Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGOST 1985 39 Lengsta og sterk- asta skákmót sem ég hef tekið þátt í — segir Margeir Pétursson um milli- svæöamótið í Biel ,,1‘ETTA mót er þaó lengsta og sterkasta sem ég hef tekið þátt í. Ég sat í 120 klukkustundir við skákborðið á meðan á mótinu stóð og þó ég hafi orðið fyrir von- brigðum, dregur þetta ekkert úr manni. Ég var að vonast til að vinna a.m.k. jafnmargar skákir og ég tapaði,“ sagði Margeir Pét- ursson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en hann er ný- kominn heim frá millisvæðamóti í skák, sem haldið var í Biel í Sviss 1.—27. júlí. Margeir lenti í 14. sæti af 18. Hann tefldi 17 skákir, vann tvær, gerði tíu jafntefli og tap- aði fimm. Biðskákir voru 22. „Erfiðasta skákin min var við Ljuboyevic frá Júgóslavíu. Þá þurfti ég að tefla samfleytt í sex tíma. Ég byrjaði mótið þokkalega, en var alls ekki í formi. Ég varð að leggjast í vörn í flestum skákunum framan af, svo að skákirnar urðu langar þæfi- skákir. Ég fann að ég var alis ekki nógu vel smurður þegar til átti að taka. Ég tók alltof langan tíma og tefldi frekar óákveðið. í lokaskákunum vissi ég að ég kæmist ekkert áfram svo ég varð ekki eins stressaður and- stæðingar mínir, sem voru að keppast um fyrstu sætin. Litlu munaði að ég ynni tvo þeirra, Margeir Pétursson stöðurnar voru það upplagðar, en það vantaði herslumuninn. Þær skákir enduðu með jafn- tefli." Margeir sagði að viðbrigðin frá því að koma inn í svona sterkt mót miðað við þau mót sem hann venjulega tæki þátt í hefðu verið miklu meiri en hann bjóst við. „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir mann að tefla meira við þessa sterku skákmenn heldur en að sitja alltaf í sama farinu og tefla alltaf við þessa sömu menn í nágrannalöndunum. íslend- ingar verða að bjóða þessum mönnum hingað til lands til að gefa íslenskum skákmönnum færi á að reyna sig við þá,“ sagði Margeir. Mikil og góð þátttaka er í öllum söng á mótinu. Neskirkja: Nærri 300 þátttakendur á kristilegu stúdentamóti NÁLEGA þrjú hundruð manns frá öllum Norðurlöndunum nema Grænlandi eru um þessar mundir þátttakendur í norrænu kristilegu stúdentamóti í Reykjavík. Hófst mótið síðdegis á mánudag og lýkur því næstkomandi sunnudg. Mót þessi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum á hverju ári og skipulögð af kristilegu stúd- entahreyfingunum í hverju landi. Kristur og vandi okkar er yfirskrift mótsins sem fer fram f Neskirkju og er fjallað um efnið í fyrirlestrum, umræðuhópum, biblfulestrum og á kvöldsam- komum. í kvöld, miðvikudag, tal- ar Jens Ole Christensen frá Danmörku á samkomu er hefst kl. 20.30 en kvöldsamkomurnar eru opnar öllum almenningi. Á morgun fara þátttakendur í dagsferð austur í sveitir Ljóam. G.H.I. Norræna stúdentamótið fer fram f Neskirkju og hér bíða þátttakendur þess að samkoma hefjist. #«i Bannila stallaó pakstál frá Finnlandi Margar plötulengdir Jyrirliggjandi á lager. Hægt er að sérpanta þá lengd sem þér hentar. EJnisþykkt: 0,5 mm. Lökkun: Plastisol 200 MY Lager litir: Brúnt og svart. 1+86 kr. m' Allir Jylgihlutir Jyrirliggjandi. PflRÐUS Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.