Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 7 Amarflug: 11 þotur í leiguflugi í Evrópu og Afríku ARNARFLUG rekur nú 12 þotur af gerðunum DC-8, Boeing 707 og Boeing 737 og eru 11 þeirra á er- lendum mörkuðum. Fjórar DC-8-vélar eru á vegum Arnarflugs i Alsír, ein í píla- grímaflugi í Egyptalandi og tvær í Saudi-Arabíu. Félagið hefur einn- ig tekið að sér pílagrímaflug fyrir Gabonbúa og Túnismenn og verða notaðar til þess tvær DC-8-þotur sem alls munu flytja um 70.000 pílagríma. Arnarflug hefur á síðustu mán- uðum stundað leiguflug fyrir aust- urrískar og ítalskar ferðaskrif- stofur til Havana á Kúbu og hefur til þess verið notuð þota af gerð- inni Boeing 737. Vöruflutningaþota af gerðinni Boeing 707 hefur verið notuð til ýmissa verkefna á vegum félags- ins í Evrópu og Afríku uppá síð- kastið. Loks er ein þota notuð til leiguflugs fyrir íslenskar ferða- skrifstofur. Að sögn Guðmundar Hauksson- ar fjármálastjóra Arnarflugs vinnur félagið að því að tryggja sig enn frekar í sessi á erlendum mörkuðum. Flestir samningar fé- lagsins séu til skamms tíma, en þar sem veður séu válynd í leigu- fluginu borgi sig að reyna að lengja hvert samningstímabil. Guðmundur sagði ennfremur að umsvif Arnarflugs væru orðin svo mikil að það réði tæpast við meira, en nú væri einmitt rétti tíminn til þess að styrkja stöðu félagsins þegar allt gengi svona vel. „Félag- ið hefur mörg járn í eldinum og stendur í samningaviðræðum við ýmsa aðila í Evrópu og Afríku um lengri tíma leigu á þotum. Það skýrist væntanlega á næstu mán- uðum hvernig þessar viðræður fara, en við gerum okkur góðar vonir því greinilegt er að íslend- ingar hafa á sér gott orð í við- skiptum erlendis, það hefur komið fram í mikilli eftirspurn eftir þjónustu Arnarflugs." Heildartekjur Arnarflugs vegna verkefna sem félagið hefur tekið að sér í Norður-Afríku nema um 30 milljónum dollara eða á þrett- ánda hundrað milljónum íslenskra króna. Milli 230 og 250 manns starfa hjá Arnarflugi við hin ýmsu verkefni félagsins og eru 50 til 70 þeirra íslendingar. Auk þess eru um 100 starfsmenn fastráðnir hjá félaginu. Níu sækja um stöðu garðyrkjustjóra Níu manns sóttu um embætti garðyrkjustjóra Reykjavikurborgar og voru umsóknirnar teknar fyrir á síðasta borgarráðsfundi 2. ágúst sl. Verður væntanlega ákveðið hver hlýtur stöðuna á næsta fundi borgarráðs, nk. lostudag. við störfum einhvern tímann fyrir næstu áramót en Hafliði Jónsson, sem gegnt hefur starfinu um ára- bil, lætur ekki alveg af störfum fyrir Reykjavíkurborg því hann mun starfa áfram sem ráðgjafi borgarinnar um ræktunarmál. Þeir sem sóttu voru Auður Sveinsdóttir, Birgir Þórðarson, Einar K. Sæmundsen, Jóhann Di- ego, Jóhann Pálsson, Jón Fanndal Þórðarson, Kjartan Mogensen, Pétur Jónsson og Reynir Helga- son. Nýr garðyrkjustjóri mun taka BLÖNDUBRÚ MÁLUÐ Brúin yfir Blöndu í Blöndudal var máluð í sumar. Friðþjófur Helgason Ijósmyndari Morgunblaðsins átti leið þarna um þegar unnið var að verkinu og tók þá þessa skemmtilegu mynd. Kynnum hinn nýja Honda Civic Shuttle — Fjórhjóladrifna bílinn Hinn rúmgóöi Civic Shuttle fæst nú fjórhjóladrifinn. Þaö er margt sem kemur þér á óvart í þessum bíl. Auðveld skipting úr framhjóla- í fjórhjóladrif. 6 gíra, með „Super-Low“ gír og margt fleira. Tæknilegar upplýsingar: Hestöfl vélar: 85 Din/600 RPM Tog KR. (Torque) 12.8 kg/m — 3500 RPM Vél: 4 cyl OHC 12 ventla „Crossflow" Lægsti punktur: 17.7 cm. Verö 559.200 Gengi Yens 0.16826 * ao oo * ■, ' - r-, 00 CO V Q* |4»»! - j ! ."40 onoaoot wo" SHUTTLE M i: Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24. S: 38772 - 39460
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.