Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
+
Útför fööur okkar,
EIRÍKS K. JÓNSSONAR
mólara,
Gnoóarvogi 52,
veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd systra okkar,
Jón og Halldór Eiríkssynir.
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
KNUT HELLAND
húsasmlóur,
Hrauntungu 71,
Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 27. ágúst kl.
13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna látiö liknarfólög vinsamleg-
ast njóta þess.
Droplaug Helland,
Arndís Inga Helland, Óskar Þormóðsson,
Birgit Helland, Hreinn Frímannsson
og barnabörn.
Legsteinar
Ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14 sími 54034
222 Hafnarfjöröur.
Minning:
Asgeir Jónsson
fv. deildarstjóri
Látinn er Ásgeir Jónsson frá
Tröllatungu í Kirkjubólshrepi,
fæddur 7. október 1899. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 26. þ.m. kl.
13.30.
Foreldrar Ásgeirs voru Jón
Jónsson og Halldóra Jónsdóttir og
ólst hann upp í stórum systkina-
hópi. Hann var af þeirri
aidamótakynslóð sem hefur borið
samfélag okkar í gegnum stórstíg-
ar breytingar í bættri afkomu og
lifnaðarháttum.
Vorið 1921 er Ásgeir einn af 27
búfræðingum sem ljúka námi í
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Rétt er hægt að ímynda sér það
andrúmsioft sem ríkt hefur með
þeim skólasveinum á Hvanneyri
þetta vor. Þeir stóðu þá frammi
fyrir byltingu í möguleikum til
ræktunar og uppbyggingar í sveit-
um landsins.
Þetta varð Ásgeiri hvatning til
þess að auka enn við þekkingu
sína og svala opnum huga og vinn-
andi hönd. Hann fer í Lýðháskóla
í Danmörku og starfar þar við
ræktunartilraunir.
Eftir heimkomuna er hann við
störf hjá Búnaðarfélagi íslands,
aðallega við tilraunir í ræktun. Á
miðju ári 1936 ræðst hann til
starfa hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga við kaup og sölu á
landbúnaðarvélum og starfar þar í
rúmlega þrjátiu ár.
fierra
GARÐURINN
AÐALSTFUETI9 S 12234
Það var gott fyrir mig, sem
þessar línur skrifa, að koma í
Sambandið haustið 1961 og fá að
vinna með Ásgeiri Jónssyni.
Ástundun, reglusemi og velvild
ríkti um úrlausn allra verkefna í
höndum Ásgeirs. Búvélaverslunin
óx hratt á þessum árum og kallaði
á sífellt starf við útvegun véla,
varahluta og viðgerðir.
Ásgeir þekkti mjög vel til þarfa
bænda og var óþreytandi í eril-
sömu starfi sínu. Þegar hann svo
árð 1966 ákvað að hverfa frá þess-
um störfum sakir aldurs var hans
lengi saknað af okkur samstarfs-
fólkinu og viðskiptavinum. Árin á
eftir starfaði hann lengi sem þing-
vörður í Alþingi og hefur þar sem
annars staðar reynst traustur
liðsmaður, enda heilsuhraustur,
léttur í hreyfingum, glaðvær,
háttvís og sérstakt snyrtimenni.
Þegar hann dró sig í hlé frá
löngum starfsdegi naut hann
kyrrláts ævikvölds með eftirlif-
andi konu sinni, Símoníu Sigur-
bergsdóttur. Hún bjó honum fal-
legt heimili á Laugateigi 23 hér í
borg. Þar var Ásgeir umvafinn
hlýju og gleði í kyrrlátu heimilis-
lífi. Sonur þeirra er Halldór húsa-
smiður, kvæntur Sigriði Maríu
Jónsdóttur og eiga þau tvíbura-
syni, Ásgeir Símon og Jón Einar,
nú tíu ára. Margar munu þær vera
hamingju- og gleðistundirnar sem
afi og amma hafa átt með þessari
ungu og myndarlegu fjölskyldu.
Á sínu yngri árum mun Ásgeir
hafa lagt sérstaka rækt við iþrótt-
ir og útilíf. Hann keppti með róðr-
arsveit Ármanns og stundaði
göngu- og skíðaferðir. Meðal ann-
ars gekk hann með félögum sínum
yfir Sprengisand og í gegnum
starf sitt og útilíf gjörþekkti hann
land og þjóð og skildi því betur
þarfir þess og möguleika.
Ásgeir hélt góðri heilsu alla ævi
en þó dapraðist honum sjón baga-
lega nú síðustu árin, þótt hann léti
lítið á því bera. Hann varð því nú
undir það síðasta að leggja niður
sínar reglulegu útivistarferðir en
naut umönnunar sinnar góðu
konu.
Nú þegar leiðir skilur er margs
að minnast og margt að þakka.
Minningarnar eru bjartar og hlýj-
ar. Við hjónin viljum þakka fyrir
þá vináttu og tryggð sem við höf-
um notið hjá Ásgeiri og Símoníu
nú þegar Ásgeir er kvaddur. Bless-
uð sé minning hans.
Gunnar Gunnarsson
Blómmtofa
Fnðfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavlk. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö öll tilefni.
Gjafavörur.