Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Arthur J. Walker leiddur úr réttarsal á minudag, en þi hófust réttarhöld- in í mili hans. Hann er iksröur um njósnir í þigu Sovétríkjanna. Bandaríkin: Játaði njósnir Norfolk, VirgÍDÍu, 6. ígúM, AP. ARTHUR J. Walker hefur vidur- kennt að hafa itt þitt í að koma hernaðarupplýsingum ileiðis til Sovétríkjanna, að því er hinn opinberi ikærandi sagði I gær, minudag, er réttarhöld hófust yfir Walker. En verjandi hans taldi i engan hitt sannað, að upplýs- ingarnar hefðu nokkru sinni kom- ist á leiðarenda. Walker er hinn fyrsti í hinum meinta fjölskyldu-njósnahring, sem kemur fyrir rétt, og kvað hann bróður sinn hafa ginnt sig til starfans, að því er Barry D. Colvert, fulltrúi FBI, sagði. Walker bætti við, að bróður- sonur sinn, John A. Walker yngri, hefði veifað framan í sig seðlabúnti, þegar illa hefði stað- ið á fyrir sér í peningamálum, og beðið sig að útvega upplýsingar um hernaðarleyndarmál. Úgandæ Skæruliðar krefj- ast helmingaskipta London, 6. ágúst AP. FORINGI helstu skæruliðasamtaka í Úganda, Yomeri Museveni, segir í viðtali við Breska ríkisútvarpið BBC, að það sé skilyrði fyrir samvinnu skæruliða við núverandi ráðamenn í landinu, að skæruliö- ar eða fulltrúar þeirra fái helming sæta í herstjórninni í viðtalinu við Museveni sem sagt var frá í dag, þriðjudag, segir hann ennfremur að hann sé reiðubúinn til að eiga fund með Tito Okello hershöfð- ingja, sem steypti Obote af stóli, og að skæruiiðum í land- inu hafi verið skipað að virða vopnahléið enn um stund. Skæruliðahernaðurinn í Úg- anda hófst árið 1981 þegar Obote hafði verið eitt ár í embætti. í gær, mánudag, skipaði Okello Paul Ssemogerere, leið- toga stjórnarandstöðunnar gegn Obote, sem ráðherra lögreglu- og fangelsismála en Ssemogerere hefur löngum gagnrýnt ástandið í þeim mál- um mjög harðlega. Wilson Toko, fyrrum framkvæmda- stjóri ríkisflugfélagsins og foringi í flughernum, var þann sama dag skipaður varnar- málaráðherra og eru þetta fyrstu tveir ráðherrarnir í ráðuneyti Paulo Muwanga, forsætisráðherra, sem her- stjórnin segir að eigi að halda um stjórnartaumana þar til efnt verður til kosninga eftir eitt ár. Skæruliðar í Úganda fögn- uðu stjórnarbyltingunni í landinu en hafa þó ekki enn hlýtt kalli Okellos um að leggja niður vopn. Hefur Okello boðið fulltrúum skæru- liðahreyfinganna sem eru þrjár, að ræða þessi mál á fundi í höfuðborginni, Kamp- ala, þann 12. ágúst nk. Chile: Stjórnarandstæð- íngar sendir í útlegð SaaUago, Ckile, 5. ígáoL AP. HERFORINGJASTJÓRNIN í Chile hefur í hyggju að dæma nokkra stjórnarandstæðinga I útlegð að sögn opinbers málgagns í landinu. I yfirlýsingu bandalags stærstu stjómarandstöðuflokkanna í Chile, sem gefin var út i dag, er hvatt til þess að stjórnin verði svipt völdum, þar sem þjóðin búi við algjört öryggisleysi. Talsmaður stjórnarinnar, Francisco Cuaro, sagði að 11 félag- Nicaragua: Ráðherrann hættur í hungurverkfalli Managua. Nienragun, 5. igúsL AP. MIGUEL D’Escoto, utanríkisráðherra Nicaragua, batt í dag enda á mánaðar- langt hungurverkfall sitt, sem hann hóf í mótmælaskyni við utanríkisstefnu Bandaríkjamanna gagnvart Nicaragua, að sögn talsmanns kirkjunnar þar. Talsmaðurinn sagði að D’Escoto hefði einungis drukkið vatn með nokkrum dropum af sítrónusafa í heilan mánuð. Á sunnudag fékkst hann svo til að bragða á bönunum, kjúklingi og hrísgrjónum, sem allt var framreitt í fljótandi formi. D’Escoto gegnir embætti utan- ríkisráðherra í stjórn sandinista, en gerði hlé á störfum sínum fyrir mánuði til að fara I hungurverk- íall í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Nic- aragua, sem hann nefnir „hryðju- verk heillar þjóðar". D’Escoto er 52 ára gamall og hvöttu læknar hann til að láta af hungurverkfalli sinu þar sem hann hefur lést um 14,5 kíló og töldu læknarnir hættu á hjartabilun ef D’Escoto héldi áfram sveltinu. Bardagar héldu áfram á milli stjórnarhermanna og skæruliða um helgina og að sögn heimild- armanna innan hersins voru um 500 stjórnarhermenn sendir til vígstöðvanna i héraðinu Esteli, í norðurhluta landsins. Hófust bardagarnir sl. fimmtudag, þegar skæruliðarnir réðust inn í bæinn La Trinidad, þar sem um 15.000 manns búa, um 100 km norður af höfuðborginni, Managua. Stjórn- arhermenn hröktu skæruliðana út úr bænum og flúðu þeir upp í hæð- irnar utan við bæinn og hafa bardagarnir