Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 39 Alþjóðasamband eigenda íslenskra hesta. Frá aðalfundi: Næsta Evrópumót haldið í Austurríki að tveim árum liðnum Á AÐALFUNDI FEIF (alþjóðasam- band eigenda íslenskra hesta) var ákveðinn staður fyrir næsta Evrópu- mót og fyrir valinu varð bærinn Wei- strach í Austurríki en þar búa um 2.000 manns. Að sögn mun undirbún- ingur vera hafinn en til staðar er hringvöllur sem væntanlega verður notaður á mótinu. Á fundinum var einnig ákveðið að næsti aðalfundur skyldi haldinn á ísiandi og þá væntanlega í tengsl- um við Landsmót. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að haldin yrði á næsta ári alþjóðleg dómara- ráðstefna þar sem teknir yrðu fyrir dómar á kynbótahrossum, gæðinga- dómar og íþróttadómar. Fyrir ligg- ur frá Síðasta ársþingi LH sam- þykkt þess efnis að LH gengist fyrir slíkri ráðstefnu. Tvær breytingar urðu á stjórn samtakanna, Max Indermaur, Sviss, sem gegnt hefur stöðu gjald- kera í þau sextán ár sem samtökin hafa starfað, gaf ekki kost á sér en í hans stað var kjörinn annar Svisslendingur, Hans Pfaffen. Varaforsetinn, Ole Larsen, Dan- mörku, gaf heldur ekki kost á sér til endurkjörs og var í hans stað kjörin Marit Jónsson, Danmörku, sem er vel kunn meðal aðdáenda íslenska hestsins í Evrópu. Aðildarlönd FEIF eru nú 12, síð- ast gengu Finnland og Kanada i samtökin og kepptu fulltrúar frá báðum þessum löndum á nýaf- stöðnu Evrópumóti. Fulltrúar frá Bretlandi sátu fundinn sem áheyrnarfulltrúar en það mun vera tímaspursmál hvenær af inngöngu þeirra verður. Stjórn FEIF skipa nú Volker Ledermann forseti, auk ný- liðanna sem áður voru nefndir. Hans Bjöm Boudri, Hollandi, rækt- unarfulltrúi, Marcel Schabos, Þýskalandi, íþróttafulltrúi, Sigurð- ur Ragnarsson, Islandi, ritari, og Karl-Heinz Koll, Þýskalandi, blaða- fulltrúi. Morgu n blaðið/V ald i mar Forseti FEIF, Volker Ledermann, er jafnframt forstjóri og eigandi Edding- - fyrirtækisins. Þrátt fyrir að hann sé í góðum efnum járnar hann hrossin sín sjálfur og lifir raunar mjög alþýðlegu lífi. raöauglýsingar — raðauglýsingar — raóauglýsingar | Óskum eftir lítilli íbúð til leigu sem fyrst. Húshjálp eöa önn- ur aðstoð kæmi til greina. Reglusemi. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Húsnæði — 8323“. Húseigendur takiö eftir Þrír menntaskólanemar á þriöja ári, úr Gull- hreppunum, bráðvantar 3-4 herb. íbúð til leigu. Fyrirframgreiðsla og góð umgengni. Traustir forsvarsmenn. Uppl. ísíma25238 eða 18622. Hjón með tvö börn Óskum aö taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúö, helst í Hlíðahverfi. Frá 1. okt. ’85 til 1. apríl ’86. Upplýsingarísíma75318eftirkl. 18.00. íbúð óskast strax í stuttan tíma. Góðar öruggar mánaðar- greiðslur. Greiðist fyrirfram ef óskað er. Upplýsingarísíma611259. Verkstæðisvinna Get bætt viö verkefnum, svo sem glugga- bílskúrs- og svalahurðasmíöi, önnur smíöi kemur einnig til greina. Hef á lager svalahuröir (maghony) og bílskúrshuröir. Mjög gott verð efsamiðerstrax. Trésmíðaþjónustan, Dalshrauni20, Hafn. Sigurvin Snæbjörnsson, byggingameistari, sími53031 eftir kl. 17.00. Bifreiðaverkstæði til sölu í fullum rekstri meö góö sambönd. Um er aö ræöa sölu allra áhalda þar á meðal tveggja nýrra bílalyfta og viöskiptavildar. Góö kjör í boöi fyrir traustan kaupanda. Athyglis- vert fyrir þá sem vilja byggja upp eigiö at- vinnufyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn