Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 Verður hætt að yinna í bónus 9. september?: Bónusinn er of stór hluti af tekjum — var samdóma álit fiskvinnslufólks í Vestmanna- eyjum sem Morgunblaðið ræddi við á dögunum „Ég er búin ad vera í fiski að staðaldri í tíu ár og síðustu 6—7 árin hef ég unnið í bónus. Ég get ekki annað sagt en ég kunni ágætlega við mig, en samt hef ég hugsað til þess að starfa eitthvað annað, þetta er gífurlega erfið vinna oft,“ sagði Hafdís Magnúsdóttir, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hana við starfa hennar í ísfélaginu í Vestmannaeyjum. Morgunblaðs- menn heimsóttu þessa stærstu verstöð landsins á dögunum til að heyra skoðanir fiskvinnslufólks á bónusvinnu og öðru sem að kjörum þess lýtur, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum, eru bónussamningar fiskvinnslufólks lausir víða um land og lítt gengið að semja um nýjan samning. Hafa verkalýðsfélögin hótað því að stöðva vinnu í bónus frá 9. september, hafi samningar ekki tekist. Ekki sömu uppgripin í fiski og áður Það var sólskin og blæjalogn í Eyjunum þegar við Morgunblaðs- menn vorum þar á ferðinni, haf- flöturinn fagurblár og hvít hetta Eyjafjallajökuls bar við himinn við bæjardyrnar ef svo má segja. Það var eins og viðmiðarnirnar yrðu allt aðrar og Reykjavíkur- Hafdís Magnúsdóttir Leiðin lá í vélasal Fiskiðjunnar, þar sem ríkti gnýr og hávaði. „Ég er ekki búin að vera nema stutt í Snyrt af kappi í vinnslusal (sfélagsins. Snótar. Alltaf einbiínt á þær hæstu „Það þarf miklu að afkasta til þess hafa eitthvað upp úr fiski. Þegar rætt er um bónus og þær tekjur sem hægt er að hafa í hon- um, er alltaf einblínt á þær hæstu. Þær eru fáar sem skaga uppúr og þær gefa ekki rétta mynd af þeim tekjum sem konur hafa almennt í þónus. Til að ná hraða skiptir mestu að fá rétta þjálfun í upp- hafi, en síðan fer það auðvitað eft- ir persónum hvernig gengur, eins og í öðrum störfum. Það þarf fyrst að læra að skera vel úr fiskinum, síðan kemur hraðinn smám sam- an. Þetta er ágætis vinna, en erfið. Mér leiðist ekki að vinna í fiski, en maður getur verið afskaplega þreyttur þegar unnið er í erfiðum fisktegundum allan daginn. Bón- usinn spilar of stórt hlutverk. Hann er alltof stór hluti af laun- um. Tímakaupið í sjálfu sér er ekki neitt og það sem heldur tíma- kaupinu niðri er bónusinn. Kaupið verður hæst 99 krónur á tímann éftir 15 ára starf og það sér það hver maður að það eru engin laun. Það þarf að breyta hlutföllunum þarna á milli og hækka tímakaup- ið á kostnað bónusins. Þess utan tel ég að bónusinn hafi farið lækk- andi og misræmið aukist á milli tegunda, þannig að tekjumögu- leikarnir eru mjög mismunandi eftir því hvaða fiskur er unninn,“ sagði Hafdís. Stefnir í frekara nám Hafdís segist hafa byrjað að vinna í fiski 12 ára gömul í sumar- fríum og páskafríum. Að loknu gagnfræðaprófi fór hún að vinna hjá ísfélaginu og hefur verið þar síðan, en nú í haust hyggst hún endurnýja kynni sín af náminu og innrita sig á verslunarbraut í öld- ungadeild fjölbrautaskólans í Vestmannaeyjum, ef að stofnun öldungadeildarinnar verður, en það er ennþá óvíst. Hnífurinn leiftrar ótt og títt og hvert flakið á fætur öðru fær sess í plastbakkanum, sem