Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 31 rhags- liðsins fstæðismanna I þetta mál veröa að koma hreinar línur. Strax. Meðferð Alþingis á málinu sl. vor var löggjafarsam- komunni lítt til sóma. Ég mun leggja hér fram á þinginu ályktun- artillögu þess efnis, að SUS verði fyrstu pólitísku samtökin sem kveði upp úr um að sá tvískinnung- ur sem viðgengst í þessu máli víki og bjórbannið verði afnumið. Framkvæmd varnarsamnings- ins milli f slands og Bandaríkjanna hefur orðið tilefni nokkurra deilna að undanförnu. í því efni koma til álita nokkur meginsjónarmið, sem ég tel að ekki megi missa sjónar á. Hið fyrsta er auðvitað það, að varnarliðið er hér á íslandi ein- göngu vegna varnar- og öryggis- sjónarmiða. Við höfum ekki ís- lendingar gert samning um að hafa hér í landinu varnarlið til annars en að annast varnar- og eftirlitsstörf, sem okkur sjálfum er ofviða að annast. Því hlutverki verður liðið að geta sinnt eins vel og unnt er, en það er óeðlilegt að ætla varnarliðinö að leysa önnur vandamál hér innan lands. í öðru lagi er það auðvitað meginatriði að við íslendingar Geir H. Haarde höldum vöku okkar og reisn gagn- vart hinu erlenda liði. Við megum aldrei líta á veru þess hér sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut. Varnarliðið er hér af illri nauðsyn og vonandi tímabundið, þótt ekki sé unnt á þessari stundu að sjá fyrir þær breytingar á alþjóðavett- vangi sem gætu gert okkur kleift að láta varnarliðið fara án þess að taka óviðunandi áhættu. En meðan varnarliðið er hér er það auðvitað skylda íslenzkra stjórn- valda að standa fyllilega upprétt gagnvart hinum erlendu gestum og setja þeim þær reglur, sem íslendingar telja eðlilegar. Ég tel að við þurfum sízt að skammast okkar fyrir framkvæmd varnar- samningsins eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk mannaforráð í utanríkisráðuneytinu að nýju í þessari ríkisstjórn og núverandi utanríkisráðherra hóf að beita sér fyrir því, að íslendingar gætu sjálfir lagt betra mat á grundvall- aratriði þessara mála, herfræði- þáttinn og varnarþörfina. Þriðja atriðið, sem ég vildi víkja að í þessu sambandi, er það, að allar deilur um framkvæmd varn- arsamningsins milli aðila, sem eru í grundvallaratriðum á einu máli um nauðsyn veru varnarliðsins og utanríkisstefnu tslands, eru að mínu mati af hinu illa. Slíkar deilur draga athyglina frá kjarna málsins, sem snýr að því hvort hér eigi að vera varnir í landinu eða ekki og eru því einungis vatn á myllu þeirra afla, sem grafa vilja undan varnarsamstarfinu við Bandaríkin og aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu. Þvi er mál að þeim deilum linni. Loks vil ég leggja áherzlu á, að ævinlega verður að skilja á milli efnahagsáhrifa varnarliðsins og hinnar raunverulegu ástæðu fyrir dvöl þess hér, sem leggja verður mat á út frá varnar- og öryggis- hagsmunum tslendinga sjálfra hverju sinni. Af þessum sökum er mjög varhugavert fyrir tslendinga að verða varnarliðinu háðir fjár- hagslega og ber að sporna við því að svo verði. Utanríkismálanefnd SUS hélt vorið 1978 ráðstefnu um varnarstöðina í Keflavík, en erindi sem þar voru flutt voru síðan gefin út í myndarlegu riti. í erindi því er ég flutti á ráðstefnu þessari er gerð nokkur úttekt á efnahags- áhrifum varnarliðsins og í ljósi hennar komist að þeirri niður- stöðu, að rétt sé að stefna að því að gera þessi áhrif minni en ekki meiri. Þetta viðhorf mitt hefur ekki breyst nema síður sé og ég hef fyllstu ástæðu til að ætla að þetta sé ríkjandi viðhorf meðal ungra sjálfstæðismanna. A SUS-þingi fyrir tveimur árum varð okkur tíðrætt um þau tæki- færi sem aðildin að ríkisstjórninni færði Sjálfstæðisflokknum. Og víst er um það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í þessari ríkis- stjórn haft meiri tækifæri til að hafa áhrif til góðs en oft áður í ríkisstjórn. Og þó svo þessi tæki- færi hafi kannski ekki öll verið nýtt sem skyldi til þessa