Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 25 Stjórnarskipti hefðu litlar breytingar í för með sér — segir Kaare Haukas fréttastjóri Stavang- er Aftenblad um norsku þingkosningarnar Þingkosningar eru á næstu grösum í Noregi, nánar tiltekið næstkomandi mánudag, 9. september. Ný skoðanakönnun um norsk stjórnmál bendir til þess að hin borgaralega stjórn Káre Willoch verði áfram við völd næstu fjögur árin, en að mjótt verði á mununum í kosningunum. Um þessar mundir er staddur hér á landi Kaare Haukaas, fréttastjóri Stavan- ger Aftenblad, og innti Morgunblaðið hann álits á stöðu mála í Noregi. „Ég held að stjórn borgara- flokkanna haldi velli, en við fyndum afskaplega lítinn mun á því þótt Verkamannaflokkurinn kæmist til valda, áherzlan yrði þó örlítið önnur í ýmsum mála- flokkum. Og svo lítill er munur- inn á því hver situr við völd í norska velferðarríkinu, að út- lendingar gætu ekki greint þar mun á. Af þessum sökum hef ég raun- ar enn meiri áhuga á að sjá hvaða mannabreytingar munu eiga sér stað í stjórnkerfinu, í þinginu og ráðuneytunum, í kjölfar kosning- anna. Komist Verkamannaflokk- urinn að yrðu breytingarnar talsverðar og mörg ný andlit sæust. En vænta má breytinga einnig ef borgaraflokkarnir halda velli, því það má til dæmis búast við að skipting ráðuneyta verði önnur milli flokkanna en nú er. Kosningabaráttan hefur verið ósköp bragðlaus og rislítil. Deilt er um smámál og er skýringin fyrst og fremst sú að ágreinings- málin eru lítil og fá. Aðdragandi kosninganna er til dæmis gjör- ólíkur því sem var 1972, er þjóðin hnakkreifst um afstöðuna til Evrópubandalagsins. Nú hefur pólitíkin meira og minna farið framhjá mönnum, og engin til- þrif í lognmollu kosningabarátt- unnar. Káre Willoch hefur haft hægt um sig, en Gro Harlem Brundtland verið á þeysingi um land allt. Það er eðlilegt, frú Brundtland er áskorandinn nú, verkaskipting hjá þeim var önn- ur fyrir fjórum árum. Enginn ágreiningur er um áherzlur í varnarmálum meðal Norðmanna. Yfir90% þjóðarinn- ar eru fylgjandi aðild að NATO Kaare Haukaas og Verkamannaflokkurinn mun ekki leita eftir breytingum á högg aðildinni ef hann sigrar 1 kosningunum. Helzt er að stjórnin eigi undir að sækja vegna stefnu sinnar í heilbrigðismálum. Flokkana greinir á um hversu langt eigi að ganga í því að færa heilbrigð- isþjónustuna í hendur einkaaðil- um. í þessu sambandi leggur Hægriflokkurinn áherzlu á ham- ingju og velferð einstaklingsins, en Verkamannaflokkurinn segir áframhaldandi stjórn borgara- flokkanna muni eyðileggja norska velferðarríkið. Það segir mikið um innihald baráttunnar, að meðal stærstu mála er spurning um hvort leyfa eigi breytilegan opnunartíma verzlana og stofnana. Verði stjórnarskipti að loknum kosningum þá verða litlar breyt- ingar í norsku þjóðlífi. Þó má búast við að Verkamannaflokk- urinn mundi bremsa af þá þróun, sem verið hefur í átt til einka- reksturs, og breytingar, sem borgaraflokkarnir hyggja á í út- varpsmálum, yrðu ekki að veru- leika. Þá má eiga von á hærri tekjusköttum setjist Gro Harlem Brundtland í stól forsætisráð- herra,“ sagði Kaare Haukaas m.a. Ogarkov Kulikov Kulikov sagður yfirmaður Varsjár- bandalagsherjanna Moskvu, 3. september. AP. VIKTOR M. Kulikov, marskálkur, var sagður yfirmaður Varsjárbandalags- herjanna í armeníska blaðinu Kommunist, sem barst til Moskvu í morgun. Óstaðfestar fregnir höfðu hermt að Kulikov hefði verið vikið til hliðar og Nikolai Ogarkov, fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra, verið skipaður í hans stað. Kulikov er fulltrúi Armeníu í æðstaráðinu. Greinin í Kommun- ist fjallaði um heimsóknir hans til fyrirtækja í kjördæmi hans. Á eftir nafni hans fylgdi að hann væri yfirmaður herja Varsjár- bandalagsins. Washington Post skýrði frá því í frétt 18. júlí sl., og bar fyrir sig „áreiðanlegar heimildir í Moskvu“, að Kulikov hefði verið settur af og Ogarkov tekið stöðu hans. Kul- ikov tók við starfi yfirmanns Varjsárbandalagsherjanna 1977. Hann er 64 ára. Ogarkov, sem er 67 ára, var yfirmaður sovézka herráðsins og fyrsti aðstoðarvarn- armálaráðherra. Var hann um tíma talin líklegur eftirmaður Ustinovs varnarmálaráðherra. Hann var settur af í fyrrahaust, án þess að útskýrt væri hvers vegna. Sovézkir embættismenn vildu ekki tjá sig um þá frétt. Marokkó: 14 stjórnarand- stæðingar dæmd- ir tii dauða (juublanca, Marokkó, 3. september. AP. FJÓRTÁN marokkanskir stjórnar- andstæðingar voru í dag dæmdir til dauða, en af þeim voru níu fjar- staddir, er dómurinn var felldur. Mennirnir voru ákærðir fyrir land- ráð og samsæri gegn „öryggishags- munum ríkisins“. Tólf til viðbótar voru ákærðir í þessum fjöldaréttarhöldum, sem stóðu í tvær vikur, og voru þeir dæmdir til langrar fangelsisvist- ar. Sakamálaréttur Marokkó sak- aði mennina 26 um að hafa staðið í sambandi við alsírsku leyniþjón- ustuna og hefði ætlan þeirra verið að stunda hryðjuverk og skapa óróa í Marokkó. Alsír og Marokkó hafa átt í erj- um sín á milli í áratug út af Vestur-Sahara, sem Marokkó- menn innlimuðu, en var fyrrum spænsk nýlenda. Mennirnir náðust ásamt vopn- um og búnaði, áður en þeir höfðu unnið nokkurn óskunda. §agan af unga litla. Þau hittu hana pabba. þá sagði hæna mamma: „Himinninn cr að hrynja, hani pabbi.“ „Af hverju heldurðu það. hæna mamma?“ „Ungi litli sagði mér það.“ „Af hverju heldurðu það, Ungi litli?“ „Ég sá það með augunum, ég heyrði það með eyrunum og brot úr honum datt á stélið á mér.“ Þá sagði hani pabbi: „Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa og segja kónginum það.“... Kinllettur m BEINT ÚR FRYÚTINUM -TILBÚID Á ÍO MÍN. Á sýningunni Heimilið 85 í Laugardals- höllinni kynnir ÍSFUGL enn eina nýjung, KJÚLLETTUFt úr kjúklingakjöti, raspaðar, kryddaðar og tilbúnar á 10 mín. Komið og reyniö þessa frábæru nýjung. Varmá Reykjavegi 36 Sími: 666103 ísfugl fremstur fug/a Krakkar, klippið út og safrwð sóguoní at unga lítta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.