matvara á borðum ókunnra manna á erlendri grund. Verkstjórinn hafði hvíslað því að undirrituðum að Hafdís væri langduglegasta bónusstúlkan í vinnslusalnum, hún væri ekki ánægð nema hún hefði 1.000 krón- ur á dag í bónus, en það telst dug- leg kona, sem vinnur sér inn 600 krónur í bónus á dag. „Undanfarin sjö ár hef ég starf- að að staðaldri í fiski með mikið til sama fólkinu. Það er hins vegar mikið minna um aðkomufólk í fiskvinnu nú en áður, enda eftir minna að sækjast. Mér hefur aldr- ei fundist áður jafn mikil óánægja í fiskvinnu og nú. Alla vega kemur hún miklu skýrar fram,“ segir Hafdís. Oft kalsamt á veturna Hafdís segir að það skiptist nokkuð í tvö horn með það hversu konurnar í fiskvinnslunni vinni mikið. Margar húsmæður vinni hálfan daginn, en svo séu aðrar sem vinni allan daginn. Aldrei sé unnið lengur en til klukkan sjö, en þetta hafi verið mjög erfitt nú í sumar vegna mikillar manneklu og því hafi þær sem vanar eru unnið meira en þær kannski hefðu kosið. Hafdís sagðist aldrei vinna eftirvinnu og kaupið sé þokkalegt með bónusnum. Aðbúnaðurinn sé ágætur en oft sé þetta kalsöm vinna yfir veturinn. Hún ítrekar það að bónusinn sé of stór hluti teknanna, það sé líka mikið álag að halda sífellt uppi afköstunum. Aðspurð hvort afköstin myndu ekki minnka ef bónusinn væri af- numinn, sagði hún að svo kynni ef til vill að vera, en bætti við: „Fólk hættir ekki að vinna, þegar það er búið að starfa við þessi skilyrði svo lengi. Það er búið að venja sig á ákveðin vinnubrögð og það breytir ekki vinnuhraðanum svo glatt. Það er alltaf viss stemmning í fiskinum og þess utan verður alltaf sérstök stemmning meðal kvenna sem hafa unnið lengi sam- an og það styttir vissulega daginn, en auðvitað kennir maður þó leiða öðru hvoru í þessari vinnu eins og annarri. mekkinum væri blásið úr kolli Reykjavíkurpeyja, sem eina stutta dagstund staldraði við í Eyjum. Kannski eitthvað sé til í því sem fólk úti á landi segir um blindu þeirra sem í borginni búa á hag og viðfangsefni fólks á landsbyggð- inni. Alla vega fannst undirrituð- um að hann væri í nánari snert- ingu við rætur sínar og það sem máli skiptir á íslandi þessa stuttu sólskinsstund í Eyjum en lengi áð- ur. Lífið var til skamms tíma fisk- ur á íslandi. Úti á Stórhöfða lá kippa af svarthvítum lunda með marglit nef í grænu grasinu og niður á höfninni kepptust áhafnir bátanna við að ísa fisk í gáma á ferskfiskmarkað I Bretlandi. Tím- anna tákn eða hvað? Undir vegg Vinnslustöðvarinnar sátu hvít- klæddar fiskvinnslustúlkur og nutu sólskinsins og blíðunnar og ljósmyndarinn, sem hafði gefist upp á bíða eftir þeim sem þetta skrifar, stóðst ekki mátið og sat á spjalli við þær, þegar ég kom út í sólskinið. Ekki að spyrja að kven- seminni í þessum ljósmyndurum. fiskinum nú, en ég finn það strax að það eru ekki sömu uppgripin í fiski og áður. Það er ekki lengur hægt að ná sér í mikinn pening með því að fara í fiskvinnu," sagði Sigríður Högnadóttir, sem við hittum þar að máli. Hún hefur undanfarin tvö ár starfað sem starfsstúlka á barnaheimili, en var áður í fiski. Á leið til borgarinnar, þar sem peningarnir eru „Ég fór í fiskvinnu nú til að afla meiri tekna, en það er til lítils. Ég er því að hugsa