Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til kærunnar Tilnefning borgarstjóra í stjórn Granda hf Samningur um innréttingar í flugstöðina undirritaður SAMNINGUR milli Hagvirkis víkurflugvelli var undirritaður ; s£r frágang á öllum naglföstum hf. og bygginganefndar flug- í gærdag, föstudag. innréttingum nema lyftum og stöðvarinnar á Keflavíkurflug- _ rúllustigum og innréttingum í velli um innréttingar og frá- Samningurinn hljóðar upp á eldhúsi. Kostnaðaráætlun hljóðaði gang flugstöðvarinnar á Kefla- rúmar 626 milljónir króna og felur upp £ 653 3 milljónir króna. Jóhann G. Bergþórsson hjá Hagvirki og Svemr Haukur Gunnlaugsson formaður bygginganefndar flugstöðvarinnar undirrita samninginn. Sprengjumálið í Vonarstræti: Lögreglan leit- aði beint til varnarliðsins — samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga „VIÐ höfðum beint samband við öryggislögreglu varnarliðsins, þar sem við vissum að þeir voru búnir sérstökum tækjum til þess- ara verka,“ sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn, er hann var spurður um þátt varnarliðs- ins í að gera óvirka „sprengju" við Oddfellowhúsið í Vonarstræti á fimmtudagskvöldið. Bjarki sagði að utanríkisráðuneytið hefði ekki haft afskipti af því að samband var haft við vamar- liðið i þessu tilfelli. Bjarki sagði að fyrst hefði verið haft samband við Arnór Siguijóns- son hjá vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins og Gylfa Geirs- son, sprengjusérfræðing Landhelg- isgæslunnar, og hafi þeir þegar farið á vettvang ásamt lögreglu- mönnum undir forystu Magnúsar Einarssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. „Þeir töldu þetta líta þannig út að ekki væri hættandi á annað en að eyðileggja hlutinn eða fjar- lægja með tækjum," sagði Bjarki. „Þar sem við vissum að þessi tæki voru til á Keflavíkurflugvelli var leitað þangað eftir þeim. Það var lögreglan sem tók ákvörðun um að snúa sér til vamarliðsins samkvæmt ráðleggingum frá Amóri og Gylfa.“ Að sögn Bjarka er hér um að ræða vökvabyssu, sem er sérstak- lega gerð til að eyða sprengjum. Hann sagði að lögreglan og Land- helgisgæslan ættu von á byssu af þessari gerð á næstunni. Tóbaksumfjöllun Samúels: Engin kæra borst enn ENGIN kæra hefur enn komið fram á hendur útgefendum tíma- ritsins Samúels, sem sala hefur verið stöðvuð á um allt land utan Reykjavíkur og Seltjamarness. í blaðinu i gær var haft eftir tals- mönnum heilbrigðisráðuneytis- ins og heilbrigðiseftirlits Reykja- víkursvæðisins að báðar stofnan- ir hygðust kæra Samúel fyrir brot á lögum um bann við tóbaks- auglýsingum. Heilbrigðisráð borgarinnar ákvað í gær að grípa ekki til aðgerða gegn tímaritinu vegna þessa máls heldur að óska eftir umsögn borgar- lögmanns um hvort ástæða væri til að kæra ábyrgðarmann Samúels til ríkissaksóknara eða ekki, að sögn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkursvæðisins. Umsögn borgarlögmanns mun væntanlega liggja fyrir fljótlega eftir helgi. Heilbrigðisráðuneytið hafði í gærkvöld heldur ekki tekið ákvörð- un um að kæra Samúel vegna birt- ingar umfjöllunarinnar um síga- rettutegundimar. Félagsmálaráðuneytið hefur kæru þriggja fulltrúa minnihlut- ákveðið að taka ekki afstöðu til ans í borgarstjórn Reykjavikur á Skákmótinu í Hastings lýkur á morgun: Margeiri dugar að ná jafntefli Hollustuvernd ríkisins: Hefur ekki gefið út skipun um sölustöðvun á Samúel MARGEIR Pétursson er enn efstur á 61. alþjóðaskákmótinu i Hastings í Englandi. Hann hefur 9 vinninga að loknum 12 um- ferðum. Þrettánda og síðasta umferð verður tefld á morgun, sunnudag. Nái Margeir þá að minnsta kosti jafntefli við Eng- lendinginn Watson, sem nú hefur 6 vinninga og biðskák, verður hann útnefndur stórmeistari á ársþingi FIDE, alþjóða skáksam- bandsins, síðar á þessu ári. í öðra sæti á mótinu í Hastings er sovétmaðurinn Mikhail Chisin með 8 ’/2 vinning en næstir og jafnir með sjö og hálfan vinning era Balashov frá Sovétríkjunum, Gre- Reykjavík: Fasteigna- gjöld hækka FASTEIGNAGJÖLD Reykvik- inga eru rúmlega 660 milljónir fyrir árið 1986 samkvæmt upp- lýsingum frá skráningardeild fasteigna og hækka gjöldin um rúmar 200 milljónir frá álagn- ingu í fyrra. Gjöld á íbúðum og lóðum hækka um 28% og um 33% á atvinnuhús- næði miðað við gjöld síðastliðins árs. Alögð fasteignagjöld eru sam- tals kr. 660.018.585,00 í ár en vora kr. 468.735.000,00 í fyrra. Sami stuðull er notaður við álagningu gjaldanna og áður. Fasteignagjöld á nýbyggingum era innifalin í hækkuninni milli ára. enfeld frá ísrael og Hastingsbúinn Conquest. Jóhann Hjartarson er með 6 og hálfan vinning. Þeir Margeir og Jóhann gerðu jafntefli eftir 17 leiki í tólftu umferð í gær. Á morgun teflir Jóhann við enska stórmeistarann Plaskett. hendur Davíð Oddssyni borgar- stjóra fyrir að hafa einn og sjálf- ur tilnefnt þijá fulltrúa borgar- innar í stjórn hlutafélagsins Granda. Borgarfulltrúamir Siguijón Pét- ursson, Magdalena Schram og Sig- urður E. Guðmundsson óskuðu eftir því við félagsmálaráðherra 26. nóv- ember sl., að hann úrskurðaði „hvort það heyri undir borgarstjóm að kjósa með lýðræðislegum hætti...