Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Flutningavél lendir í návígi við orrustuþotur Stokkhólmi, 31. október. Frá Krik Lyden, ^réttaritara MorgunhlaAsins. BRESK yfírvöld lýstu yfír í dag aö verið væri aö rannsaka hvað hæft væri í kvörtun um að flutningaþota frá breska flugfélaginu Kondair hafi verið hætt komin er tvær orr- ustuþotur flugu þétt upp að henni yfir Norðursjónum 22. október. Orrustuþoturnar fóru það ná- lægt flutningavélinni að lítill gluggi losnaði af skrokk hennar vegna breytingar á þrýstingi inni í vélinni. Vélin var á leið frá Eskilstuna í Svíþjóð til Stanstead á Bret- landi þegar atvikið átti sér stað. Sænska flugumferðareftirlitið hefur ekki gefið út neinar yfirlýs- ingar um atburðinn, en talsmenn breska flughersins og bresku flugumferðarstjórnarinnar segja að rannsókn fari nú fram á veg- um sameiginlegs flugumferðar- ráðs bæði hersins og hins opin- bera. Plugumferðarstjórnin kvað ekkert yrði gefið upp um rann- sókn málsins til þess að hvetja flugmenn til að gefa skýrslu um atvik, sem þetta. Hvorki er vitað hvar flutninga- vélin var nákvæmlega stödd, né hverrar þjóðar orrustuþoturnar voru. Sú tilgáta hefur komið fram að flutningavélin hafi villst inn á æfingasvæði og flugmenn orr- ustuvélanna hafi í misgáningi ráðist að henni í þeirri trú að um æfingaskotmark væri að ræða. Yfirvöld breska flughersins neita að segja nokkuð um málið, en yfirmaður Kondair segir að árásin hafi verið gerð að yfir- lögðu ráði. DIANA prinsessa af Wales fékk góðar viðtökur er hún heimsótti Belf- ast á Norður-frlandi í síðustu viku og hafði hún því drjúga ástæðu til að brosa. AP/Símamynd Fyrsta skipti t Belfast • Þið sendiö okkur teikninguna og við sendum öll gögn um hæl — ykkur að kostnaðarlausu. • Við sjáum um flutningsskjöl og toll- pappíra. • Margir flutningsmöguleikar. • Við flytjum vöruna hvert sem er á ís- landi. • Hjá okkur starfar íslenskur fram kvæmdastjóri. • Biðjið um tilboð — Berið saman — Sjáið hvaö unnt er aö sparal — Sparið peninga! Flugvélaverk- smiðjur sýknaðar vegna flugslyss Seattlc, I. nóvember. AP. MÁLSÓKN á hendur flugvélafram- leiðandanum Boeing, þar sem krafíst var 100 milljóna dollara skaöabóta vegna hraps júmbóþotu frá ind- verska flugfélaginu Air India nálægt Bombay, hefur verið hætt. Dómurinn úrskurðaði að slysið hefði orðið vegna mistaka flugmanns. I flugvélinni voru 213 manns og létust þeir allir, er vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bombay, en hún var á leið til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Aðstandendur þeirra er lét- ust höfðuðu mál á hendur Boeing— flugvélaverksmiðjunum, þar sem þeir töldu að stjórntæki flugvélar- innar hefðu ekki verið í fullkomnu lagi. Flugvélaverksmiðjurnar báru því hins vegar við að flugmaðurinn hefði verið ofdrykkjumaður og hefði eitt sinn verið settur í bann vegna ofdrykkju. Vélin hrapaði á nýársdag árið 1978. Geimferð Challenger. Oberpaffenhoven, Vestur-Þýskalandi, 1. nóv- ember. AP. BRÆÐSLUOFN, sem ætlaður er til tilrauna í Spacelab-rannsóknarstöð- inni er kominn f