór undan f flæmingi. Upp frá því sá drengurinn um sig sjálfur, lá úti og byrjaði sem sendill hjá kjötkaupmanni. Átti illa ævi í hernum, sem þjónn á kaffihúsum i París en einnig á Ritz, þar til hon- um og Alice, konu hans, tókst að byrja með lítið veit- ingahús í Rue des Grands- Augustines 1930. Baslinu var að visu ekki þarmeð lokið, hann fór sjálfur á reiðhjól- inu á nóttunni að veiða froska eða á markaðinn f Les Halles til að velja sjálfur kjötbitana og reiddi kart- Alls konar minjagripi hafa frægir og minna frægir gestir skilið eftir í veitingahúsinu. Kennir þar margra grasa og allt orðið yfirfullt. Hver gripur á þó sína sögu. Þarna hangir t.d. hattur ábótans á munaðarleysingjahælinu þar sem Roger ólst upp. öflu- og grænmetispokana heim á hjólinu sfnu, en kona hans stóð við eldavélina. Hann tók svo á móti gestun- um til miðnættis. Brátt tóku fátæku lista- og visindamennirnir að borða hjá Roger. Fastagestir voru t.d. Balthus, Fargue, Vitrac, Picasso sem hafði vinnustofu f húsi númer 7 við sömu götu, og Derain með sfn 130 Roger fyrir framan málverkið sem einn gesta hans, málarinn Balthus, málaði af honum og syni hans. hjónin og Nóbelsverðlauna- hafarnir Joliot-Curie úr rannsóknastofunni í Sor- bonne-háskóla. Irene Curie sem síðar dó vegna of mikill- ar geislunar á hendurnar sagði Roger gjarnan að hún fyndi ekki lengur fyrir putt- unum á sér nema þegar hún borðaði heita froskafætur í La Grenouille. Joliot-Curie- hjónunum bjargaði Roger frá Þjóðverjum á stríðsárun- um með þvf að fela þau í munaðarleysingjahælinu. En til Rogers komu fleiri. Les clochards eða flækingar Parísarborgar gátu komið á vissum tíma dags að dyrun- um og fengið mat f ílátin sín, þótt haft sé eftir Roger á hans sfðustu árum að ekki séu neinir „clochardar" leng- ur í París, nú séu þaö bara drykkjumenn. Og Roger tók alveg eins — svolítið rosa- legur á skyrtunni (ólst upp jakkalaus og þurfti ekki héð- an af á honum að halda) — á móti öllum sínum gestum, hvort sem það var Spaak, ráðherra frá Belgíu, eða strákarnir af munaðarleys- ingjahælinu f d’Elancourt. Raunar betur á móti þeim, því einu sinni á ári lokaði hann veitingahúsinu fyrir öllum öðrum og bauð öllum strákunum í mat, veitti þeim eins mikinn og góðan mat og þeir gátu f sig troðið og þá var nú veisla á staðnum. Þaö var líka alltaf hátið þegar hann kom í heimsókn, venju- lega á miðvikudögum, út á munaðarleysingjahælið og allir krakkarnir komu hlaup- andi á móti vini sfnum og hrópuðu gælunafnið hans. kg og góða matarlyst. Skáld- ið og flugmaðurinn Saint- Exupery kom oft seint á kvöldin beint úr hættuferð- um sfnum óg átti húslykilinn sinn geymdan hjá Roger svo að hannAýndi honum ekki og seinna var Malraux þar tiöur gesturJ Dansmærin fræga Mistinguett úr Follies Berg- ere kofn um hádegið. Og það gerðu gjarnan lika visinda- La Grenouille. Getur verið dilítið þvælið að finna veit- ingahúsið. Gengið er inn I portið. Nini. Þeim gleymdi hann ekki. Roger la Grenouille kom mikið við sögu f neðan- jarðarhreyfingunni á stríðs- árunum, faldi þá margan manninn og eftir strfð urðu þeir viðskiptavinir hjá hon- um hershöfðingjarnir Le- clerc, Marchall og Eisenhow- er. Húfa Alicar Doggett, rit- ara hans, hefur hangið á veggnum f veitingahúsinu síðan bandamenn komu inn f