Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 5 Oleg Vidov landflótta sovéskur leikari: Lék hér á landi í Rauðu skikkjunni sumarið 1966 „ÞKI'I'A var ákaflega geðþekkur og skemmtilegur náungi, sem öllum líkaði vel við,“sagði Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri, um kynni sín af sovéska kvikmyndaleikaranum Oleg Vidov, sem nú hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum, eins og frá var greint í frétt f Morgunblaðinu í gær. Vidov er mörgum kunnur hér á landi síðan hann lék aðalhlut- verkið í kvikmyndinni „Rauða skykkjan", sem tekin var að hluta hér á landi sumariö 1966. Vidov lék aðalhlutverkið, Hagbarð, en Gísli lék óvin hans Sigvalda kon- ungsson, bróður Signýjar. Aðrir íslenskir leikarar sem léku í myndinni voru Flosi Ólafsson og Borgar Garðarsson. Má geta þess til gamans að í myndinni drepur Vidov bæði Gísla og Flosa. Gísli kvaðst halda að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem Vi- dov starfaði utan Sovétríkjanna, en hann hefði verið valinn í hlut- verkið vegna þess að hann hafi verið norrænn í útliti og sérlega glæsilegur maður. „Þetta var mjög glaðsinna og skemmtilegur ungur maður, hann hefur varla verið nema 23 eða 24 ára á þessum árum. Hann var ákaflega ræðinn og endurtók í sí- fellu þau átta orð, sem hann kunni í ensku. Það var sérstaklega vont veður þetta sumar og upp- tökurnar sem fóru að mestu fram við Hljóðakletta voru mjög erfið- ar, en hann lét engan bilbug á sér finna," sagði Gísli Alfreðsson. „Ég hef skipst á kortum og kveðj- um við hann annað slagið en ekki fylgst náið með honum og veit ekki hvort hann hefur fallið í ónáð eða hvað veldur flótta hans nú, en ég veit að hann var ákaf- lega vinsæll í sínu heimalandi einkum fyrir leik í sjónvarpi og kvikmyndum," sagði Gísli enn- fremur. í Morgunblaðinu frá 21. júlí 1966 er að finna viðtal sem Magn- ús Finnsson átti við Oleg Vidov. Þar segir hann meðal annars að hann hafi hrifist mjög af mikil- leik íslenskrar náttúru. Um ís- lenska hestinn sem mikið kemur Oleg Vidov ásamt einum íslensku hestanna, sem hann var mjög hrifínn af. Myndina tók Ólafur K. Magnússon við Hljóóakletta sumarið 1966, þegar upptökur á myndinni „Rauða skykkjan" stóðu yfír. við sögu í myndinni segir hann: „Hann er dásamlegur og hann hefur gott hjarta og ef ég gæti komið honum f vasann minn mundi ég fara með hann heim til Rússlands." Um Islendinga segir hann að þeir séu ákaflega þægi- legt fólk og sérstaklega brosmilt. „Bros þeirra birtist oftar en sólin á himninum,“ sagði Oleg Vidov að lokum í samtali við Morgur.blaðið sumarið 1966. Ar frá síðasta Kröflugosi „ASTANDIÐ er eins og verið hefur í langan tíma, mjög rólegt,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans er Morgunblaöið spurði hann tíðinda frá Kröflu í tilefni þess að nú er ár liðið frá síðasta gosi þar. „Það er afskaplega erfitt að spá um framhaldið. Þarna er engin vakt lengur en síritandi mælitæki skrá alla hreyfingu. Um er að ræða jarðskjálfta-, halla- og sprungumæla. Þessi tæki sýna nokkurn veginn hvað er um að vera í jarðskorpunni hverju sinni, . en þau segja lítið um það sem koma skal. Til að það sé hægt þarf að túlka það sem