Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 16

Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 IIITLERSÆSKAN (Hitler-Jugend), sem um er fjallaö í nýjum fram- haldsmyndaflokki í sjónvarpinu (annar þáttur af fimm verður sýndur í kvöld), var tæki Adolfs Hitler til að mennta unga Þjóð- verja í þágu eigin markmiða. nokkur önnur itlersæskan tók við af eldri þýzkum æskulýðs- og ungmenna- félögum, sem stóðu traust- ari fótum en æskulýðsfélög í heiminum áður en Hitler kom til valda. Einu ári fyrir valdatöku hans voru tíu milljónir ungmenna í Þýzka æskulýðssambandinu, sem ýmis samtök stóðu að, en aðeins rúmlega 100.000 í Hitlersæskunni. Nazistar beindu áróðri sínum í ríkum mæli til ungu kynslóðarinn- ar, sem vildi snúa baki við fortíð- inni eins og þeir, þyrsti í aðgerðir og þráði frægð og frama. Nazistar dýrkuðu æskuna og lögðu áherzlu á andúð á öllu því sem væri gam- alt, hvort heldur frjálslyndi, borg- arastéttinni, þingræði eða lýðræð- isskipulaginu. Þessi áróður féli i góðan jarðveg hjá ungu fólki, sem þráði breytta tíma. Að mörgu leyti líktist Hitlers- æskan fyrri æskulýðshreyfingum. Það sem var einkum sammerkt með þeim var loðið orðaval, róm- antísk dýrkun á sumu úr fortíð- inni og vissa um að tilheyra sam- tökum, sem væru einstök. SIGUR NAZISTA Baidur von Schirach, æskulýðs- leiðtogi nazista frá 1931, fékk það verkefni að tryggja nazistum yfir- ráð yfir æskulýðssambandinu og var skipaður „æskulýðsleiðtogi þýzka ríkisins" 17. júní 1933. Von Schirach, sem var í hópi fyrstu stuðningsmanna Hitlers, var liðsforingjasonur og banda- rískur í móðurætt. Hann hafði áð- ur verið leiðtogi stúdentasam- bands nazista, leit út fyrir að vera stúdent og þótti ungæðislegur og grunnhygginn. Fyrsta verk Schirachs var að hertaka aðalstöðvar Þýzka æsku- lýðssambandsins. Leiðtogar sam- bandsins voru hraktir á flótta og samtökin leyst upp. Eignir sam- bandsins, aðallega æskulýðsheim- ili víðs vegar um Þýzkaland, voru gerðar upptækar. Öll önnur æskulýðsfélög en Hitlersæskan voru bönnuð með tilskipun 1. desember 1936. Þar sagði: „ ... Öll þýzk æska tilheyrir . Hitlersæskunni. Auk þess uppeld- is, sem þýzk æska fær á heimilum og í skólum, mun hún fá líkam- lega, andiega og siðferðilega menntun í anda þjóðernisjafnað- arstefnu í Hitlersæskunni." Seinna voru gefnar út tvær reglugerðir, sem kváðu á um að þátttaka í Hitlersæskunni jafn- gilti því að vera í skylduvinnu- sveitunum og heraflanum. „HÖRÐ BARÁTTA“ „Baráttunni fyrir sameiningu æskunnar er lokið," sagði Schir- ach 1. desember 1936. Hann lét í ljós þá von að takast mætti að það unga fólk, sem væri að bætast í hópinn, mætti „sætta og vinna á okkar band hið innra“. Hann átti aðallega við ungmenni úr kaþólsk- um æskulýðssamtökum, sem þá voru enn við lýði, þrátt fyrir ofsóknir í þeirra garð. í annarri ræðu, sem Schirach Ungir iiðsmenn Hitlersæskunnar. „Við fæddumst til að deyja fyrir Þýzkaland“ hélt á fundi með foreldrum sama dag, talaði hann um „haröa og miskunnarlausa" sameiningarbar- áttu: „Sérhver Hitlersæskumaður er með marskálksstaf í bakpokanum. En ekki aðeins forysta æskunnar stendur honum opin, hlið ríkisins standa honum líka opin. Sá sem gerir skyldu sína í þessu Þýzka- landi Adolfs Hitlers frá unga aldri og er kunnáttusamur, dyggur og hugrakkur, þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíð sinni." Þarna segir sagnfræðingurinn Joachim Fest að Schirach hafi höfðað til pólitískra hentistefnu- sjónarmiða, alið á ótta foreldr- anna á tímum atvinnuleysis og ýtt undir kaldrifjaða umhyggju um eigin hag. Mörg börn heilluðust af Hitler og hugsjónum hans. Ungmennin fengu að verða virkir þátttakend- ur og sýna hvað í þeim bjó. Eins og einn af félögum Hitlersæsk- unnar sagði síðar virtist hún svara innri þörfum þeirra og gera þeim kleift: „að kasta sér út í baráttuna fyrir málstaðinn af lífi og sál, að taka á sig ábyrgð á jafnöldrum sínum og að berjast fyrir eflingu pöðurlandsins ásamt eldhugum á sama aldri með samstilltu átaki." Liðsmenn úr Hitlersæskunni að starfi í hjílparsveit hersins í stríðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.