Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 24

Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Flutningavél lendir í návígi við orrustuþotur Stokkhólmi, 31. október. Frá Krik Lyden, ^réttaritara MorgunhlaAsins. BRESK yfírvöld lýstu yfír í dag aö verið væri aö rannsaka hvað hæft væri í kvörtun um að flutningaþota frá breska flugfélaginu Kondair hafi verið hætt komin er tvær orr- ustuþotur flugu þétt upp að henni yfir Norðursjónum 22. október. Orrustuþoturnar fóru það ná- lægt flutningavélinni að lítill gluggi losnaði af skrokk hennar vegna breytingar á þrýstingi inni í vélinni. Vélin var á leið frá Eskilstuna í Svíþjóð til Stanstead á Bret- landi þegar atvikið átti sér stað. Sænska flugumferðareftirlitið hefur ekki gefið út neinar yfirlýs- ingar um atburðinn, en talsmenn breska flughersins og bresku flugumferðarstjórnarinnar segja að rannsókn fari nú fram á veg- um sameiginlegs flugumferðar- ráðs bæði hersins og hins opin- bera. Plugumferðarstjórnin kvað ekkert yrði gefið upp um rann- sókn málsins til þess að hvetja flugmenn til að gefa skýrslu um atvik, sem þetta. Hvorki er vitað hvar flutninga- vélin var nákvæmlega stödd, né hverrar þjóðar orrustuþoturnar voru. Sú tilgáta hefur komið fram að flutningavélin hafi villst inn á æfingasvæði og flugmenn orr- ustuvélanna hafi í misgáningi ráðist að henni í þeirri trú að um æfingaskotmark væri að ræða. Yfirvöld breska flughersins neita að segja nokkuð um málið, en yfirmaður Kondair segir að árásin hafi verið gerð að yfir- lögðu ráði. DIANA prinsessa af Wales fékk góðar viðtökur er hún heimsótti Belf- ast á Norður-frlandi í síðustu viku og hafði hún því drjúga ástæðu til að brosa. AP/Símamynd Fyrsta skipti t Belfast • Þið sendiö okkur teikninguna og við sendum öll gögn um hæl — ykkur að kostnaðarlausu. • Við sjáum um flutningsskjöl og toll- pappíra. • Margir flutningsmöguleikar. • Við flytjum vöruna hvert sem er á ís- landi. • Hjá okkur starfar íslenskur fram kvæmdastjóri. • Biðjið um tilboð — Berið saman — Sjáið hvaö unnt er aö sparal — Sparið peninga! Flugvélaverk- smiðjur sýknaðar vegna flugslyss Seattlc, I. nóvember. AP. MÁLSÓKN á hendur flugvélafram- leiðandanum Boeing, þar sem krafíst var 100 milljóna dollara skaöabóta vegna hraps júmbóþotu frá ind- verska flugfélaginu Air India nálægt Bombay, hefur verið hætt. Dómurinn úrskurðaði að slysið hefði orðið vegna mistaka flugmanns. I flugvélinni voru 213 manns og létust þeir allir, er vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bombay, en hún var á leið til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Aðstandendur þeirra er lét- ust höfðuðu mál á hendur Boeing— flugvélaverksmiðjunum, þar sem þeir töldu að stjórntæki flugvélar- innar hefðu ekki verið í fullkomnu lagi. Flugvélaverksmiðjurnar báru því hins vegar við að flugmaðurinn hefði verið ofdrykkjumaður og hefði eitt sinn verið settur í bann vegna ofdrykkju. Vélin hrapaði á nýársdag árið 1978. Geimferð Challenger. Oberpaffenhoven, Vestur-Þýskalandi, 1. nóv- ember. AP. BRÆÐSLUOFN, sem ætlaður er til tilrauna í