mælitækin skrá. Við vitum að þrýstingurinn í kvikuholunni er hár, hærri en hann hefur verið fyrir sum af þeim gosum sem komið hafa. Þessi þrýstingur nægir til þess að koma kviku upp á yfirborðið og væri því ekki undarlegt þó að þarna yrði gos. Hinsvegar fer þessi þrýsting- ur ekki vaxandi. Hann hefur hald- ist stöðugur síðan um síðustu ára- mót. Mjög erfitt er að spá út frá þessu um framhaldið ef litið er til lengri tíma. En ef þarna yrði gos er líklegt að við gætum spáð fyrir um það með stuttum fyrirvara," sagði Páll Einarsson að lokum. 25 Grænlend- ingar og Danir skoða íslensk- ar virkjanir 25 Grænlendingar og Danir eru á fcrðalagi um ísland þessa dagana. Til- gangurinn með ferðinni er að skoða íslenskar vatnsafísvirkjanir. Að sögn Péturs Thorsteinssonar hjá Utanríkisráðuneytinu skipa ferðalangar þessir ráð eða nefnd sem komið var á laggirnar þegar Grænland fékk heimastjórn árið 1979. Fékk hún nafnið Fællesrád angáend minerale rástoffer i Gronland og eins og nafnið gefur til kynna átti hún að kanna hvaða möguleikar væru á því að vinna hráefni úr jörðu á Grænlandi, svo og á virkjunarframkvæmdum. Nefndin hefur starfað mikið upp á siðkastið vegna olíuborana í Norð- ursjó, en beinir nú athygli sinni einkum að orkuframleiðslu. Grænlendingar beina sjónum sín- um til íslands í sambandi við virkj- anamál, og líklegt er að þeir fari fram á aðstoð af hálfu íslendinga þegar þar að kemur að farið verður að reisa þar virkjanir. Raunar hafa Islendingar hannað slík orkuver þar í landi þótt ekki hafi enn verið ráðist í neinar framkvæmdir. Nefndarmennirnir munu skoða helstu virkjanir hérlendis, meðal annars Þjórsár- og Blönduvirkjun. Þeir halda svo af landi brott á laug- ardaginn. í fylgd með nefndinni eru Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku landstjórnarinnar auk félagsmálaráðherra Grænlendinga og formanns stjórnarandstöðu- flokksins. 30.000 lestir af loðnu komn- ar á land — veiðin treg um þessar mundir LOÐNUAFLI íslenzkra skipa af Jan Mayen-svæðinu var um mánaðamótin orðinn 30.150 lestir. Veiði þar hefur verið treg að undanförnu. Síðastliöinn föstudag lönduðu Hákon ÞH 820 lestum og örn KE 580 lestum á Raufarhöfn. Albert GK landaði 550 lestum á sama stað á laugardag og Skarðsvík SH 650 lestum á sunnudag. Á mánudag landaði Kap II 670 lestum á Eski- firði og Súlan EA 800 lestum á Krossanesi. Síðdegis á þriðjudag hafði ekkert skip tilkynnt um afla. ELDHÚSK) FULLKOMNAD Það er hreint ótrúlegt hvað lítill örbylgjuofn breytir miklu á heimilinu. Þegarbörn og unglingarkoma svöng heim úrskólanum hita þausér hollan og ijúffengan smárétt íSHARP örbylgjuofninum. Nú þurfaþau ekki lengurað sætta sig við eitthvað kalt og ólystugt í tíma og ótíma. Tíminn erfullorðna fólkinu dýrmætur, þess vegna skiptirSHARP örbylgjuofninn sköpum í eldhúsinu. Ásvipstundu verðurtilgómsætur og næringarríkurréttur. Dæmi um eldunartíma: samlokur 1 mínúta bacon 2 mínútur frosinn réttur 9 mínútur heitt kakó 2-3 mínútur SHARPörbylgjuofninn ereinfaldurogþægilegurog tvöföld læsing tryggiröryggi yngstu notendanna. Verðfrá aðeins kr.9,900.- stgr. Láttu SHARP fullkomna eldhúsið! HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.