Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 36

Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 ® 1985 Universal Press Syndicate y-ie. /, E9 setlcx. eJdci ab fci lánahc^ pen'iviqcK; bcxrrx. a£ liitx ci PcLeiiruX'" ást er ... að brosa TM Rm. U.S. Pat. Off.-aH »1985 Los Angeles Tlmes rlghts reserv >s Syndicate Blessaður taktu myndavélina af maganum, allir halda okkur útlendinga! Með morgunkaffinu l>að eina sem gera þarf tepp- inu til góða er að mölverja það. HÖGNI HREKKVÍSI ' V Þyrftu þessir menn ekki að hafa íslensk byssuleyfi spyr bréfritari. Ná öll íslensk lög yfir varnarliðið? Einn furðu lostinn skrifar: Eg held að fyrir mörgum hljóti að hafa farið eins og mér nú und- anfarið, að ég á ekki orð yfir stjórnvizku landsfeðra, þegar landsmenn hafa mátt horfa á sí- felldar uppákomur, þar sem stöð- ugt er verið að efna til óvinafagn- aðar í málum er varða Varnarliðið sem hér hefur verið frá 1951 sam- kvæmt varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna. Einn ráðherranna segist hafa komist að því, að fyrir Varnarliðið gildi ekki íslenzk lög og verði þar úr að bæta snarlega. Mér er því spurn: Er ekki næsta skrefið til dæmis, að krefjast þess, að bannaður verði allur vopna- burður á flugvellinum, nema dát- arnir afli sér byssuleyfa hjá dómsmálaráðherra, sem raunar lika er landbúnaðarráðherra og banna alla hermennsku, sem ekki leyfist meðal landsmanna? Ég er smeykur um, að mér eða mínum leyfist ekki að bera byssu án byssuleyfis, eða geyma vígvélar í garðinum hjá mér. Ég er líka smeykur um, að íslenzkir flug- menn fengju á baukinn hjá yfir- völdum og flugvélar þeirra yrðu snarlega stöðvaðar, ef þeir tækju upp á því að festa á þær byssur. Varnarliðið hlýtur því að verða að afla leyfa fyrir slíkt hjá ís- lenzkum yfirvöldum. Því spyr ég: Hvers vegna á bara að fara eftir sumum íslenzkum lögum í þessum málum, en ekki öllum? Óskiljanlegt að banna bjórlíki KJ. skrifar: Nú er ég kominn í svo fúlt skap að ég hreint og beint neyðist til að setjast niður og skrifa þér línu þótt pennalatur sé. í flestum blöðum er sagt frá því 21. og 22. ágúst að Jón Helgason menntamálaráðherra hafi ákveðið að banna sölu á hinu svokallaða bjórlíki frá og með 15. september næstkomandi. Ég er nú svo sem enginn sérstakur aðdáandi þessa svokallaða bjórlíkis en þó finnst mér það lýsa fádæma ósvífni ráðherrans að taka með þessum hætti fram fyrir hendurnar á fólk- inu i þessu landi með því að banna því að drekka þann vökva sem það hefur neyðst til að koma sér upp í stað alvöru bjórs. Mér finnst eins og öllum öðrum íslendingum stórhlægilegt hvern- ig alþingismönnum tókst að gera sig að fíflum í bjórmálinu í vor en þetta finnst mér bæta gráu ofan á svart. Svo þykist hann geta skýlt sér bakvið einhverjar reglugerðir um að dómsmálaráðherra sé heimilt að ákveða hvernig vín sé framreitt. Heyr á endemi. Það er greinilegt á öllum at- höfnum ráöherrans að hann er ekki mikið fyrir vín sjálfur. Hann þekkir ekki þá gremju sem fyllir mann, svo fremi maður drekki, þegar tekið er á þennan hátt fram fyrir hendurnar á manni. „Hönd mín er ófrjáls því ég er íslending- ur“ yrkir Ásgeir Hvítaskáld í kvæði sínu um bjórinn og með þessu áframhaldi líður ekki á löngu áður en þetta gildir um allt áfengi. Forsjárhyggja stjórnvaldanna er óþolandi. Það er hægt, með góð- um vilja að skilja hvers vegna svona hægt gengur að fá bjór leyfðan, en það hversvegna á að banna það sem hefur verið leyft og ekki valdið stjórtjóni er óskiljan- legt. Nóg komið af SÍS veldi Neytandi skrifar: Nú finnst mér nóg komið af þessu blessuðu SÍS-veldi. Ég fór í afurðasölu SfS um daginn og ætl- aði mér að kaupa annars flokks lambakjöt. Það reyndist ekki til svo ég hafði farið fýluferð. Nú held ég heim á leið aftur og hugsa mér að hafa þá bara samband við stórmarkað KRON í Kópavogi símleiðis og biðja um að mér yrði sent það sem mig vanhagaði um. Kl. 10.30 næ ég samhandi en er þá beðin að bíða, sem ég geri, dágóða stund. Loks rofnar sambandið, en ég hrindi aftur og er enn beðin að bíða. Eftir nokkra stund kemur einhver í símann og biður mig að hringja seinna því nú séu allir í kaffi. Svo er verið að tala um kjötfjall og lambakjötsbirgðir en auðvitað gefst maður bara upp á þessum eltingarleik. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal ernis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvsðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.