Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 4

Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS HALLORMSSTAÐAR- SKÓGUR — eftir Hákon Bjarnason Hið islenska náttúrufræðifé- lag og áhugahópur um nátt- úrufræðisafn báðu ýmsa menn aö skrifa stutta og að- gengilega fræösluþætti um náttúru landsins. Þeir munu birtast í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins. I sumum greinum er getiö um nýjungar en í öðrum er fjallaö um árs- tímabundna atburði í ríki náttúrunnar. Tilgangurinn er að auka þekkingu og áhuga fólks á náttúrufræðum. Um tveggja alda skeið hefur Hallormsstaðaskógur verið tal- inn höfuðdjásn íslenskra skóga. Sveinn Pálsson, náttúrufræðing- ur og læknir, lýsir honum fag- urlega í dagbók sinni árið 1794, en að lokum getur hann ekki lát- ið hjá líða að enda kaflann á þessa leið: „En svo mun fara um þetta fagra hérað sem aðrar skógasveitir á íslandi: Það verð- ur íagt í örtröð til skammar fyrir alda og skaða fyrir óborna." Þetta urðu örlög ótal margra og fagurra skóga á 19. öldinni, einkum á dögum sauðasölunnar til Stóra-Bretlands, en Hall- ormsstaðaskógur komst af. Vafalaust má þakka það séra Sigurði Gunnarssyni, sem var prestur á Hallormsstað 1862 til 1878, ásamt næstu tveim ábú- endum staðarins, Páli Vigfús- syni, tengdasyni séra Sigurðar, og svo Elisabetu dóttur hans, eftir að Páll féll frá í blóma lífs- ins. Þorvaldur Thoroddsen telur skóginn hvað mestan og fríðasta skóg á landinu í Ferðabók sinni frá 1894. Þó hermir Þorvaldur að nýgræðingur sé mjög étinn af sauðfé og hái það endurnýingu skógarins. Árið 1899 samþykkti Álþingi heimildarlög til þess að friða mætti Hallormsstaðaskóg, en meira var ekki gert að sinni. Árið 1901 kom danski skóg- fræðingurinn Christian E. Flensborg að Hallormsstað í fyrsta sinn. Hann var samstarfs- maður þeirra Carls Ryders skip- stjóra og Carls V. Prytz prófess- ors, sem höfðu af sjálfsdáðum tekist á hendur að gera tilraunir með skógrækt á íslandi. Koma hans að Hallormsstað varð upp- haf þess, að árið 1903 var reist girðing um Mörkina á Hall- ormsstað, 6—7 ha beitarskóg skammt frá bænum, til þess að komast að raun um hver árang- ur yrði af friðun gróðurs og jarð- vegs fyrir beit. Árangur friðunar fór fram úr öllum vonum og varð til þess að samið var um friðun mikils hluta skógarins á næsta ári. Árið 1905 eru síðan reistar tvær girðingar norðan og sunn- an skógarins frá Lagarfljóti og hátt upp í fjall, þannig að skóg- urinn var að miklu leyti varinn fyrir beit. Síðan hefur girðingin bæði verið lengd og endurbætt, en það var ekki fyrr en á sjötta áratugi þessarar aldar að hún mátti teljast fullkomin vörn. Þá voru hátt í 700 hektarar innan hennar. Svo vill til að séra Sigurður Gunnarsson kastaði máli á skóg- inn, sem þá var í tvennu lagi, norðan og sunnan bæjar og túns. Þá mældi Flensborg skóginn ár- ið 1906 og loks eru til mælingar eftir Benedikt Blöndal frá árinu 1919. Fróðlegt er að bera þessar mælingar saman og því eru þær birtar hér: Mrltír: 1863 1906 1919 Norðurskó|?ur 150 ha 209 ha 303 ha Suðurskógur 75 ha 86 ha 181 ha Skógur alls 225 ha 295 ha 484 ha Það er mjög athygli vert, hve skógurinn breiðist út á 43 árum með því einu að ábúandi verji hann fyrir of mikilli beit. Hitt hlýtur líka að vekja furðu að skóglendiö stækkar um nær 200 hektara á 13 árum þegar beit linnir. Sigurður Gunnarsson getur þess, að mikið sé af rjóðrum inn- an um skóginn og þess hefur einnig gætt er Flensborg mældi hann. Árið 1927 var skógargirð- ingin færð nokkuð suður á