skulum við ekki gleyma því, að í augnablik- inu sýnast ekki aðrir kostir væn- legri til að veita slíka aðstöðu en aðildin að núverandi ríkisstjórn. í stjórnmálaályktun landsfundarins sl. vor segir svo um ríkisstjórnar- samstarfið: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins vill halda áfram endur- reisnarstarfi, sem ríkisstjórnin hefur unnið að, á þeim málefna- grundvelli, sem hér hefur verið rakinn. En landsfundur leggur jafnframt áherslu á að sá árangur náist, sem að er stefnt. Sjálfstæðismenn eru nú sem ætíð reiðubúnir til þess að leggja störf sín og stefnu í dóm kjósenda. Hvort þess verður þörf í bráð mun ekki síst ráðast af því, hvort steinn verður lagður í götu þessara verk- efna og þeirrar samstöðu sem um þau þarf að nást.“ Ég leyfi mér að vitna til þessara orða hér og gera að mínum, enda á ég á þeim nokkurn höfundarrétt. Ég tel að miðað við það hvaða mál náðu fram á Alþingi nú í vor og sumar geti sjálfstæðismenn eftir atvikum vel við unað. En nú skiptir máli, hvað gert verður á næstunni. Ótal verkefni blasa við. Nægir að vitna til verkefnaskrár ungra sjálfstæðismanna á síðasta lands- fundi því til staðfestingar. Megin- mál er þó að staðið verði þannig að málum, að heilbrigt atvinnulíf fái að þrífast í landinu til að standa undir öllu því öðru, sem við viljum koma í framkvæmd. Á síð- asta SUS-þingi beindum við sjón- um okkar öðru fremur að nýsköp- un í atvinnulífi, hátækni- og upp- lýsingaiðnaði fyrst og fremst, undir kjörorðinu Afl nýrra tíma. Augu manna hafa opnazt í veru- legum mæli fyrir þeim möguleik- um, sem þessar nýju greinar bjóða upp á og sér þess þegar stað hér á landi. Sama er að segja um þá möguleika, sem felast í fiskeldi og loðdýrarækt. En til þess, að atvinnulífið nái að þróast og dafna, þarf hinn efnahagslegi rammi, sem því er búinn, að vera traustur. Framund- an er mikil glíma stjórnvalda til að tryggja að svo verði og að dregið verði úr viðskiptahalla og söfnun erlendra skulda, jafnhliða því sem dragi úr verðbólgu og grunnur nýs tímabils hagvaxtar lagður. Um þessi mál er fjallað ítarlega í þeim drögum að ályktun um atvinnumál, sem fyrir þinginu liggur." ifa um efni im að borga ast á samheldni og vilja til þess að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Sú félagslega aðstoð fær aldrei staðist sem fengin er með því að einstakir þjóðfélagshópar, jafnvel fullfrískir, taki sér réttindi fyrir annarra fé. Við höfum rætt um nýjar leiðir í heilbrigðisþjónustu, þar sem markmiðið er að reyna að sameina ákvarðanir og fjárhags- lega ábyrgð. Við höfum rætt um möguleika á einkarekstri í skóla- kerfinu og hvernig gera megi námsaðstoð á háskólastigi skynsamlegri. Við höfum enn- fremur rætt um nauðsyn þess að tryggja fjárhagslega framtíð líf- eyrissjóðanna og getu þeirra til þess að standa við skuldbindingar sínar. Við skulum ekki óttast þótt að okkur verði vegið fyrir þær til- lögur og ábendingar sem við setj- um fram. Við skulum hafa það hugfast að framtíðin er okkar. Ungir sjálfstæðismenn eru þau stjórnmálasamtök i landinu sem löngum hafa haft forystu um að ryðja nýjum hugmyndum braut inní þjóðlífið. Við minnumst þess þegar ungir sjálfstæðismenn settu fram hugmyndir sínar um að hætta ríkisrekstri og afskiptum ríkisins af fjárfestingum og at- vinnulífinu yfirleitt fyrir átta til tíu árum undir kjörorðinu „báknið burt“. Þá vöktu hugmyndir ungra sjálfstæðismanna mikla andstöðu, en nú minna en áratug síðar eru þessar hugmyndir orðnar almennt viðteknar í öllu þjóðlífinu. Sama mun gilda um hugmyndir okkar í velferðarmálum. Þetta eru hug- myndir fyrir framtíðina og bar- áttan fyrir framgangi þeirra getur tekið tíma. En við skulum berjast fyrir þeim óhræddir. Þær munu sigra. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins á síðastliðnu vori samþykkti Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og formaður SUS. sérstaka verkefnaskrá í 10 liðum fyrir forgöngu ungra sjálfstæð- ismanna. Með þessari verkefna- skrá markaði Sjálfstæðisflokkur- inn þá stefnu að höfuðmarkmið efnahagsstjórnarinnar væru lækkun verðbólgunnar, jafnvægi á vinnumarkaði og stöðvun skulda- söfnunar erlendis. Nú á næstu mánuðum mun verulega reyna á þessa mikilvægu þætti sjálfstæðisstefnunnar. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir um framgang efna- hagsmála mun þurfa mikinn póli- tískan styrk og kjark til þess að há árangri. En fyrst og fremst mun þurfa trú á það að hægt sé að lifa á Islandi af því sem atvinnulífið skapar en ekki á erlendum lánum. Það mun koma í hlut okkar ungra sjálfstæðismanna að fylgja Verk- efnaskránni eftir. Og við munum líka fylgja henni fast eftir. Verk- efnaskráin hlaut almennan hljómgrunn meðal sjálfstæð- ismanna á Landsfundi og um hana skapaðist samstaða. Hún var studd af landsbyggðarmönnum sem fólki af Reykjavíkursvæðinu, af bændum, fólki úr sjávarútveg- inum, embættismönnum, fulltrú- um verkalýðshreyfingarinnar eða langflestum þeim ólíku einstakl- ingum sem skipuðu hinn ágæta hóp Landsfundarfulltrúa. Við ungir Sjálfstæðismenn munum vinna að því að þessi vaska sveit haldi áfram að standa saman um sjálfstæðisstefnuna og munum hafa frumkvæði að samstarfi við önnur samtök innan Sjálfstæðis- flokksins um að ná því fram sem Verkefnaskráin kveður á um. Ungir sjálfstæðismenn Á því tímabili sem líður milli þessa þings okkar og hins næsta eru tvennar kosningar, kosningar til sveitastjórna og til Alþingis. Við þessar kosningar munu 25.000 kjósendur ganga að kjörborðinu í fyrsta sinn. Það er verkefni okkar að vinna Sjálfstæðisflokknum fylgis hjá þessum jafnöldrum okkar. Það mun kosta vinnu og baráttu, en umfram allt kostar það að við mótum okkur skýra stefnu sem höfðar til okkar kyn- slóðar. Við verðum að geta gefið henni von um að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sé atkvæði með framtíðinni og bættum lífs- kjörum. Atkvæði með valfrelsi, vexti og velferð. Við verðum að afla þessari stefnu fylgis hvar og hvenær sem færi gefst. Á þessu þingi höfum við sett fram skýra og afdráttarlausa stefnu. Og við höf- um verkefnaskrána frá Lands- fundinum. Við erum því vel til baráttunnar búin. Við eigum að hafa alla möguleika til þess að ná árangri. Og ég treysti þvi að eng- inn úr þessu einvalaliði sem hér er saman komið, liggi á liði sínu. Hér er forystulið ungra sjálfstæð- ismanna, afl sem getur breytt þjóðfélaginu. Afl sem kynslóð okkar hefur til þess að gera Island að landinu sem hún vill búa í. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Hluti þátttakenda á námskeiðinu á Ftúðum. Kennaranámskeið á Flúðum Syðra-Langbolti, 2. september. ÞESSÁ viku er haldið á Flúðum endurmenntunarnámskeið fyrir kennara. Er námskeið þetta haldið á vegum Kennaraháskóla íslands og hafa þær Sigríður Jónsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir haft veg og vanda af undirbúningi þess, en þetta er fjórða svæðið þar sem slík námskeið eru haldin, þ.e. eitt á ári. Þátttakendur eru 56, flestir af Suður- og Vesturlandi, flestir kenna í neðri bekkjum grunnskóla. „Barnið í brennidepli" kallast þetta námskeið, fyrirlestrar eru haldnir, vinnuhópar starfa og boðið er upp á verkstæði, þar sem hægt er að vinna margskon- ar starf og sýning er á mjög margvíslegum námsgögnum. A fimmtudag kl. 4—6 er opið hús fyrir foreldra og skólanefndar- menn til kynningar á námskeið- inu. Á þessu mikla sólarsumri hefur verið mjög mikið um ferðamenn hér, innlenda og er- lenda, og tjá mér kunnugir að þeir hafi aldrei verið fleiri. Sumarhótelinu hefur verið lokað en matsala er í hádeginu til 1. október fyrir ferðahópa Kynnis- ferða sem eru að fara að Gull- fossi og Geysi. Hinsvegar er „Skjólborg" opin allt árið og vinsæll gististaður og draga heitu pottarnir sem eru við hvert herbergi til sín marga gesti. Um næstu helgi verður haldið á Flúðum fjölmennt þing UMFÍ. Sig.Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.