Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
27
Á því starfsárí sem nú er að hefjast býður Sinfóníuhljómsveit
fslands áheyrendum sínum fleirí og glæsilegrí tónleika með
fjölbreyttari efnisskrám en nokkru sinni fyrr.
Hljómsveitin þakkar af alhug þeim mörgu sem áður hafa styrkt hana með áskriftum að tónleikum eða
sýnt starfi hennar áhuga með öðrum hætti, og væntir þess að þeir finni á verkefnaskrá þessa starfsárs
margt sem getur orðið þeim til gleði.
Hún gerir sér einnig vonir um að ná nú til margra nýrra áheyrenda sem boðnir eru hjartanlega vel-
komnir, og er hér fitjað upp á ýmsum nýmælum sem vonast er til að veki áhuga þeirra.
Á starfsáætlun hljómsveitarinnar frá haustdögum 1985 fram á sumar 1986 er þetta helst:
Fimmtudagstónleikar, röö 16 áskriftartónleika (8 á hvoru
misseri starfsársins) meö líkum hætti og veriö hefur. Fjölbreytni
í verkefnavali er þó óvenju mikil, stjórnendur fleiri en oftast hefur
veriö og margt frábærra og víöfrægra einleikara og söngvara.
Helgartónleikar, ný röö áskriftartónleika sem haldnir veröa
síðdegis á laugardögum, kl. 14.30, fjórum sinnum á starfsárinu.
Hér er leitast viö aö laöa aö nýja áheyrendur og veröur lögö
áhersla á flutning vel þekktra og vinsælla tónverka. Aö sjálfsögöu
veröur vandað til þessara tónleika engu síöur en fimmtudagstón-
leikanna.
Nánari grein veröur gerö fyrir þessum tónleikarööum, efnisskrám
tónleikanna, einleikurum, söngvurum og stjórnendum, á næstu
blaðsíöum.
Utan tónleikaraöanna veröa haldnir í Reykjavík aö minnsta kosti
sex sérstakir tónleikar og er svo mikið í suma þeirra borið aö
þeir mega meö réttu kallast viöhafnartónleikar. Þeir eru þessir:
ir Requiem eftir Giuseppe Verdi, flutt í samvinnu viö ís-
lensku óperuna fimmtudaginn 10. október 1985. Stjórnandi
veröur hinn kunni enski hljómsveitarstjóri Robin Stapleton og
flytjendur, ásamt hljómsveitinni og kór Islensku óperunnar, ein-
söngvararnir Sieglinde Kahmann, Jutta Bokor sem kunn er úr
sjónvarpssöngkeppninni í Cardiff nú í sumar, Garöar Cortes og
Jón Sigurbjörnsson. Requiem Verdis er eitt stórbrotnasta verk
sinnar tegundar og gefur hvergi eftir óperum tónskáldsins aö
lagauögi, andríki og hrífandi glæsileik.
íV Anna-Sophie Mutter er rúmlega tvítugur fiölusnillingur
sem hefur heillað áheyrendur um allan heim síöan sáfrægi hljóm-
sveitarstjóri Herbert von Karajan „uppgötvaöi“ hana 13 ára
gamla 1977. Hún veröur einleikari á fimmtudagstónleikum 14.
nóvember. Laugardaginn 16. nóvember kemur hún aftur fram á
sérstökum tónleikum sem Sinfóníuhljómsveitin heldur í sam-
vinnu viö Tónlistarfélagiö í Reykjavík og leikur þá einleikshlut-
verkiö í Árstíöa-konsertunum eftir Vivaldi. Meöal annarra viö-
fangsefna á þessum tónleikum veröur sinfónía nr. 104 í D-dúr
eftir Joseph Haydn, „Lundúna-sinfónían". Stjórnandi hljómsveit-
arinnar veröur Jean-Pierre Jacquillat.
ir „Amadeus-tónleikar“ veröa haldnir 12. desember 1985.