bóg- inn og þá bættust við 14 ha skóg- ar. Var þá skóglendið talið rösk- ir 500 ha innan girðingar. En þá voru 124 ha enn skóglaust land innan hennar ásamt 60 ha, sem notað var til beitar og búrekst- urs. Nú er allur búskapur niður lagður á jörðinni og nýgræðing- ur og ungskógur hefur breiðst út um allt nema gömlu túnin, sem enn eru nytjuð. Árið 1957 var hafist handa um að girða landið norðan skógar- girðingarinnar sem komið var í umsjá Skógræktar ríkisins. Var þessu verki haldið áfram næstu árin og að því búnu var landið suður af skóginum einnig girt og var því verki lokið 1978. Með þessari miklu girðingu eru um 2000 ha lands meðfram suður- enda Lagarfljóts að austan frið- aðir fyrir beit. Hvarvetna þar sem nokkur jarðvegsvottur er, má búast við að birkinýgræðing- ur skjóti upp kolli, en hitt er einnig til, að lokið verði við að planta lerki og furu í þetta land áður en langt um líður. Sama árið og Mörkin var girt var nokkrum tegundum erlendra trjáa plantað þar. Var því haldið áfram um 10 ára skeið og eru ýmis stór og mikil tré til frá þessu skeiði svo sem blágreni, lerki, lindifura og þinur svo að nokkuð sé nefnt. Siðan lá þetta verk að mestu niðri fram til árs- ins 1938, að hafist var handa um gróðursetningu erlendra trjáa. Nú er svo komið að í Hall- ormsstaðaskógi má líta 50 teg- undir innfluttra trjáa, 38 teg- undir barrviða og 12 tegundir lauftrjáa. Þessir viðir eru hingað komnir frá 246 stöðum víðs veg- ar af norðlægum slóðum eða hátt úr hlíðum mikilla fjallgarða í Ameríku, Evrópu og Asíu. í Hallormsstaðaskógi er mesta safn trjátegunda hér á landi, og í Mörkinni og austan við hana milli þjóðvegar og Fljóts eru flestar þeirra samankomnar svo að unnt er að skoða þær án langrar göngu. Þessum trjátegundum hefur einnig verið plantað í stóra reiti, bæði innan og utan gömlu skóg- argirðingarinnar. Alls er búið að gróðursetja greni-, furu- og lerkiskóg í 170 ha lands innan um birkiskóginn og að auki í 200 ha lands sunnan og norðan skóg- arins. Vöxtur hinna erlendu trjáa er auðvitað misjafn. Sum þeirra vaxa um sjö sinnum hraðar en islenska björkin en önnur 4—5 sinnum. Elstu trén eru að nálg- ast hálfan metra í þvermál í 1,3 m hæð frá jörðu og hafa sum náð 17 metra hæð. Þó er langt frá að þau hafi lokið vexti. Þau eiga bæði eftir að hækka og gildna um mörg ár. Ein tegundanna hefur þó ekki vaxið hraðar en íslenska birkið. Það er broddfur- an frá Klettafjöllum. Hún er enn ekki nema um 8 metrar á hæð eftir 80 ára vöxt og stofnar hennar eru frekar grannir. Þetta er sú trjátegund sem hefur náð hæstum aldri hér í heimi, allt að 4—5 þúsund árum. Hér hefur hún vaxið svipað og í heimahög- um sínum, aldrei orðið misdæg- urt, borið fræ í flestum árum og getur því átt nokkur þúsund ára framtíð fyrir sér í Hallorms- staðaskógi. Höfundurinn er fyrrrerandi skóg- ræktarstjóri. Sennilega vita flestir að bréf, sendibréf, eru meðal hornsteina kristninnar. Ef til vill var það sérstakt fyrir hina fyrstu kristnu söfnuði að eiga vinarbréf að vizkulindum og leiðarljósum. Allir kannast við orðin úr messusiðum kirkjunnar, sem höfð eru yfir á helgum stundum: „Pistilinn skrifaði postulinn" Páll, Pétur eða Jóhannes. En það voru nöfn hinna fyrstu og merk- ustu bréfritara á þessu sviði. Pistill er úr grísku og og merkir bréf. En sjálft orðið bréf — brevis — er lánsorð úr latínu og þýðir stuttur — sem sagt örstutt orðsending. Þetta varð mér sérstakt um- hugsunarefni einu sinni í Dan- mörku. Þá kynntist ég fallegum sið, sem jafnvel dálítill hópur