Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 19 T.h. danski lýsingarhönnuöurinn Mads Caprani ásamt Hilmari Guöbjörns- syni, framkvæmdastjóra H.G. Guöjónsson sf. Danskur lýsingarhönnuður: Ráðgjöf um rétta staðsetningu ljósa DANSKUR lýsingarhönnuður og framkvæmdastjóri Ijósafyrirtækisins Caprani Lights, býöur íslendingum nú ráögjöf um allt sem viðkemur Ijósum. Milligöngu um ráðgjöfína hefur innflutningsfyrirtækið H.G. Guö- jónsson sf., sem haft hefur umboð fyrir Caprani Lights hér á landi síðan 1978. Fyrir skömmu var danski lýs- ingarhönnuðurinn, Mads Capr- ani, staddur hér á landi í þeim tilgangi að kynna ráðgjafaþjón- ustu fyrirtækisins fyrir arkit- ektum, fulltrúum ýmissa fyrir- tækja o.fl. Hilmar Guðbjörns- son, framkvæmdastjóri H.G. Guðjónsson sf., sagði í samtali við Morgunblaðið að danska fyrirtækið legði mikið upp úr því að hanna ljós sem væru hvoru- tveggja falleg og hagnýt. „Mads Caprani býður íslend- ingum nú ráðgjöf um allt sem viðkemur ljósum," sagði Hilmar. „Fólk getur komið til okkar teikningum af húsakynnum sín- um og sjáum við um að senda þær til Danmerkur. Caprani gef- ur síðan góð ráð varðandi það hvar ætti að staðsetja ljos í hverju herbergi fyrir sig, hvers lags ljos væru hentugust og þar fram eftir götunum. Þegar við höfum fengið ráðleggingar hans i hendur komum við þeim aftur til réttra aðila." Hilmar sagði að það væri gíf- urlega mikilvægt að ljós væru rétt staðsett í húsum, að öðrum kosti gerðu þau frekar ógagn en hitt. Mikilvægt væri að hafa þau í réttri hæð og fjarlægð og einn- ig þyrfti að hafa vel í huga hvers lags ljós hentuðu á hverjum stað. Því væri vonandi að fólk notfærði sér nú sem mest hina nýju ráðgjafaþjónustu. Hilmar gat þess að lokum að danski lýsingarhönnuðurinn veitti ráðgjöfina fólki að kostn- aðarlausu, svo framarlega sem það hyggðist lýsa húsakynni sín með Caprani ljósum. Kjarvalsstödum berst málverkagjöf SYSTURNAR Jónína, Helga og Petra Ásgeirsdætur hafa gefíð Kjar- valsstöðum olíumálverk eftir Jó- hannes S. Kjarval af Hrauntúni í Þingvallasveit, málað 1929. Gjöfin er í minningu foreldra þeirra, Ásgeirs Jónassonar skip- stjóra frá Hrauntúni og Guðrúnar Gísladóttur frá Stóra-Hólmi í Leiru. Málverkið gáfu Skaftfellingar Ásgeiri á sínum tíma. Vegna brims hafði hann beðið dögum saman úti fyrir ströndinni á skipi sínu, Sel- fossi, með vistir. Fólkið á „hafn- lausu ströndinni" vildi á þennan hátt sýna honum þakklæti sitt. Guðbrandur Magnússon forstjóri var hvatamaður að gjöfinni og fékk hann listamanninn til að mála myndina. (Fréttatilkynning) JltefgttsiWbiMfr Áskriftarsíminn er 83033 Spegla gallerí! Ótrúlegt úrval nýstárlegra spegla Varumarkaöurinnhf. Ármúla 1A, simi 91-686112 DYRASTI ALVÖRUJEPPINN ifawax sport varö í þriöja sæti í torfærukeppni Stakks Verð frá 362.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.