haldið þar áfram. Miguel D’Escoto, uUnríkisráðherra Nicaragua. Gerðu við Soyuz-7 Moafcra, 6. áfáwL AP. TVEIR geimfarar, sem verið hafa um borð í geimstöðinni Salyut-7 undan- farna tvo mánuði, voru sendir þangað í áhættusaman viðgerðarleiðangur, að því er frá var sagt í gær, mánudag, í Pravda, málgagni sovéska kommúnisU- flokksins. Geimstöðin hafði þá verið stjórnlaus um hríð og ekki tekist að ná sambandi við hana frá jörðu vegna rafmagnsbilunar um borð, að sögn blaðsins. Þegar geimfararnir náðu þang- að 8. júní sl., komust þeir að raun um, að verulegra viðgerða var þörf, og var loftið í stöðinni m.a. fullt af eiturefnum. Það tók geimfarana rúma viku að finna bilunina og koma lagi á það sem úrskeiðis hafði farið af hennar völdum. Mjög óvenjulegt er, að Sovét- menn segi eins nákvæmlega frá geimferð og gert var í fyrrnefndri frétt 1 Pravda. ar í kommúnistaflokknum hefðu verið handteknir. Hins vegar héldu bæði nokkrir lögfræðingar og félagar í mannréttindasamtök- um í Chile þvi fram að 16 manns hefðu verið handteknir, og hefðu ekki allir þeirra verið kommúnist- ar. Samkvæmt málgagni stjórnar- innar verða hinir handteknu sendir f útlegð til nokkurra af- skekktra staða í Chile. í síðustu viku kom til mikilla mótmælaaðgerða f Chile vegna yf- irlýsingar dómara þess efnis að hann hefði undir höndum óyggj- andi sannanir fyrir því að örygg- islögreglan hefði valdið dauða þriggja kommúnista, sem skornir voru á háls. Einn herforingi í stjórn lands- ins hefur sagt af sér vegna þessa máls. Samkvæmt frétt frá banda- rískri mannréttindanefnd sæta nú fleiri pólitískir fangar pyntingum í Chile en oft áður. Hins vegar láta færri fórnarlömb lífið af völdum Olíuleki undan Jótlandsströndum: Fuglalíf í hættu Álaborg, Dmnmorku. S. áfáM. AP. BJÖRGUNARMENN vinna nú aö því að koma í veg fyrir að olíubrák, sem myndaðist við leka úr vestur- þýsku olíuflutningaskipi undan Jót- landsströndum sl. lostudag, nái að breiðast enn frekar út. Hefur mengun af völdum olíu- lekans valdið miklu tjóni á strönd- um eyjarinnar Læso í Kattegat. Gera björgunarmenn sér vonir um að takast muni að hreinsa olfubrákina upp, en hún er nú á um tfu kílómetra svæði. Þó hefur veðurofsi hamlað björgunarstarfi. Er talið að þegar hafi um hundrað fuglar drepist vegna olfumengunar, og er óttast að enn fleiri kunni að verða henni að bráð. Talsmaður björgunarsveitar- innar sagði að hugsanlegt væri að um tvö hundruð tonn af olíu hefðu lekið úr skipinu, sem rakst á vita i Kattegat. þeirra vegna þess að stjórnvöld hafa tileinkað sér upplýsingar lækna um hvað mikinn sársauka mannslíkaminn þolir. Miklar sviptingar í Bólivíu: Þingið kýs nýjan forseta U Paz, Bólivfu, 6. igáac AP. HINN 77 ára gamli Victor Paz Est- enssoro var í gær kjörinn forseti Bólivíu í atkvæðagreiðslu f þinginu eftir miklar sviptingar. Helsti keppinautur Estenssoros, sem gegnt hefur forsetaembætt- inu þrisvar sinnum áður á stjórn- málaferli sínum, var Hugo Banzer Suares hershöfðingi, sem sigraði í almennum forsetakosningum f landinu 16. júlf sl. 94 þingmenn greiddu atkvæði með Estenssoro, en 51 með Banzer, sem var einræð- isherra í Bólivíu á árunum 1971- 1978. í forsetakosningunum sjálf- um hafði Banzer hins vegar fengið 28,5% atkvæða, en Estenssoro 26,4. Þar sem enginn frambjóð- andi hlaut meirihluta f kosningun- um var þingið látið skera úr um hver yrði næsti forseti samkvæmt lögum. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í þinginu höfðu um þúsund stuðningsmenn Banzers safnast saman fyrir utan þinghúsið, þar sem þeir kröfðust þess aö hann yrði kjörinn forseti, enda hefði hann hlotið flest atkvæði í for- setakosningunum. Einnig varð lögreglan að skerast f leikinn þeg- ar stuðningsmönnum Banzers og Estenssoros lenti saman. Snarpar umræður urðu í þing- inu fyrir atkvæðagreiðsluna og tafðist hún fimm tíma af þeim sökum. Fulltrúar vinstri og miðflokka, sem kusu Estenssoro, gáfu sterk- lega f skyn að ástæðan til þess hefði verið sú að þeir vildu koma i veg fyrir að Banzer yrði kjörinn. Með öðrum orðum mundu þeir ekki styðja stjórn Estenssoros og halda sjálfstæði sínu f þinginu. Hinn nýi forseti náði fyrst völd- um 1951 f kosningum, og stóð hann að mikilli byltingu 1952, þar sem jörðum og landareignum var skipt og útdeilt meðal smábænda. Hann var síðan aftur kjörinn for- seti árið 1960 og 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.