Morgunblaðið - 25.08.1985, Qupperneq 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
||
fclk í
fréttum
fyrir 25 árum
SIGRÍÐUR GEIRSDÓTTIR
Kosin þriðja fegursta
kona heims 1960
Fékk ótal atvinnutilboð erlendis
Sirrý Geirs. MorKunblaðift/Bjarni
Sigríður Geirsdóttir sem varð
fegurðardrottning Íslands
árið 1959 lagði land undir fót ári
síðar til Langasands og tók þátt i
keppninni um ungfrú alheim.
Þar var hún kosin þriðja feg-
ursta kona heims og í kjölfar þess
hlaut hún ótal atvinnutilboð. Á
þessum tíma sagði hún í viðtali við
Morgunblaðið að óvíst væri hvað
taka myndi við að lokinni keppni,
en allavega myndi hún búa þar
vestra um hríð.
Blaðamaður heimsótti Sigríði
sem nú er búsett í Reykjavik og
bað hana að rifja aðeins upp at-
burðinn fyrir 25 árum og segja frá
því hvað hún hefði haft fyrir
stafni síðan keppnin fór fram á
Long Beach.
„Þetta var afskaplega mikil
vinna. Ég hef tvisvar sinnum í líf-
inu lagt virkilega hart að mér um
tíma og það er þegar ég skrifaði
BA-ritgerðina mína í Háskólanum
og svo er ég tók þátt í þessari feg-
urðarsamkeppni.
Það var eins gott að ég var vel
hvíld þegar ég lagði af stað því
vinnan byrjaði um leið og ég steig
upp í flugvélina.
Ferðalagið sjálft tók allavega 36
klukkustundir því það tók 12 tíma
að fljúga til New York, þar var bið
í aðra tólf tíma og svo tók það
sama tímafjölda að fljúga niður
til Los Angeles. Þegar þangað var
komið þá fékk ég hálftima til að
klæðast skautbúningi og hafa mig
til en síðan var flogið til Long
Beach þar sem keppnin fór fram.
Þar tóku við strangar æfingar og
sviðssetningar.
Ég stóð ákaflega vel að vígi, því
ég var vön því frá unga aldri að
koma fram. Faðir minn var í utan-
ríkisþjónuslunni í mörg ár og við
bjuggum í Svíþjóð. Þá var gest-
kvæmt heima og mikið um veislu-
höld og það var ekki óalgengt að
maður þyrfti að koma fram fyrir
hönd íslenskra barna í Svíaríki.
Ég var lengi í ballet og þegar árin
liðu fór ég að koma fram opinber-
lega og syngja."
Það er óhætt að segja að Sig-
ríður eða Sirrý eins og vinir henn-
ar kalla hana hafi haft ástæðu til
að vera bjartsýn það vel stóð hún
sig kvöldin þrjú sem undanúrslita-
keppnin stóð yfir. Fyrsta kvöldið
fékk hún verðlaun fyrir að taka
sig best út í sundfatnaði, þá fyrir
að flytja bestu ræðuna og að lok-
um var hún kosin eftirlætisfyrir-
sæta ljósmyndara.
„Já, veistu, svona fyrst til að
byrja með er ekki laust við að við
værum hálfspældar fyrir Islands
hönd ég og frú Ólöf Swansson,
sem tók á móti okkur íslensku
stúlkunum, yfir því að hafa ekki
unnið titilinn.
Ég verð að játa að fiðringur var
farinn að fara um mig því ég hafði
fengið góða umfjöllun, hlotið
nokkur verðlaun og var svo komin
Hún var í 10 ár búsett í Bandaríkjunum og starfaði þar við að leika í
kvikmyndum, í sjónvarpsauglýsingum o.fl.
Ótal atvinnutilboð tóku að streyma til Sigríðar að lokinni keppni.
í úrslit þar sem við vorum fimm
að keppa um efstu sætin.
En það var ýmislegt sem eyði-
lagði fyrir mér'þarna í lokin. Ég
var í kjól sem var of þröngur að
neðan og gerði það að verkum að
ég gat ekki gengið eins og skyldi
og svo var ég bara með eina ræðu
tilbúna sem ég flutti í undanúr-
slitunum.
Þegar kom svo að því að ég
komst í aðalúrslit stóð ég uppi
ræðulaus því enginn héðan að
heiman hafði búist við því að ég
næði svona langt. Á síðustu
stundu varð ég svo að sjóða saman
eitthvað til að flytja en hafði auð-
vitað margt annað á minni
könnu."
Að lokinni keppni fluttist Sig-
/
Þrír íslenskir
bræður liðsforingjar
í úrvalsliði
rír íslenskir bræður þeir
Pétur Anthony, Bruce Ivar
og Brian Holly, synir Barböru
og ívars Guðmundssonar fyrr-
verandi alræðismanns íslands í
New York, hafa verið sæmdir
liðsforingjanafnbót í úrvalsher-
liði Bandaríkjanna (United
States Marine Corps).
Bræðurnir eru allir fæddir í
Kaupmannahöfn en ólust upp í
Danmörku, Pakistan og í
Bandaríkjunum.
Meðfylgjandi mynd var tekin
af þeim bræðrum er Pétri var
afhent skipunarbréfið í nafni
forseta Bandaríkjanna, en bróð-
ir hans, Bruce, stjórnaði liðsfor-
ingjaeiðtökunni eftir að hafa
lesið forsetaskipunína.
Frá vinstri: Pétur Anthony, Brúsi ívar og Brjánn Hoily.