Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 24
24 ———--------------------------■ Nýtt félags- heimili Fáks tekið í notkun NÝTT félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks var formlega tekið í notkun á laugar- daginn. Á fjórða hundrað manns mættu í kaffihlaðborð um daginn en um kvöldið var sviðaveisla og dansleikur. Félagsheimilið ásamt skrifstofuhús- næði er tæplega 500 fm að stærð. Húsið er staðsett á Víðivöllum, félagssvæði Fáks, og er þaðan gott útsýni yfir skeið- völlinn. Að sögn Arnar Ingólfssonar framkvæmdastjóra Fáks var húsið byggt að mestu leyti í sjálfboðavinnu. Formaður byggingarnefndar var Birgir Rafn Gunnarsson gjaldkeri Fáks. Húsið teiknaði Þorvaldur Kristmundsson arkitekt. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Frá kaffisamsætinu í nýja félagsheimilinu á laugardaginn. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Valdimar Jónsson, formaður Fáks, tv., þakkar Erni Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Fáks vel unnin störf við byggingu nýja félagsheimilsins. Biskup íslands, afhjúp- ar minnisvarða um Matthías Jochumsson BISKUP íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, mun afhjúpa minnisvarða um Matthías Jochumsson iaugardag- inn 9. nóvember nsstkomandi. Minnisvarðinn stendur á Stekkjar- holti í landi Skóga í Þorskafirði og er hann reistur í tilefni af því að þann 11. nóvember eru liðin 150 ár frá fæðingu Matthíasar. Bauta- steinninn er 180 sentimetra hár stuðlabergsdrangur sem tekinn var úr Vaðalfjöllum. Á hann hefur verið settur koparskjöldur með mynd af Matthíasi eftir Helga Gíslason myndhöggvara og áletrun. Eftir að minnisvarðinn verður afhjúpaður verður farið út að Reykhólum en þar verður sam- koma í tilefni afhjúpunarinnar. Vestfjarðaleið verður með auka- ferð á laugardagsmorguninn og til baka um kvöldið ef næg þátttaka verður. Pantanir þurfa að berast Vaðalfjöll fyrir hádegi föstudaginn 8. nóv- ember. Freyjulundur. Morgunbiaðið/Ami Stykkishólmur: Hús Kvenfélagsins vígt Stjkkisbilmi, 28. oktðber. ° ° ÞAÐ VAR mikill hátíðisdagur hjá Kvenfélaginu Hringurinn í Stykkishólmi í gær, en þá var vígð og tekin í notkun félagsmiðstöð þeirra í skrúðgarði bæjarins. Séra Gísli H. Kolbeins lýsti vígshi og blessaði heimilið, en formað- ur félagsins, Kristborg Haraldsdóttir, flutti sögu byggingarinnar. Það var fyrir ári að sú hugmynd var reifuð á kvenfélagsfundi að byggja hús fyrir starfsemi félags- ins um leið og hugað væri að aukinni starfsemi. Þessi hugmynd fékk þann byr að seinasta vetrar- dag á þessu ári tók Auður Júlíus- dóttur fyrstu skóflustunguna, en Auður hefur haft umsjón með skrúðgarðinum undanfarin ár. Trésmiðjan ösp sá síðan um grunn og húsið undir þak og annaðist teikningar, en rafmagn sá Raf- húsið sf. í Stykkishólmi um. Kven- félagskonur, makar þeirra og börn unnu þarna mikla sjálfboðavinnu og var húsið innréttað frágengið og húsgögn komin í það fyrir vígslu. Húsið er hringlaga og fag- urt á að líta og sómir sér vel í garðinum. Það er 42 fermetrar og í því eru sæti fyrir 40 manns. Vígslukaffi var og 40 konur mætt- ar og síðan var fyrsti fundur kven- félagsins á vetrinum. Þar var hús- inu gefið nafn en áður hafði verið óskað eftir uppástungum meðal félagskvenna. Bárust alls 25 tillög- ur og við atkvæðagreiðslu hlaut nafnið Freyjulundur flest atkvæði. Ég spurði formanninn hvað hús- ið myndi kosta og sagði hún verðið vera rúma milljón og færi eftir hversu mikið sjálfboðavinnan væri metin. Húsið er einn stór salur, lítill áhaldaklefi og snyrtiaðstaða og eldhúsaðstaða er í salnum. Konur hafa verið duglegar að afla fjár og munu litlar skuldir hvíla á hús- inu. Þegar fréttaritari átti þarna leið um voru konur að vinna muni á basar sem halda á fyrst í desem- ber. Var mikill hugur í þeim og mikill áhugi fyrir hlutaveltu í næsta mánuði. Hvað skyldu þau vera mörg kvenfélögin á landi voru sem starfa í eigin húsnæði. Stjórn kvenfélagsins skipa nú: Kristborg Haraldsdóttir formaður og meðstjórnendur Þórhildur Pálsdóttir og Ásta Jónsdóttir. Arni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.