Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 7. AGÚST 1985 21 Kjarvalsstaðir: Sýning á Nor- rænni vef jarlist NORRÆN vefjarlistasýning var opnuð á Kjarvalsstödum laugar- daginn 3. igúst, sl. og hófst hún með ávarpi Stefáns Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og formanns Norræna menningar- milasjóosins. Er hér um að raeða farandsýninguna „Nordisk Text- iltriennale", sem hleypt var af stokkunum í Moss í Noregi þann 8. júní sl. Sýningar þessar hafa nú verið haldnar með reglulegu milli- bili í ein 11 ár. Samnorræn dómnefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverju landi, sá um að velja 80 verk úr þeim 520, sem bárust að þessu sinni. Fulltrúar íslands á sýningunni eru þær Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Hólm- fríður Árnadóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir, en auk þeirra eru, meðal sýnenda, margir vel þekktir listamenn. „Við val á verkum til sýn- ingarinnar er tekið tillit til gæða listmunanna, þess gætt að bæði gamlar hefðir og nýir straumar fái að njóta sín, auk þess sem áhersla er lögð á fjöl- breytni í aðferðum," sagði Asa Ólafsdóttir, sem var fulltrúi ís- lands í dómnefndinni. „Fjöldi listaverka frá hverri þjóð lýtur engum reglum — ekki er miðað við fólksfjölda eða annað því- umlíkt, heldur eru það eingöngu gæðin sem gilda," bætti hún við. Þessi samnorræna sýning er styrkt af opinberum aðilum, Norræna menningarmálasjóðn- um, sem lagði fram þriðjung áætlaðrar fjárþarfar og mennta- og menningarmála- ráðuneytum landanna, sem lögðu það til, sem á vantaði. Einnig ber að geta þess að stað- irnir, sem hýst hafa sýninguna á ferðalaginu hafa fellt niður leigugjöld og jafnvel styrkt hana með beinum fjárframlög- um. Formaður og aðaldriffjöður framtaksins, allt frá upphafi, er danska listakonan Nanna Her- toft, en íslenska starfshópinn skipa þær Hildur Hákonar- dóttir, Ása Ólafsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Áslaug Sverr- isdðttir og Steinunn Pálsdóttir. „Það má eiginlega segja að textillistakonur vinni bæði að því að hefja til vegs og virðingar gamlar hannyrðir, svo og að ýta undir nýsköpun á því sviði," sagði Hildur, er hún var innt eftir þróun listgreinarinnar hér á landi. „Við höfum tekið gömul áhöld og tæki til notkunar aft- ur," bætti Ása við, „eins og kamba, snældur og rokka, auk þess sem hrosshárið nýtur nú sí- vaxandi vinsælda sem efniviður i listaverk." Var starfshópurinn sammála um að sýningar þessar hefðu reynst gífurleg lyftistöng fyrir alla listsköpun á Norðurlöndun- um og vakið athygli iðnfrömuða á greininni. Upplýstu þær stöll- ur að bæði framkvæmd og skipulagning sýningarinnar væri alfarið í höndum lista- kvennanna. „Þess ber þó að geta að okkar menn i norrænum nefndum hafa reynst okkur al- veg einstaklega hjálplegir," sagði Áslaug, „svo og mennta- og menningarstofnanir ýmis- konar og erum við að sjálfsögðu afar þakklátar fyrir þann skiln- ing, sem þau hafa sýnt listgrein- inni." Aðspurðar kváðu þær engin ellimörk á sýningunni né heldur merki um stöðnun. „Við erum líka nokkuð heppnar með sýn- ingarstað," sagði Anna Þóra, „Kjarvalsstaðir eru alveg kjör- inn sýningarstaður, mikið og stílhreint veggpláss, en lítið af gluggum, sem draga athyglina frá verkunum sjálfum. Held ég m.a.s. að óhætt sé að fullyrða að sýningin njóti sín einna best hér," bætti hún við. Sýningin mun standa til 25. ágúst og verður hún opin alla daga frá kl. 14-22. BROTNAR NEGLUR co fB co Cl> co co C0 X. c co £ m CO E 3 c co co •o Q- Lfm fyrir brotnar og rifnar neglur. Einn dropi I brotiö og nöglin veröur sem óskemmd 45 sekúndum sföar. Sfðan er nöglin lökkuö á eölilegan hátt. *Quick Set* er einföld lausn fyrir alla. SUrfshópurinn sem sá um skipulagningu sýningarinnar: Ása Ólafsdóttir, Áslaug Sverrisdóttir, Hildur Hikonardóttir og Anna Þóra Karbdóttir við eitt verkanna á syningunni. Á myndina vantar Steinunni Pilsdéttur. ál/2virÖi! Um leið og filman fer í H-Lúx framköllun biður þú um Sumaraukann og þú færð aukaeintök af myndunum þínum á hálfvirði! Gildir frá 17. júní til 17. ágúst Gefðu ljosmynd. KPDAK UMBODID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.