lag aftur, eftir að hafa bilað vegna geimryks, en geimferjan Challenger lenti óvænt í rykskýi í geimnum, en ekki var vitað af tilvist þess þar. Hollendingurinn sem tekur þátt í geimferðinni fór í „sleðaferð" á miklum hraða í morgun og lauk henni í mjög góðu ásigkomulagi að sögn. Þessar sleðaferðir eru til þess ætlaðar að kanna jafnvægis- viðbrögð mannslikamans þar sem þyngdarleysi ríkir. Áhöfn geimferjunnar hafði tek- ist að framkvæma þrjár tilraunir í bræðsluofninum áður en hann bil- aði. Hún getur nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Húsbyggjendur og verktakar Bræðslu- ofn bilaði Það er dýrt aö byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert að spara peninga þar sem því verður við komiö. Fyrirtækið Jonis Trelast er þekkt á öllum Norðurlöndum vegna flutninga þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtækið útvegar og flytur timbur, glugga, huröir. Dlötur. innréttinaar oa einanarun. Veður víða um heim Laogst Hmt Akureyri +3 tkýjaó Amtterdam 5 9 skýjaó Aþena 20 léttakýjaó Bracelona 20 rykmistur Berlín 1 5 tkýjaó BrQteel 2 9 tkýjaó Chicago 7 12 rigning Dublín 4 10 heióskfrt Feneyjar 13 þoka Frankfurt 0 6 tkýjaó Gent 3 16 rigning Helsinki 0 6 tkýjað Hong Kong 22 26 hoióekfrt Jerúaalem 13 22 heiðekírt Kaupmannah. 1 9 skýjað LatPalmas 26 akýjað Littabon 12 20 heiðekírt London 7 10 ekýjeð Lot Angelea 16 24 heiðakírt Lúxemborg 5 þokumóðn Malaga 23 heiðekírt Mallorca 22 léttakýjað Miami 26 30 heiðtkírt Montreal +2 10 heiðtkírt Motkva 2 4 •kýjað NewYork 10 13 tkýjeð 0*16 +3 8 tkýjað Parít 4 7 tkýjað Peking 1 16 heiðakirt Reykjavík 3 léttakýjaó Rtó de Janeiro 20 35 heióakírt Rómaborg 15 21 rigning Stokkholmur 2 8 heióakírt Sydney 15 21 tkýjaó Tókýó 15 16 rigning Vínarborg 4 6 þoka Þórahötn 2 haglól Úrslitakeppni um N orðurlandamei s t- aratitilinn hefst í dag Osló, 1. nóvember. Frá Jan Krik Laure, fréttaritara Morgunblaósins. Á HÁDEGI á morgun, laugardag, hefst úrslitakeppni um Norður- landameistaratitilinn í skák milli Simons Agdestein, Jóhanns Hjart- arsonar og Helga Ólafssonar. Leiðrétting: Venstre — ekki Radikale Venstre í frétt í Morgunblaðinu i gær, föstudag, um brottrekstur Ove Guldbergs, fyrrum utantíkisráð- herra Dana, frá Alþjóðasambandi frjálslyndra flokka, var sagt, að Guldberg hefði verið fulltrúi Rad- ikale Venstre. Svo er ekki, heldur var hann fulltrúi Venstre eins og flestir vita. Uffe Ellemann-Jensen, núverandi utanríkisráðherra, er heldur ekki formaður Radikale Venstre, hann er formaður Vens- tre. Er beðist afsökunar á þessum meinlegu mistökum. Mótið fer fram í Gjövik í Noregi á Rica-hótelinu. Þeir hafa allir verið útnefndir stórmeistarar og urðu jafnir og efstir á Norðurlandameistara- mótinu í skák, sem haldið var í ágústmánuði í sumar. Þeir neit- uðu að taka þátt í hraðskákmóti þá sem átti að gera út um það hverjum bæri titillinn. Þeir munu tefla sex umferðir og mæta hvorum hinna tvisvar siri efstir og jafnir, vinnur sá titil- inn sem efstur var á stigum á mótinu í sumar. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.