Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 24
24 ———--------------------------■ Nýtt félags- heimili Fáks tekið í notkun NÝTT félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks var formlega tekið í notkun á laugar- daginn. Á fjórða hundrað manns mættu í kaffihlaðborð um daginn en um kvöldið var sviðaveisla og dansleikur. Félagsheimilið ásamt skrifstofuhús- næði er tæplega 500 fm að stærð. Húsið er staðsett á Víðivöllum, félagssvæði Fáks, og er þaðan gott útsýni yfir skeið- völlinn. Að sögn Arnar Ingólfssonar framkvæmdastjóra Fáks var húsið byggt að mestu leyti í sjálfboðavinnu. Formaður byggingarnefndar var Birgir Rafn Gunnarsson gjaldkeri Fáks. Húsið teiknaði Þorvaldur Kristmundsson arkitekt. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Frá kaffisamsætinu í nýja félagsheimilinu á laugardaginn. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Valdimar Jónsson, formaður Fáks, tv., þakkar Erni Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Fáks vel unnin störf við byggingu nýja félagsheimilsins. Biskup íslands, afhjúp- ar minnisvarða um Matthías Jochumsson BISKUP íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, mun afhjúpa minnisvarða um Matthías Jochumsson iaugardag- inn 9. nóvember nsstkomandi. Minnisvarðinn stendur á Stekkjar- holti í landi Skóga í Þorskafirði og er hann reistur í tilefni af því að þann 11. nóvember eru liðin 150 ár frá fæðingu Matthíasar. Bauta- steinninn er 180 sentimetra hár stuðlabergsdrangur sem tekinn var úr Vaðalfjöllum. Á hann hefur verið settur koparskjöldur með mynd af Matthíasi eftir Helga Gíslason myndhöggvara og áletrun. Eftir að minnisvarðinn verður afhjúpaður verður farið út að Reykhólum en þar verður sam- koma í tilefni afhjúpunarinnar. Vestfjarðaleið verður með auka- ferð á laugardagsmorguninn og til baka um kvöldið ef næg þátttaka verður. Pantanir þurfa að berast Vaðalfjöll fyrir hádegi föstudaginn 8. nóv- ember. Freyjulundur. Morgunbiaðið/Ami Stykkishólmur: Hús Kvenfélagsins vígt Stjkkisbilmi, 28. oktðber. ° ° ÞAÐ VAR mikill hátíðisdagur hjá Kvenfélaginu Hringurinn í Stykkishólmi í gær, en þá var vígð og tekin í notkun félagsmiðstöð þeirra í skrúðgarði bæjarins. Séra Gísli H. Kolbeins lýsti vígshi og blessaði heimilið, en formað- ur félagsins, Kristborg Haraldsdóttir, flutti sögu byggingarinnar. Það var fyrir ári að sú hugmynd var reifuð á kvenfélagsfundi að byggja hús fyrir starfsemi félags- ins um leið og hugað væri að aukinni starfsemi. Þessi hugmynd fékk þann byr að seinasta vetrar- dag á þessu ári tók Auður Júlíus- dóttur fyrstu skóflustunguna, en Auður hefur haft umsjón með skrúðgarðinum undanfarin ár. Trésmiðjan ösp sá síðan um grunn og húsið undir þak og annaðist teikningar, en rafmagn sá Raf- húsið sf. í Stykkishólmi um. Kven- félagskonur, makar þeirra og börn unnu þarna mikla sjálfboðavinnu og var húsið innréttað frágengið og húsgögn komin í það fyrir vígslu. Húsið er hringlaga og fag- urt á að líta og sómir sér vel í garðinum. Það er 42 fermetrar og í því eru sæti fyrir 40 manns. Vígslukaffi var og 40 konur mætt- ar og síðan var fyrsti fundur kven- félagsins á vetrinum. Þar var hús- inu gefið nafn en áður hafði verið óskað eftir uppástungum meðal félagskvenna. Bárust alls 25 tillög- ur og við atkvæðagreiðslu hlaut nafnið Freyjulundur flest atkvæði. Ég spurði formanninn hvað hús- ið myndi kosta og sagði hún verðið vera rúma milljón og færi eftir hversu mikið sjálfboðavinnan væri metin. Húsið er einn stór salur, lítill áhaldaklefi og snyrtiaðstaða og eldhúsaðstaða er í salnum. Konur hafa verið duglegar að afla fjár og munu litlar skuldir hvíla á hús- inu. Þegar fréttaritari átti þarna leið um voru konur að vinna muni á basar sem halda á fyrst í desem- ber. Var mikill hugur í þeim og mikill áhugi fyrir hlutaveltu í næsta mánuði. Hvað skyldu þau vera mörg kvenfélögin á landi voru sem starfa í eigin húsnæði. Stjórn kvenfélagsins skipa nú: Kristborg Haraldsdóttir formaður og meðstjórnendur Þórhildur Pálsdóttir og Ásta Jónsdóttir. Arni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.