um að flytjast til borgarinnar, þar sem peningarnir eru, það er ekkert vit í að vinna í fiski endalaust. Ég var hér áður í fiski 4—5 vertíðir og fór nú aftur til að ná mér í skjótfenginn pen- ing, vegna þess að ég er búinn að festa kaup á íbúð og þarf á pening- um að halda. Þessi bónusmál eru í algerum ólestri og það er ekki freistandi að vinna 1 fiski fyrir þeim launum sem þar bjóðast nú. Það er ekki að sjá neitt vit í því Sigríður Högnadóttir lengur. Það er svo lítill munur á tekjunum sem er að hafa í fisk- vinnu og þeim tekjum sem bjóðast starfsstúlku á barnaheimili til dæmis, að það borgar sig ekki að fara í miklu leiðinlegri og erfiðari vinnu til að afla meiri tekna, það er liðin tíð. Það þarf að gera stór- átak í þessum málum, ef það á að takast að halda fólki í fiskvinn- unni. Það er mikil óánægja meðal fólks með kjörin og bónusinn hef- ur rýrnað mikið. Númer eitt verð- ur kaupið að hækka. Þá er ekki nema sanngjarnt að skattafrá- dráttur komi á yfirvinnu fisk- vinnslufólks, sem oft er unnin fyrst og fremst til að bjarga verð- mætum," sagði Sigríður ennfrem- ur. Það er leiðinlegt að vinna í fiski til lengdar „Ég hafði unnið þrjú ár í fiski, en síðan hætti ég og fór að vinna í sjoppu, þar sem ég vann í tvö ár, áður en ég byrjaði aftur í fiskin- um. Ég ætla að vera á síldarver- tíðinni í haust, en hætta síðan og reyna að fá mér einhverja betri vinnu. Ekki í fiski — það er leiðin- legt að vinna í fiski til lengdar," sagði Sólrún Helgadóttir, sem við hittum einnig að máli í Fiskiðj- unni. „Það var hægt að hafa góðar tekjur á vertíð hér áður og maður fór á vertíð til að afla mikilla tekna á stuttum tíma, en reyndi að hafa þægilegri vinnu þess á milli. Það er mikill munur a tekjunum nú og áður og ekkert svipað hægt að fá fyrir þau laun sem ég fæ í dag og fékkst fyrir nokkrum ár- um. Enda er óánægjan miklu meiri. Fólk fæst einfaldlega ekki í fiskvinnu lengur. Ef aðeins dag- vinna er unnin, þá eru tekjurnar ekki meiri en fyrir önnur störf og þess utan er vinnan miklu erfiðari og maður oft skítugur upp fyrir haus. Það hvarflar ekki að mér að gera fiskvinnu að framtíðarstarfi. Ég stefni að því að fá mér vinnu í verslun éða við eitthvað álíka við fyrsta tækifæri,“ sagði Sólrún. „Það er aðeins eitt sem er til ráða og það er að hækka launin í fiskvinnslunni. Bónusinn er til dæmis alveg hrikalega lélegur núna. Það verður alveg tvímæla- laust að hækka hann til muna. Fólk fer í fisk, ef það hefur betri laun þar en annars staðar, því þetta er þannig vinna,“ sagði Sól- rún að lokum. Hangs og kjaftagangur áður en bónusinn var tekinn upp „Það breyttist mjög mikið þegar bónusinn var tekinn upp,“ sagði Ásta Þórðardóttir, sem við hittum I Vinnslustöðinni, þar sem hún hefur unnið í yfir 30 ár. „Það varð allur annar mórall. Áður fyrr var voðalegt hangs og kjaftagangur á borðunum, en það gjörbreyttist þegar bónusinn kom. Þó maður hefði verið drepinn á borðinu við hliðina á þeim eftir að bónusinn var tekinn upp, þá hefði því ekki verið veitt nein athygli. Svo mikill var hamagangurinn. Auðvitað jukust afköstin mikið og marföld- uðust. í þá daga þóttu tekjurnar góðar, enda ofboðslega mikil eftir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.