París. Þannig varð Roger smám saman þjóðsagnapersóna f París og Claude Delay, sú sem skrifaði ævisögu Chann- el, skrifaði ævisögu fátæka drengsins sem varla lærði að lesa. Hana má raunar kaupa á staðnum, ef beðið er um hana. Þótt Roger sé sjálfur horfinn kemur fólk langar leiðir í veitingastaðinn hans. Hann hefur ekkert breyst og það er skemmtilegur blær þar. Stúlkurnar sem ganga um beina hafa flestar verið þar lengi og unnu með Roger le Grenouille og eru hressar f bragði. Þótt La Grenouille væri stækkað eftir heims- styrjöldina er þar takmark- að rými og getur verið erfitt að komast að. En það er þess virði að reyna það ef maður er í Parfs. A rölti um göturnar Coupole á Montparnasse Coupole er eitt af þess- um veitingahúsum, sem hefur dregið að matargesti f fimm áratugi, afgreiðir um 2.000 gesti á dag og er opið til klukkan 2 að nóttu. Þangað fara menn gjarnan ef þeir vilja fá sér bita fyrir skaplegt gjald, enda lifir staðurinn af fornri frægð. Þetta veitingahús opnaði á Montparnasse í des- embermánuði 1927 með mik- illi listamannahátfð, enda blómaskeið listamanna á Montparnasse. Það var upp- haflega skreytt af lista- mönnum hverfisins sem gerðu barinn að sínum og sækja enn gjarnan þennan veitingastað. Hann er á Montparnassebúlevarðinum, beint á móti Café Select þar sem íslendingar höfðu lengi bækistöð sfna. IParísarborg eru kaffihús á hverju horni og götur með litlum veitingastöð- um í hverju hverfi bera mis- munandi svip eftir hverfum. Og bæði heimamenn og ferðamenn setjast gjarnan þar niður og njóta þess að horfa á götulffið. Þetta er hluti af notalegu andrúmsl- ofti Parísarborgar. Og ætli maður að fara út að borða með einhverjum, þá er ekki endilega ákveðið fyrirfram á hvaða veitinga- húsi það skuli vera. Allt eins sett stefnumótið á einhverju torgi eða götu með mörgum litlum veitingastöðum og val- inn staður til að fara inn á þegar þangað er komið. Slik- ar götur eru víða. Flestar byggja á gömlum merg og bera þess merki, en blærinn breytist þó oft eftir því sem efst er á baugi. Þannig er um tvær vinsælar veitingahúsa- götur í Latínuhverfinu. Rue Á rölti um borgina verður að hvíla sig — á kaffihúsi við St. Germain-búlivarðinn. Þeðsi þarf ekki að leita lengi að veitingahúsi við hæfi, hann tyllir sér bara niðnr á einhverju torginu í sólinni og hefur brauðið og rauðvfnið sitt með. „Clochardar” eru þeir nefndir og setja svip á borgina. Mouffetard sem hefur eink- um orðið vinsæl „matargata“ á sl. áratug, en gamall og skemmtilegur markaður var þar löngu fyrr. Hitt er Rue de la Huchette út frá Michelt- orgi við Signu. f litlu veit- ingahúsunum f báðum götum má nú glöggt greina hvað efst er á baugi, þvf grfsk veit- ingahús með grilluðum steik- um eru yfirgnæfandi um þessar mundir. Rue de la Huchette var fyrir stríð venjuleg smágata þar sem bjó verkafólk, en eftir að bandarískur rithöfundur skrifaði um götuna og íbúa hennar fræga bók þá tóku borgarbúar og túristar að sækja í hana með tilheyrandi veitingahúsum. Þegar araba- hverfi nálgaöist staðinn á 7. áratugnum var þar um tfma mikið af krám með arabfsk- um réttum, en nú er þetta þröng göngugata með litlum veitingahúsum, flestum griskum. Báðar göturnar skemmtilegar að reika um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.