sín til augl.deildar Mbl. merkt „B-3395”. Digital Rainbow 100+ meö gólfstandi til sölu. Innra minni 256 Kb. Harður diskur 10 ND 2x400 Kb. diskettu- drif. Einnig fylgja stýrikerfi MS-DOS 2,05 og CP/M-86-80 2,0. Tekið í notkun 1. okt. 1984. Fæst með góöum kjörum. Háberghf., sími 687121. Til leigu 2-5 hundr. fm Til leigu nálægt Hlemmi lager eða iðnaöar- húsnæði meö mikilli lofthæö og góöum að- keyrsludyrum. Laust strax. VAGN JÓNSSON B FASTEIGNASöJ-A SUCHJRLANDSBRAUT18 SÍMl84433 UOGFRÆCHNGURATU V4GNSSOM Núpsskóli Skólaár 1985-1986 Við starfrækjum: — 8. bekk grunnskóla — 9. bekk grunnskóla — Fornám Ennfremur framhaldsdeildir: — Viðskiptabraut — Uppeldisbraut — íþróttabraut — Almenn bóknámsbraut Við bjóöum: — 6 daga skólaviku sem hefst 30. september oglýkur 10.maí. — Lestíma þar sem kennarar aöstoða viö heimanám. — Líflegt félags- og íþróttalíf. — Heimavist og mötuneyti. Héraðsskólinn á Núpi, 471 Þingeyri, Dýrafiröi, simi94-8234. Fjármagn á lausu Óska eftir að ávaxta kr. 10 milljónir í eitt ár. Þeir sem hafa áhuga, öruggar tryggingar og vilja greiöa sanngjarna vexti, sendi nauösyn- legar upplýsingar til auglýsingadeild Morgun- blaðsins fyrir 9. september nk. merkt: „Sann- gjörn ávöxtun — 3892“. Lokað Skrifstofur embættisins í Hafnarfiröi, á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit veröa lokaö- ar frá kl. 12.00 á hádegi miövikudaginn 4. september nk., vegna útfarar Erlu Axelsdótt- ur. Bæjarfogetaembættið í Hafnarfirði. 5 Tónlistarskóli ^ Garðabæjar Smiðsbúð 6, sími 42270. Innritun nemenda stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 6. september. Skrifstofan er opin daglega kl. 14-18. Til þess að skólavist sé tryggö er mikilvægt aö allir nemendur láti skrá sig og greiði, eða semji um greiðslu skóla- gjalda á ofangreindum tíma. Badmintonfélagar Hafn- arfjarðar Æfingar hefjast í byrjun september. Æft verður í íþróttahúsinu Strandgötu og íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Skráning fer fram gegn greiöslu vallar- og fé- lagsgjalds föstudaginn 6. september frá kl. 18-20 og laugardaginn 7. sept. frá kl. 13-15 í anddyri íþróttahússins Strandgötu. Stjórnin Q) ÚTBOÐ Tilboö óskast í aö steypa upp kjallara ásamt stigahúsi á 1. hæö 3. áfanga bækistöövar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, í Ármúla 31, Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 kr skila- tryggingu. Tilboö veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 18.septembernk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ty ÚTBOÐ Tilboð óskast í plastpípur í 150 m langa skolp- útrás í sjó fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík. Þvermál pípnanna skal vera Ö 630 aö utan- máli. Pípurnar skulu vera þrýstipípur 10-12 m langar af geröinni PEH NT 4 og uppfylla gæöakröfur samkvæmt sænskum staöli SS 3362 eöa öörum sambærilegum staöli fyrir REH-pípur. Tilboöi skal fylgja lýsing á pípun- um og samsetningu þeirra ásamt afhending- arfresti. Ennfremur óskast tilboö í samsetningu pípn- anna á staö nálægt Grafarvogi. Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar áskilur sér rétt til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa haf na öllum. Tilboö sem óskast send oss í tvíriti merkt: „Útboð nr 85033/GAT" veröa opnuö á skrif- stofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, þriöju- daginn 1. október 1985 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.