Spacelab-rannsóknarstöð- inni er kominn f lag aftur, eftir að hafa bilað vegna geimryks, en geimferjan Challenger lenti óvænt í rykskýi í geimnum, en ekki var vitað af tilvist þess þar. Hollendingurinn sem tekur þátt í geimferðinni fór í „sleðaferð" á miklum hraða í morgun og lauk henni í mjög góðu ásigkomulagi að sögn. Þessar sleðaferðir eru til þess ætlaðar að kanna jafnvægis- viðbrögð mannslikamans þar sem þyngdarleysi ríkir. Áhöfn geimferjunnar hafði tek- ist að framkvæma þrjár tilraunir í bræðsluofninum áður en hann bil- aði. Hún getur nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Húsbyggjendur og verktakar Bræðslu- ofn bilaði Það er dýrt aö byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert að spara peninga þar sem því verður við komiö. Fyrirtækið Jonis Trelast er þekkt á öllum Norðurlöndum vegna flutninga þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtækið útvegar og flytur timbur, glugga, huröir. Dlötur. innréttinaar oa einanarun. Veður víða um heim Laogst Hmt Akureyri +3 tkýjaó Amtterdam 5 9 skýjaó Aþena 20 léttakýjaó Bracelona 20 rykmistur Berlín 1 5 tkýjaó BrQteel 2 9 tkýjaó Chicago 7 12 rigning Dublín 4 10 heióskfrt Feneyjar 13 þoka Frankfurt 0 6 tkýjaó Gent 3 16 rigning Helsinki 0 6 tkýjað Hong Kong 22 26 hoióekfrt Jerúaalem 13 22 heiðekírt Kaupmannah. 1 9 skýjað LatPalmas 26 akýjað Littabon 12 20 heiðekírt London 7 10 ekýjeð Lot Angelea 16 24 heiðakírt Lúxemborg 5 þokumóðn Malaga 23 heiðekírt Mallorca 22 léttakýjað Miami 26 30 heiðtkírt Montreal +2 10 heiðtkírt Motkva 2 4 •kýjað NewYork 10 13 tkýjeð 0*16 +3 8 tkýjað Parít 4 7 tkýjað Peking 1 16 heiðakirt Reykjavík 3 léttakýjaó Rtó de Janeiro 20 35 heióakírt Rómaborg 15 21 rigning Stokkholmur 2 8 heióakírt Sydney 15 21 tkýjaó Tókýó 15 16 rigning Vínarborg 4 6 þoka Þórahötn 2 haglól Úrslitakeppni um N orðurlandamei s t- aratitilinn hefst í dag Osló, 1. nóvember. Frá Jan Krik Laure, fréttaritara Morgunblaósins. Á HÁDEGI á morgun, laugardag, hefst úrslitakeppni um Norður- landameistaratitilinn í skák milli Simons Agdestein, Jóhanns Hjart- arsonar og Helga Ólafssonar. Leiðrétting: Venstre — ekki Radikale Venstre í frétt í Morgunblaðinu i gær, föstudag, um brottrekstur Ove Guldbergs, fyrrum utantíkisráð- herra Dana, frá Alþjóðasambandi frjálslyndra flokka, var sagt, að Guldberg hefði verið fulltrúi Rad- ikale Venstre. Svo er ekki, heldur var hann fulltrúi Venstre eins og flestir vita. Uffe Ellemann-Jensen, núverandi utanríkisráðherra, er heldur ekki formaður Radikale Venstre, hann er formaður Vens- tre. Er beðist afsökunar á þessum meinlegu mistökum. Mótið fer fram í Gjövik í Noregi á Rica-hótelinu. Þeir hafa allir verið útnefndir stórmeistarar og urðu jafnir og efstir á Norðurlandameistara- mótinu í skák, sem haldið var í ágústmánuði í sumar. Þeir neit- uðu að taka þátt í hraðskákmóti þá sem átti að gera út um það hverjum bæri titillinn. Þeir munu tefla sex umferðir og mæta hvorum hinna tvisvar siri efstir og jafnir, vinnur sá titil- inn sem efstur var á stigum á mótinu í sumar. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.