Leikritiö „Amadeus“ var sýnt hér í Þjóöleikhúsinu fyrir tveimur
árum viö mjög mikla aösókn og vinsældir. Kvikmynd sú sem
gerö hefur veriö eftir leikritinu er á sigurför um heiminn og veröur
sýnd í Reykjavík í haust og fyrri hluta vetrar. Þaö hefur víst ekki
farið fram hjá mörgum aö sá Amadeus sem leikritiö fjallar um
er enginn annar en tónsnillingurinn Wolfgang Amadeus Mozart.
Þykir viö hæfi aö helga honum eina tónleika þegar athygli manna
beinist svo mjög aö vissum þáttum ævi hans. Meöal einsöngvara
sem koma fram á þessum tónleikum er Ingibjörg Guöjónsdóttir
sem kunn er úr söngkeppni Sjónvarpsins sl. vor og var fulltrúi
(slands í keppninni í Cardiff í sumar. Stjórnandi veröur Jean—
Pierre Jacquillat en Siguröur Sigurjónsson leikari sem lék Ama-
deus meö svo eftirminnilegum hætti í Þjóöleikhúsinu veröur
kynnirátónleikunum.
ir Vínartónleikar veröa haldnir 16. janúar 1986. Þeir veröa
aö hluta helgaðir minningu tónskáldsins Roberts Stolz, en hann
liföi lengst hinna frægu austurrísku óperettuhöfunda, — lést fyrir
um þaö bil áratug kominn nokkuö á tíræöisaldur og haföi þá lengi
notiö svipaörar virðingar og þjóöhöföingi væri. Ekkja hans mun
veröa sérstakur heiöursgestur á þessum tónleikum, en stjórn-
andi þeirra veröur Gerhard Deckert hljómsveitarstjóri viö Ríkis-
óperunaíVín.
ir Stabat mater eftir Antonin Dvorák verður flutt á sér-
stökum tónleikum fimmtudaginn 10. apríl. 1986. Þetta er frum-
flutningur þessa fagra og skáldlega verks hér á landi. Flytjendur
veröa, auk Sinfóníuhljómsveitarinnar, Söngsveitin Fílharmonía
og einsöngvararnir Sylvia McNair, Sigríöur Ella Magnúsdóttir,
Guöbjörn Guðbjörnsson og William Sharp. Stjórnandi þessara
tónleika veröur Guömundur Emilsson, en hann hefur um skeiö
veriðfastráöinn söngstjóri Söngsveitarinnar Fílharmoníu.
☆ Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 1986, veröa haldnir
sérstakir fjölskyldutónleikar í Háskólabíói þar sem foreldrum
gefst kostur á aö hlýöa meö börnum sínum á söguna um Pótur
og úlfinn eftir Sergei Prokofief og fleira skemmtilegt.
Sala og endurnýjun áskriftarskírteina hefst mánudagínn
9. september og fer fram í miöasöiu Háskólabíós kl.
14—18 virka daga. Þeir sem verið hafa áskrifendur aö
fimmtudagstónleikunum hafa forkaupsrétt aö sætum
sínum fram til 25. september. Verð áskrifta er sem hér
segir:
Fimmtudagstónleikar, fyrra misseri, 8 tónleikar
1.—20. sætaröö kr. 3.000
21.—24. sætaröökr. 2.500
25.-28. sætaröö kr. 2.000
Helgartónleikar, 4 tónleikar
1.—20. sætaröökr. 1.500
21.—24. sætaröö kr. 1.250
25.—28.sætaröökr. 1.000
Hægt er aó kaupa í einu lagi aðgang að öllum sérstök-
um tónleikum, 6 að tölu (þeim sem hér eru merktir
með stjörnum). Verö slíkra aögangskorta er sem hér
segir:
1.—20. sætaröö kr. 2.200
21.—24.sætaröökr. 1.850.
25.-28. sætaröö kr. 1.500
Tekið er við greiðslukortum ef þess er óskað.