eða samtök manna og kvenna komu sér saman um að stunda sem sérstakt verkefni og nefndi: „Sunnudagsbréfin". Einstæðingum, öldruðum, sjúklingum og vinum voru send- ar sérstakar kveðjur um helgar, sem í fyrstu voru aðeins örstutt bréf, en gátu vaxið vonum fyrr til að verða orð, sem flyttu hugg- un, vonir, hughreystingu, hvatn- ingar og jafnvel fögnuð. Af þessu gat dafnað vinátta, ástúð, fræðsla og styrkur — jafnvel varanleg gæfa. Öll vitum við, hvað eitt bréf getur orðið áhrifa- mikil orð og mikils virði, jafnvel þótt örstutt sé og hvort sem það er jákvætt eða neikvætt að efni. En satt að segja er naumast í tízku framar að rita og senda bréf utan reikninga, „rukkanir" og kvittanir. Og satt að segja eru slíkar orðsendingar, þótt nauð- synlegar séu, sjaldan gæddar hinu eiginlega eðli bréfsins. Samt leggja flestir eyrun við og bíða með eftirvæntingu, ef von er á bréfi í „kassann". Hvað skyldi hann nú færa mér? vakir á vörum, jafnvel án orða. Bréfum, sem bera nafn sitt með réttu er alis staðar fagnað. Oftast hafa þau meiri áhrif en flest önnur orð, án þess að því sé veitt sérstök athygli. Það getur einnig orðið sönn list að rita bréf. Sú list var sann- arlega lifsins list og lengi í heiðri höfð. Gjarnan mætti endurvekja hana, sem sjálfstæða lifandi listgrein, kenna hana í skólum, ekki sízt kennaraskólum og guðfræði, að ógleymdum barnaskólum, sem nú bera hið kalda nafn „grunnskólar". í listrænu lifandi bréfi, ber hvert orð og setning eitthvað af svip og sál, jafnvel hjartslætti bréfritarans til viðtakanda, sem auk þess getur lesið „milli lín- anna“ fleira og meira en nokkurt hinna rituðu orða gefur beint til kynna. Þess vegna getur hið furðulega orðið staðreynd, að vélritað bréf gæti glatað einhverju af gildi sínu, orðið „dautt" í samanburði við handskrifað bréf. Um góð bréf má sannarlega segja: „Þar leggur loga bjarta frá hjarta til hjarta." Einmitt þess vegna eru forn og fölnuð bréf ekki sízt ástarbréf frá löngu liðnum dögum geymd í gimsteinaskrínum, öllum öðrum dýrgripum, sem í aurum eru metnir, æðri og dýrmætari. Jafnvel ofurlítill snepill af slíku bréfi getur orðið ómetanlegur fjársjóður. Ég hef heyrt um gamlan mann, sem kallaði bréf sín og vina sinna „hvíta fugla". Þau áttu eitthvað skylt við fljúgandi og syngjandi svani á vitund hans. Hann teiknaði fallega fugla á flugi i bréfshornið við ávarpið. Nú eru bæði hann og „hvítu fuglarnir" hans horfnir. En sem betur fer senda ennþá nokkrir slíka „hvíta fugla“ kær- leikans, vináttunnar og fegurð- arinnar svífandi í þögninni syngjandi samt ljúfustu lög, sem óma á strengjum hjartanna um höf og fjöll frá landi til lands, frá borg til borgar. Og nú er við hlustum á pistl- ana fornu, bréf postula og spá- manna frá löngu liðnum öldum, í kirkju á helgum stundum og út- varpi morgun og kvöld, þá bera þau vissulega vizku og sannleika, fegurð og speki, huggun og frið frá hjartaslögum af ströndum eilífra vonalanda inn í vitund okkar, sé hlustað í auðmýkt og lotningu. Vissulega ættu þessi fornu vinarbréf að minna okkur á, að senda bréf ritað eigin hendi til samferðafólksins, meðan enn eru til frímerki ástúðar og vin- áttu. Sendibréfalistin ætti ekki að gleymast. Hún getur orðið sam- stæð sönglist og myndlist, ef vel væri að unnið. Auk þess er það sannarlega kristileg starfsemi, hugþekkt kristniboð, að senda sannkölluð „sunnudagsbréf" sólgeisla friðar og fagnaðar um heiminn, sem oft er umvafinn svörtum skuggum sundrunar og ótta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.