þijá menn í stjóm Granda h.f. eða ekki.“ Borgarstjóri krafðist þess í greinargerð sinni um kæra- efnið að málinu yrði vísað frá en til vara að staðfest yrði, að hann teldist á engan hátt hafa brotið gegn starfsskyldum sínum í málinu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hollustuvemd ríkisins: „í tilefni fréttar í Morgun- blaðinu í dag, 10. janúar 1986, skal tekið fram að Hollustuverad ríkisins hefur ekki gefið út skip- un um sölustöðvun á 99. tölublaði tímaritsins Samúels, vegna meintra tóbaksauglýsinga, enda slíkt ekki á færi stofnunarinnar, lögutn samkvæmt. Eftirlit með framkvæmd banns við tóbaksauglýsingum er í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna, undir yfiramsjón Hollustuvemdar ríkisins. Afskipti Hollustuvemdar ríkisins af málinu hafa verið þau að stofn- unin hefur látið það álit sitt í ljós við heilbrigðiseftirlitið í landinu að í ofangreindu tímariti sé brotið gegn banni við tóbaksauglýsingum, sbr. nánar 7. gr. laga nr. 74/1984 um tóbaksvamir." Óbreyttur listi nyti ekki jafn mikils fylgis og nýr „MÉR VIRÐIST sem ýmsir í Alþýðubandalaginu telji ekki þörf á að hafa bæði gömul og ný andlit á framboðslista flokksins i Reykjavík við borgarstjómarkosningaraar í vor. Mér sýnist að málflutningur borgarfulltrúanna Siguijóns Péturssonar og Guð- rúnar Ágústsdóttur í viðtölum við Morgunblaðið hnígi í þá átt. Mín skoðun er hins vegar sú, að óbreyttur listi muni ekki njóta jafn mikils fylgis og nýr listi með nýjum andlitum og nýjum áherslum í bland,“ sagði Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, sem ákveðið hefur að taka þátt í forvali Alþýðubandalagsins fyrir borgarstjóraarkosningaraar í vor, er hann var spurður hvers vegna hann hefði ákveðið að taka þátt í forvalinu eftir að forvalsnefnd flokksins hafði birt lista yfir þátttakendur í því. Forvalið verður haldið 1. og 2. febrúar næstkomandi. „Ástæða þess að ég hef ákveðið að stefna á 2.- 5. sæti listans er fyrst og fremst sú, að ég tel rétt að flokksmenn fái að velja á lýð- ræðislegan hátt milli þeirra, sem gefa kost á sér í þetta starf,“ sagði Össur ennfremur. „Það var búið að fara þessa á leit við mig fyrir löngu síðan en ég hafði ákveðið að gefa það frá mér. Eftir að listinn var birtur og ljóst var, að þar vora sárafá ný nöfn, urðu margir til að biðja mig að íhuga afstöðu mína betur. Ég gerði það rækilega um jólin og ákvað á síð- ustu stundu að láta verða af því eftir áskoranir fjölmargra." Össur Skarphéðmsson sagðist vilja leggja áherslu á, að af sinni hálfu væri um einstaklingsfram- boð að ræða. „Þetta er alls ekki nýr listi, eins og til dæmis Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi hefur haldið fram. Ég tel það lýðræðis- legan kokkteil að hafa á listanum gömul nöfn og ný. Siguijón er sjálfur búinn að vera borgarfull- trúi í sextán ár og mörgum þykir vafalaust kominn tími til að hann dragi sig í hlé. Um það vil ég ekkert dæma sjálfur en það mun væntanlega koma í ljós í forvalinu. Nú, þegar ég var búinn að taka mína ákvórðun, þá hringdi ég í Siguijón Pétursson og sagði hon- um frá henni vegna þess að ég taldi það betra en að láta hann lesa um ákvörðun mína í blöðum. Ég sagði honum jafnframt, að ég treysti mér til að vinna með hveij- um sem er og get þess vegna unnið með Siguijóni, hvort sem hann verður í 1. sæti eða 4.“ Ritstjóri Þjóðviljans sagði að sér virtist vera „hlaupinn einhver skjálfti í suma vegna þessa for- vals. Þess vegna vil ég leggja áherslu á, að það sem fyrir mér vakir er einfaldlega það, að fólki sé gefinn kostur á að velja um fleiri en þá, sem hafa gegnt þess- um trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn á undanfömum áram og ára- tugum,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera mjög lýðræðislegt að leggja sig opinskátt undir dóm félaga sinna á þennan hátt og það má alls ekki líta á það sem ein- hveija frekju. Mér finnst fullkom- lega eðlilegt, að fólk kjósi hæði ný andlit og gömul og tel að það væri heppileg niðurstaða fyrir listann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.